Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Síða 2

Freyr - 01.09.2000, Síða 2
Ritfregn Islenska sauðkindin / t er komin bókin Islenska sauðkindin, útgefandi er Bókaútgáfan Hofi, sem Gísli Pálsson á Hoft í Vatnsdal á og rekur. Lengsti kafli ritsins, hátt í 100 síður, er yfirlitsgrein um íslensku sauðkindina í fortíð og nútíð, eftir Jón Torfason, sagnfræð- ing, frá Torfalæk. í yfirlitsgrein þessari er leitað fanga allt frá fom- sögunum til nútímans og rakin hin nána samfylgd þjóðar og sauðkind- ar allan þennan tíma en fátt ef nokkuð á stærri þátt í því að þjóðin þraukaði af í landinu en einmitt sauðkindin. Þannig eru atvinnu- saga og menningarsaga þjóðarinnar þéttriðin kringum sauðkindina. I aðfararorðum bókarinnar segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, að ekkert sé jafn nátengt íslenskri þjóðarsál og sauðkindin. Jóni Torfasyni hefur orðið vel til fanga í heimildaöflun sinni, þar sem hann fléttar saman hina fjöl- mörgu þætti sauðkindarinnar í lífi þjóðarinnar, jafnt það sem varðar hið verklega sem hin þjóðlega og menningarlega. Eldra fólk og sveita- fólk þekkir þama fjölmargt úr reynsluheimi sínum, en gildi þessarar frásagnar verður þó í framtíðinni mest fyrir þá sem nota hana sem heimild. Em þar m.a. höfð í huga ritgerðaskrif námsfólks á ýmsum skóla- stigum. Kafla Jóns má lesa samfelldan, en einnig má grípa ofan í hann hér og þar tína úr mola til að njóta líkt og úr konfektkassa. Annar stærsti kafli ritsins, upp á 40 síður, er eftir Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunaut hjá Bændasamtökum Islands. Þar rekur hann á hnitmið- aðan hátt ræktun sauðfjár á 22 bújörðum sem getið hafa sér sérstakt orð fyrir ræktunarframfarir og góð tök á fjárrækt. Þessir bæir era dreifðir um land allt. Segja má að í þessum kafla geti fjárræktarmenn og þeir sem áhuga hafa á fjárrækt fundið flest það sem máli skiptir um ættfeður og mæður þess fjár sem nútímaleg, framsækin sauðfjárrækt hér á landi sækir kyn- bótaframfarir sínar til. Ymislegt fleira efni er í ritinu, svo sem af ferð á Vestfirði til fjár- kaupa eftir fjarskipti um miðja öld- ina, eftir Hallgrím Guðjónsson frá Hvammi, frásögn af ratvísi forystu- sauða eftir Ásgeir Jónsson frá Gott- orp og ferð eftir fé í Kringilsárrana eftir Aðalstein Aðalsteinsson á Vaðbrekku. Einnig era greinar um Landssamtök sauðfjárbænda eftir Arnór Karlsson og Forystufjár- ræktarfélag íslands eftir Ólaf R. Dýrmundsson. Þá era myndir af fé í öllum þekktum litum og lita- samsetningum sauðfjár, sem Jón Eiríksson á Búrfelli hefur tekið. Athyglisverð inngangsorð, „Fylgt úr hlaði“, skrifar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Bókin íslenska sauðkindin er sérlega eiguleg og mun lengi verða nytsamleg sem uppfletti- og heim- ildarrit. Bókin fæst í bókabúðum, en einnig hjá útgef- anda, Gísla Pálssyni á Hoft, sími 452-4477, bréfsími 452-4468. Þurrkar í Asíu FAO, Matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna, greindi frá því um miðjan ágúst sl. að þurrkar muni valda veralegu tjóni á uppskera víða í Asíu en mikil úrkoma, flóð og skriðuföll, draga úr uppskeru annars staðar í álfunni. Skaðar af völdum þurrka hafa orðið í Norður-Kóreu, norðlægum héraðum Kína, íran, Afganistan og fleiri löndum Mið-Asíu. Skað- amir í Iran era taldir sérstakelga alvarlegir og hinir verstu í marga áratugi og fólk þar víða háð því að fá flutt til sín vatn. Verst er þetta fyrir bændur, hvort sem þeir stunda jarðrækt eða búfjárrækt. Allt að 60% af íbúum í dreifbýli í Iran geta þurft að yfirgefa heim- kynni sín á þessu ári vegna vatns- skorts, að áliti FAO. I Afganistan gerir borgarstyijöld ástandið enn verra. (Bondebladet nr. 34/2000). 2 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.