Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Síða 4

Freyr - 01.09.2000, Síða 4
Merkasta starf Fjárræktarbúsins á Hesti Rœktun fjárstofns með mikið kjöt en litla fitu Viötal við Einar Eylert Gíslason bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði Einar Eylert Gíslason á sér langan og merkan feril í ís- lenskum landbúnaði, bæði sem bóndi og um 14 ára skeið bú- stjóri á Fjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði, en einkum sem lifandi þátttakandi í þeim miklu framför- um sem orðið hafa í sauðfjárrækt hér á landi á síðustu áratugum. Undirritaður og Jón Viðar Jón- mundsson lögðum nýlega leið okk- ar á fund Einars og fyrst var hann beðinn um að segja á sér deili. Uppvöxtur Ég er fæddur á Akranesi árið 1933. Foreldrar mínir voru Gísli Eylert Eðvaldsson, hárskeri, ættað- ur úr Eyjafirði og Hulda Einarsdótt- ir, dóttir Einars Jónssonar kennara og ráðsmanns á Hvanneyri og síðar vegaverkstjóra á Austurlandi. Þau fluttust svo til Akureyrar og þar ólst ég upp. Ég fór fyrst í sveit sjö ára að Hrafnabjörgum í Hjaltastaða- þinghá og þar er ég fyrst samfellt í eitt og hálft ár en síðan í fimm sum- ur. Þar bjó þá Torfi Hermannsson frá Skuggahlíð í Norðfirði og Jó- hanna Sigurðardóttir frá Húsey í Hróarstungu, en þau voru foreldrar sr. Sigmars I. Torfasonar á Skeggja- stöðum í Bakkafirði. A Hrafnabjörgum var allur bú- skapur með gamla laginu. Á haust- in þegar fénu var slátrað var komið með allt slátrið heim, úr rúmum 100 lömbum, en það var innleggið, og blóðið var flutt heim í belgjum, þ.e. heilflegnum belgjum af lömb- unum og allir hausar og lappir og annað sem tilheyrði, en fénu var Einar á Skörðugili. (Freysmynd) slátrað í Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Féð var rekið til Borgar- fjarðar en slátrið var flutt í bát upp að Höfða rétt fyrir utan Unaós og flutt þaðan á klökkum heim. Á Hrafnabjörgum voru mér alltaf gerðir skinnskór sem ég gekk í á sumrin. Veturinn, sem ég var þama, stóð Torfi oftast yfir fénu á beitar- húsum sem voru uppi á hömrunum fyrir ofan bæinn. Hann átti enga klukku en það var breitt stykki á burstina á bænum þegar tími var kominn til að hann kæmi heim. Hann bar með sér heytuggu á bak- inu upp eftir handa hrút eða lömb- um sem höfð voru inni og skjadda af taði heim á kvöldin sem notað var til að elda við. Það var enginn vegur að bænum, hvomgu megin frá, en hestfært ein- stigi öðm megin. Böm sr. Sigmars eiga þama hús núna. Dvöl mín þama kom þannig til að Sigmar var kostgangari hjá foreldr- um mínum þegar hann var í Menntaskólanum á Akureyri. Móð- ir hans kom norður til tannlæknis og gisti hjá okkur og tók mig svo með sér í sveitina. Þama átti ég yndislega daga. Þegar sr. Sigmar fékk Skeggjastaði þá fluttu þau til hans og þá fór ég með þeim um vorið gangandi með kýmar yfir Vatnsskarðið og um skriðumar til Borgarfjarðar. Þar vom þær settar í uppskipunarbát og þaðan hífðar um borð í Esjuna og eins í land á Bakkafirði og þaðan reknar heim í Skeggjastaði. Ég var þar þó ekki nema eitt sumar. Næsta sumar fór ég í sveit í Öl- valdsstaði í Borgarfirði. Það gerðist þannig að ég varð manni samskipa frá Vopnafirði til Akureyrar og hann reyndist vera faðir Hólmfríðar á Ölvaldsstöðum. Hann spurði mig 4 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.