Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Síða 8

Freyr - 01.09.2000, Síða 8
Frá heimili Elvars og Fjólu á Skörðugili, taliðfrá vinstri: Elvar, Ásdís, Ásdís Ósk, Fjóla og Einar yngri. Fóðurkál Svo gerðuð þið beitartilraunir? Já, og það var byrjað með fóður- kálið á þessum árum. Ég var alltaf svo hrifinn af kálinu eftir að ég kom í Kanastaði í Landeyjum haustið 1956 til Diðriks en þá var ég ráðu- nautur í nautgriparækt. Þar sá ég kál í fyrsta skipti og þá var það mittishátt og kýmar kjöguðu heim af þessu mjög síðjúgra enda mjólk- uðu þær með ólíkindum. Þetta er undrajurt. Við fómm svo að reyna hana í tilraunum og bámm saman kál, há og rýgresi sum árin og svo úthagabeit á móti. Það kom auðvit- að strax í ljós hvað kálið gerði mik- ið kraftaverk og bar það af öðm grænfóðri. Það fékkst þetta 2,5-3,0 kg þyngra fall af dilkum sem gengu á káli í fjórar vikur, miðað við lömb sem gengu á úthaga, sem þá var almennt hjá öllum bændum, eða á óábomum túnum. Það var stór- kostlegur árangur. Við skrifuðum um þetta margar greinar og rákum áróður fyrir kál- beit og það hafði víða heilmikil áhrif. Sums staðar var kálið reynd- ar misnotað, þannig að bændur settu öll lömbin á það, hversu væn sem þau vom. Þetta vom jafnvel lömb sem vom komin með 24-25 kg skrokka og urðu alltof feit. Það átti náttúrlega að nota kálið á minni lömbin og gera þau að góðri sölu- vöm enda var þá nánast allt fé á landinu fitusækið. Þetta kom svo óorði á kálbeitina þama á 8. áratugnum, dýralæknar börðust á móti kálinu og sögðu að það eyðilegði lifrar og öll innyfli og þá var nú slátur mikið keypt. Og það var alveg rétt að ef fénu var slátrað beint af góðri kálbeit þá vom vambimar oft skemmdar. Lifr- in er þó algjört hnossgæti, kolsvört og full af sykri, mjög meyr og stór, jafnvel þrisvar sinnum stærri en af úthagalömbunum. Einar Jóhannesson á Jarðlangs- stöðum á Mýmm fór út í kálbeit og var rekinn heim með allar liframar, hann tók þær og setti á frost og hélt svo veislu. Þar lét hann veislugest- ina, 25-30 manns, bragðprófa lifr- ina á móti vanalegri úthaga lifur. Þangað var boðið ráðunautum, dýralæknum, bændum og ýmsum fyrirmönnum í landbúnaði. Veislan fór fram á hótelinu í Borgamesi og það vom bara eitt eða tvö atkvæði sem dæmdu úthagalifrina betri. Nema hvað, sláturhúsin fóm að taka liframar aftur. Reyndar er hætta á því, þegar menn slátra beint af kálbeit, að það komi gulka á skrokkfituna og að fitan verði ekki nógu stíf. En þetta er í lagi ef lömbin em tekin af kál- inu tveimur til þremur sólarhring- um fyrir slátmn, en dýralæknamir vildu taka þau af káli viku fyrir slátmn. Það var auðvitað gerður þvílíkur hafsjór af tilraunum á Hesti á þess- um ámm sem hafa skilið feikna mikið eftir fyrir hinn starfandi bónda. Leit að lágfættu kjötmiklu fé Svo eru það afkvœmarannsókn- imar. Já, það er ekkert sem skildi eins mikið eftir og afkvæmarannsókn- imar og kjötmælingamar því að á Hesti er nú kominn upp fjárstofn sem er mjög lítið fitusækinn og þol- ir mikinn þunga án þess að fitna of mikið. Það er algjör undirstaða þess að maður geti skapað almennilega vöm í dag, að fá þetta fé. í gamla daga var kostur að féð væri feitt, en það er öfugt í dag. Þessi ræktun fór þannig fram að framkvæmdar vom afkvæmarann- sóknir og prófaðir 10-12 hrútar ár hvert sem fengu 20 ær hver, sem líkastar að öllu leyti. Síðan var allt vegið og metið. Öllum hrútlömb- um var svo slátrað og fita, vöðvar og bein mælt. Undan þeim hrútum sem komu þar best út hvað varðaði vænleika, gerð falla og fituþykkt voru allar gimbrar settar á sem til vom en þó að hámarki 12. Þannig þróaðist ræktunin á Hesti áfram og fram er kominn geysilegur árangur hvað varðar gerð lamba og fitu- þykkt. Þessa aðferð tók ég strax upp hér og er oftast með fjóra lamb- hrúta í prófun og nota síðan kjöt- matið og heimamatið á lömbunum í hrútavalinu, en á seinni ámm hefur ómsjáin auðveldað þetta mjög mik- ið. Höfðuð þið bústjórarnir mikið að segja um valið á ásetningslömb- unum? Já, öll lömbin vom metin af Hall- dóri og okkur bústjómnum, en eftir að Halldór veiktist af hjartaáfallinu 8 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.