Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2000, Side 26

Freyr - 01.09.2000, Side 26
s Alyktanir aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2000 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2000 var haldinn í félagsheimilinu Fjarðar- borg á Borgarfirði eystra dagana 15. og 16. ágúst sl. Hér á eftir fara heistu ályktanir fundarins en fundargerðin ásamt öllum ályktunum fundarins er birt á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is Beingreiðslur „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 beinir því til félagsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir lækkun fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði í dreifbýli. Sá álagningarstofn, sem nú er notaður og er reiknaður út frá húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu, endurspegl- ar engan veginn verð húsnæðis í dreifbýli.“ Mótun vinnureglna vegna nýs sauðfjársamnings „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 beinir því til Framkvæmdanefndar um búvöru- samning að hún sjái um að sem allra fyrst verði mótaðar þær reglur sem vinna á eftir við framkvæmd nýs sauðfjársamnings. Fundurinn legg- ur sérstaka áherslu á að landnýting- arþáttur gæðastýringar verði unninn á faglegan og sanngjaman hátt.“ Sameiginlegt gæðamerki „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 felur stjóm að láta reyna á hvort ná megi samstöðu um að markaðssetja íslenskar land- búnaðarafurðir erlendis undir einu gæðamerki.“ Kennsluefni í sauðfjárrækt „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda, árið 2000 skorar á stjóm LS og Fagráð í sauðfjárrækt að þrýsta á að flýtt verði svo sem frekast er unnt gerð heilsteypts og vandaðs kennsluefnis í sauðfjár- rækt til notkunar í skólum, á nám- skeiðum og til almennra nota.“ EUROP kjötmatið „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda, árið 2000 krefst þess að EUROP kjötmatið eitt verði notað til merkingar kindakjöts og að þær merkingar fylgi til neytenda í heil- stykkjasölu. Stjóm LS sé falið að vinna að þessu máli í samráði við sláturleyfishafa og kjötmatsfor- mann.“ Gæðastýring „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda, árið 2000 fagnar þeirri vinnu sem hafin er í gæðastýring- unni, en leggur áherslu á að ráð- gjafahópur gæðastýringarinnar leiti allra leiða til að framkvæmd og eftirlit hennar verði einfalt og hag- kvæmt. Þá beinir fundurinn því til Framkvæmdanefndar búvörusamn- inga að nú þegar verði skilgreint hlutverk búnaðarsambanda í fram- kvæmd gæðastýringar og þeim verði tryggt það fjármagn sem þarf til þeirra verkefna sem þeim verða falin.“ Lög um búfjáreftirlit „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 bendir Bænda- samtökum íslands og landbúnaðar- ráðuneytinu á að ekki er nóg að setja lög um búfjáreftirlit. Finna verður leiðir til þess að fylgja þeim eftir og taka á þeim málum sem upp koma á skjótvirkari og öruggari hátt. Tryggja verður réttarstöðu bú- Qáreftirlitsaðila til aðgerða.“ Skilti við þjóðvegi „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 beinir því til stjómar LS að beita sér fyrir því að Vegagerð ríkisins setji upp aðvör- unarskilti þar sem hætta er á sauðfé á þjóðvegum landsins. Einnig að séð sé til þess þar sem girt er meðfram vegum að vegsvæðinu sé lokað með viðunandi hætti.“ Greinargerð Víða erlendis ganga villt dýr laus, s.s. elgir, dádýr, hérar o.fl., við vegi og hraðbrautir. Þar er víða varað sérstaklega við umferð þessara dýra með aðvörunarskilt- um við þá kafla þar sem þeirra er helst von. Á þetta einnig við, t.d. þar sem vegir eru afgirtir, en sum þessara dýra s.s. dádýr er erfitt að hemja innan girðinga. Það sama á við víða hérlendis þar sem erfitt er að girða sauðfé af vegum vegna staðhátta. Úttekt á heimalöndum vegna landnýtingar „Aðalfundur Landssamtaka sauð- fjárbænda árið 2000 skorar á Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga að flýtt verði eins og kostur er, úttekt á heimalöndum og afréttum bænda, sem vafi leikur á að standist landnýtingarþátt gæðastýringar, þannig að úr þessu verði skorið áður en lokað verður fyrir uppkaup ríkisins á greiðslumarki.“ 26 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.