Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Síða 34

Freyr - 01.09.2000, Síða 34
Önnur efni Svokölluð varnarefni, eins og skordýraeitur og illgresislyf, geta borist í dýr með fóðri og drykkjar- vatni og þar með í sláturafurðir. Auk vamarefnanna má nefna ýmis önnur efni sem geta borist í dýr úr umhverfinu svo sem þungmálma, PCB og geislavirk efni. Hér á landi hafa Geislavarnir ríkisins eftirlit með geislavirkum efnum. íslenskar aðstæður Á Islandi ættu að vera góð skilyrði til að framleiða hreinar og ómeng- aðar sauðfjárafurðir. Við búum við þá auðlegð að eiga hreint vatn og að umhverfismengun er lítil, enda er hér lítill efna- og þungaiðnaður. Lyfjalöggjöf er ströng og notkun lyfja er einungis heimil í samráði við dýralækna. Islensk stjómvöld hafa verið svo framsýn að ætíð hefur verið bann við íblöndun lyfja í fóður, nema til lækninga. Aðbúnaður búfjár er hér góður, notkun vamarefna í landbúnaði lítil og gott rými fyrir búfé í húsum og högum. Vegna þessa hefur því ávallt verið haldið fram að íslenskt kjöt og sláturafurðir væru hreinar afurðir, þ.e. lausar við aðskotaefni og lyfjaleifar. Eftirlit með aðskotaefnum Hér á landi hefur embætti yfir- dýralæknis haft skipulegt, reglu- bundið eftirlit með aðskotaefnum í sláturafurðum síðan 1989. Skilyrði þess að sláturhús fái út- flutningsleyfi á Bandaríkja- og Evr- ópusambandsmarkaði er að haft sé eftirlit með aðskotaefnum í slátur- afurðum, útbúnar sýnatökuáætlanir og að niðurstöður úr mælingum séu viðunandi að mati þarlendra heil- brigðisyfirvalda. Slíka viðurkenn- ingu höfum við haft frá árinu 1990. Kjötskoðunarlæknar taka sýni í sláturhúsum, skrá þau og merkja samkvæmt fyrirmælum yfirdýra- læknis. Mælingamar hafa undan- farin ár verið gerðar á fjómm mis- munandi rannsóknastofum; sýkla- Víðáttur íslands stuðla að hreinleika afurða landbúnaðarins. lyfjamælingamar hafa verið fram- kvæmdar á Keldum, þungmálma- mælingamar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sníklalyfjamælingar í Osló en allar aðrar mælingar í Helsinki í Finnlandi. Á árinu 2000 er ráðgert að mæla 275 sýni úr sauðfé en íjöldi mælinga er talsvert meiri vegna þess að í mörgum tilvikum er fleira en eitt efni mælt í hveiju sýni. Mælingamar kosta umtalsverða ijármuni og em greiddar úr Eftirlitssjóði landbúnaðarráðuneyt- isins. Þótt mælingamar séu dýrar er nauðsynlegt í nútímaþjóðfélagi að hafa slíkt eftirlit. Telja verður að þess- um ijármunum sé vel varið, stuðli eft- irlitið að því að íslenskar sauð- fjárafurðir haldi þeiiri ímynd sinni að þær séu hreinar og ómengaðar. Niðurstöður mælinga Við mat á niðurstöðum hefur ver- ið stuðst við íslenska reglugerð um aðskotaefni í matvælum og reglu- gerð um hámarksmagn dýralyfja- leifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. Áður en þessar reglugerðir vom gefnar út, var stuðst við er- lendar reglur og þá helst viðmiðun- arreglur Alþjóða staðlaskrárráðsins (Codex alimentarius) og banda- ríska, norska og sænska staðla. Niðurstöður úr mælingum undan- farinna ára em í stuttu máli þær að í sauðfjárafurðum hafa mæld efni annað hvort verið undir greiningar- mörkum eða gildin hafa verið langt undir viðmiðunarmörkum. Mælingamar staðfesta að íslensk- ar sauðfjárafurðir eru hreinar og ómengaðar og að lítil hætta stafi frá umhverfismengun. Öðru máli gegnir með mengun af völdum lyfja og lyfjaleifa. Þar þurfum við að vera á varðbergi. Ekki verður hjá því komist að nota lyf í lækninga- skyni í sauðfjárbúskap sem skapar hættu á mengun afurðanna. Þar gegna bændur miklu ábyrgð- arhlutverki. Það er fyrst og fremst undir þeim komið að lyfjaleifar finnist ekki í lambakjöti og slátur- afurðum sauðfjár. Þeir einir geta, og verða, að tryggja að sauðfé sem hefur verið meðhöndlað með lyfjum sé ekki sent til slátrunar fyrr en tilskilinn tími er liðinn frá síðustu lyfjagjöf. Útskolunartími lyfja er mislangur og dýralæknar geta upplýst bændur um hversu löngu eftir lyfjameð- höndlun megi slátra dýrunum. Hinn 1. ágúst síðastliðinn tók gildi reglu- gerð nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. I reglugerðinni eru þrengdar heim- ildir dýralækna til að ávísa sýkla- lyfjum og er það meðal annars gert í þeim tilgangi að tryggja, eins og kostur er, að búfjárafurðir séu laus- ar við lyfjaleifar. Markmiðið íslenskrar sauðfjár- ræktar er og verður að vera að standa undir þeirri staðhæfingu og ímynd, að íslenskt lambakjöt se hreint og laust við lyfjaleifar og önnur aðskotaefni. 34 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.