Freyr - 01.09.2000, Síða 36
Kerfisbundin leit að veikleikum í búrekstrínum skapar aukna arðsemi.
í auglýsingum og allri umræðu
höfum við tilhneigingu til að skil-
greina okkar meginvöru, þ.e.
lambakjötið, sem heilnæma og ljúf-
fenga náttúruafurð eða eitthvað í
þeim dúr. I dag er eina tryggingin
sem væntanlegur kaupandi hefur
fyrir því að þessi orð séu sönn, orð
framleiðenda, auglýsingar og hugs-
anlega eigin reynsla af vörunni.
Þetta dugir því miður skammt, sér-
staklega þegar á að ná til nýrra
neytenda, hvort heldur er
hérlendis eða erlendis.
Vottað gæðakerfi sem felur í
sér rekjanleika vörunnar frá
bónda til borðs er það sem
þarf, það sýnir reynsla úr
fjölda annarra atvinnu-
greina.
Til lengri tíma litið á
gæðavottunin að hjálpa til
við að ná sem bestu skila-
verði til bænda, en er þó
aðeins einn af mörgum
þáttum sem hafa áhrif á það.
Aðrir þættir gæðastýring-
arinnar snúast fyrst og
fremst um að minnka sóun,
þ.e. nýta framleiðsluþætti
búsins betur. Þar eru með
talin vinnuafl, aðkeypt að-
föng og fjármagn. Með öðr-
um orðum að minnka fram-
leiðslukostnað á hverja framleidda
einingu. Samantekið þá er
heildarmarkmið gæðastýring-
arinnar að bóndinn haldi sem
flestum krónum eftir af hverri ein-
ingu sem hann selur (kr/kg kjöts)
og að sem flestar einingar séu
seldar, að framleiða sem mest gæði
með sem minnstum tilkostnaði.
En það er auðvelt að misstíga sig
í spamaðinum og rekstrarhagræð-
ingunni. Sem dæmi má nefna að
það að spara áburð fram úr hófi get-
ur leitt til aukins kostnaðar þegar
upp er staðið, vegna þess að fyrir-
höfnin (olíueyðslan, vinnan,
o.s.frv.) við heyskapinn verður
meiri á hverja fóðureiningu þegar
uppskeran á hvem hektara er minni.
Sömuleiðis getur fóðursparnaður
leitt til afurðatjóns. Vélakosturinn
er stundum ekki í samræmi við
þarfir búsins. Þar gæti hvort heldur
sem er verið um að ræða að
ákveðnar vélar séu óþarflega dýrar
miðað við þarfir búins og/eða að í
vélaflotanum séu veikir hlekkir
sem leiða til þess að tafir verða á
heyskap með tilheyrandi tapi á fóð-
urgildi. Af þessum dæmum má sjá
að sóun getur orsakast hvort heldur
sem er af ofnotkun aðfanga, offjár-
festingum eða af spamaði á röngum
sviðum.
Þau atriði, sem hér hafa verið tal-
in upp, kunna mörgum að þykja
sjálfsögð og óþarfi að byggja upp
flókið kerfi í kringum þau. Enda er
það alls ekki ætlun neins, svo að
vitað sé. En margt smátt gerir eitt
stórt, og með því að hafa einhvers
konar verkfæri í höndunum, sem
veitir aukna heildaryfirsýn á bú-
reksturinn, þá er líklegt að betur
gangi en ella. Gæðastýringuna þarf
að byggja upp með hliðsjón af
leiðbeiningastarfi í sauðfjár-
rækt almennt þannig að forð-
ast megi allan tvíverknað og
óþarfa kostnað. Það virðist til
dæmis liggja beint við að
markmiðstengdar búrekstrar-
áætlanir, sem unnið er að á
vegum leiðbeiningaþjónust-
unnar, verði keyrðar samhliða
eða í nánu samræmi við upp-
byggingu gæðastýringarinnar.
Þættir
gæðastýringarinnar
Ramminn sem verður unnið
eftir við mótun gæðastýringar-
innar er „Fylgiskjal 1 með
samningi um framleiðslu
sauðfjárafurða“. I umfjöllun-
inni hér á eftir verður vísað til
einstakra þátta gæðastýringar-
r Rekstraráætlun
MarLiniö: J AðRcrð:
I (Wyv ■
jRtpfc. rr—r-—
36 - FREYR 8/2000