Freyr - 01.09.2000, Qupperneq 37
innar eins og þeir eru taldir upp í
því skjali. Sú upptalning fylgir hér:
1. Landnot. Framleiðandinn sýnir
fram á afnotarétt af landi, þar
með talið afrétt, sem fullnægir
beitarþörf alls búpenings
viðkomandi bús. Nánar skil-
greint r gæðahandbók.
2. Einstaklingsmerkingar. Sauðfé
merkt og skráð skv. gæðahand-
bók.
3. Kynbótaskýrsluhald. Bústofn
skráður og metinn í viðurkenndu
kynbótaskýrsluhaldi.
4. Gæðadagbók. Hirðing og með-
ferð bústofns skráð skv. gæða-
handbók.
5. Búfjáreftirlit. Leggja skal fram
vottorð frá búfjáreftirlitsmanni
sveitarfélags um fóður, aðbúnað
og ástand búfjár sbr. ákvæði
gæðahandbókar. Lagt skal mat á
ytri ásýnd býlisins, sbr. ákvæði
gæðahandbókar
6. Lyfjaeftirlit. Gera skal grein
fyrir kaupum og notkun lyfja á
búinu.
7. Áburðarnotkun og uppskera.
Gera skal grein fyrir áburðar-
notkun, hvemig hún er ákvörðuð
og uppskera skráð af hverri
spildu, sbr. ákvæði gæðahand-
bókar.
8. Fóðrun. Gera skal grein fyrir
fóðrun og fóðurefnum (beit,
heygjöf, kjamfóður, annað) sbr.
ákvæði gæðahandbókar.
Fyrsti þátturinn, þ.e. landnýtingar-
máhn, er á verksviði Nytjalands, en
að því verkefni standa sameiginlega
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Bændasamtök íslands, Landgræðsla
ríkisins og Skógrækt ríkisins. Þar
sem þetta verkefni fellur ekki undir
verksvið ráðgjafanefndarinnar verð-
ur ekki frekar um það fjallað hér en
bent er á grein um efnið (Olafur Am-
alds: Nytjaland - landupp-
lýsingavefur landbúnaðarins. Ráðu-
nautafundur 1999, bls. 1-4). Grein-
ina er einnig að finna á vefsíðu Rala,
www. rala. is/radunautafundir/
Þættir 2-4, þ.e. einstaklings-
merkingar, kynbótaskýrsluhald og
gæðadagbók um hirðingu og með-
ferð bústofnsins eru í raun betr-
umbætt skýrsluhald á borð við það
sem unnið hefur verið á vegum
fjárræktarfélaganna undanfarna
áratugi. Nálægt 40% af sauðfé
landsmanna hafa verið í því
skýrsluhaldi á undanförnum árum.
Sífellt fleiri fjárbændur nota
skýrsluhaldsforritið Fjárvís sem
ætlað er að vera eitt meginverk-
færið í gæðastýringunni fyrir þá
sem það kjósa. Er allsherjar end-
urskoðun á forritinu þegar í full-
um gangi. Auk liða 2-4, sem fyrr
var getið, mun forritið halda utan
um lyfjaskráningu (liður 6) og
skráningu á fóðri og fóðrun (liður
8). Jarðræktarforritið NPK verður
hins vegar nýtt til skráningar á atr-
iðum er varða áburðarnotkun og
uppskem (Liður 7). Forritin verða
þróuð með tilliti til þess að þau
geti unnið saman, þannig að til
dæmis megi taka uppskerutölur og
ýmsar gæðaupplýsingar um heyið
úr NPK og flytja beint yfir í Fjár-
vís þar sem það er svo nýtt vegna
fóðurskráningar.
Ekki eru allir bændur tilbúnir að
taka upp tölvunotkun og því verð-
ur séð til þess að skráning á öllum
þeim þáttum sem að framan eru
taldir megi líka fara fram hand-
virkt í hina þar til gerðu gæða-
handbók. Fjárbændur í gæðastýr-
ingu þurfa sem sagt allir að fylla
út gæðahandbókina, en valið
stendur um hvort upplýsingar eru
skráðar handvirkt ellegar slegnar
inn í tölvu, unnið úr þeim þar og
einstök blöð í gæðahandbókinni
prentuð út. Þetta á líka við um
þann hluta er snýr að kynbóta-
skýrsluhaldinu, rétt eins og verið
hefur. Gert er ráð fyrir því að
menn geti tekið þátt í kynbóta-
skýrsluhaldinu án þess að upplýs-
ingar frá þeim komi fram í sam-
bandi við birtingu á niðurstöðum
fjárræktarfélaganna.
Samspil hjálpartœkja, ráðgjafar og markmiðstengdra búrekstraráœtlana er
þýðingarmikið í gœðastýringu.
FREYR 8/2000 - 37