Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 10

Freyr - 01.12.2001, Qupperneq 10
Þjóðminjasafn Islands stendur á tímamótum Samstarf um skráningu og aðhlynningu menningarverðmæta á landsbyggðinni Nú er unnið að endurbót- um á húsnæði Þjóð- minjasafnsins við Suð- urgötu í Reykjavík og gert hefur verið mikilvægt átak í þvi að bæta aðstöðu safnsins til varðveislu þjóðminja. Auk þess hefur þjóðminjalögum nýlega verið breytt og hlutverk Þjóðminjasafns íslands sem höfuðsafns skýrt. í tengslum við þá lagabreytingu hef- ur verið sett á laggimar ný stofnun, Fomleifavemd ríkisins, sem mun gegna stjómsýsluhlutverki á sviði fomleifavemdar í landinu. Er það nú sameiginlegt hlutverk Þjóð- minjasafns Islands, Fomleifavemd- ar ríkisins og Húsafriðunamefndar ríkisins að annast þjóðminjavörslu í landinu hver á sínu sviði. Starfshópur um þverfaglegt samstarf um skráningu og aðhlynningu menningarminja á landsbyggðinni í árslok 2000 var Þjóðminjasafni íslands falið af menntamálaráðu- neyti að setja á laggimar starfshóp undir forystu þjóðminjavarðar um þverfaglegt samstarf um skráningu og aðhlynningu menningarminja á landsbyggðinni. í þeim hópi eiga sæti fulltrúar frá menntamálaráðu- neyti, landbúnaðarráðuneyti, um- hverfisráðuneyti, Bændasamtökun- um, Skógrækt ríkisins, Landssam- tökum skógareigenda og Þjóð- minjasafninu. Með gildistöku nýrra laga mun fulltrúi Fomleifavemdar ríkisins bætast í hópinn á árinu 2002. Auk þess hafa fulltrúar frá Hólaskóla og Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri tekið þátt í um- ræðu í hópnum. Hefur verið rætt um mikilvægi góðs samspils þjóð- minjavörslu og landbúnaðar til efl- ingar og framfara á nýrri öld. I því felast ótal sóknarfæri sem auðga þessar atvinnugreinar og styrkja. Að mati undirritaðrar byggir árang- ur mikið á því að vel takist til um slikt samstarf. Samstarf heimamanna og þjóðminjavörslunnar um allt land Taka þarf höndum saman um uppbyggingu og þróun þessara at- vinnugreina á nýrri öld. Það er mik- ilvægt fyrir þjóðminjavörsluna og minjasöfn í landinu að eiga sem allra best samstarf við heimamenn á hverju svæði um vemdun þjóð- minja, leiðsögn, skráningu og safnastarf. Bændur þekkja vel jarð- ir sínar og búa þannig yfir þekk- ingu sem er afar mikilsverð fyrir þjóðminjavörsluna. A það við um staðarþekkingu og handverkskunn- áttu sem minjavarsla byggir einnig mikið á. Slíkt samstarf felur þannig í sér afar mikilvægt sóknarfæri fyr- ir landbúnað í landinu. Viðfangs- efnin em óþrjótandi og í öllum sýslum landsins. Með því að flétta saman skógrækt og minjavörslu er unnt að rækta skóg þar sem það á best við án þess að af því hljótist rask á fomleifum. Það felur í sér gott samráð og kortlagningu fornleifanna, bæði með vemdun og nýtingu í huga. Það getur reynst ómetanlegt i ferða- þjónustu sem í síauknum mæli mun byggja á menningu okkar, minjum og sögu. Þetta hefur gefið góða raun í nágrannalöndum okkar þar sem ferðaþjónusta bænda og varðveisla þjóðminja fer vel saman. Fomleifamar má nýta í leiðsögn um svæði og á gönguleiðum um landið og ræktaða skóga. Þannig getur varðveisla falið í sér nýtingu. Samstarf við bændur Mikilvægt er fyrir þjóðminja- vörsluna að hafa samstarfsmenn meðal bænda um allt land, m.a. vegna handverkskunnáttu sem þörf er á í viðgerðum gamalla húsa. Kunnátta í torf- og gijóthleðslu er mikilvæg þjóðminjavörslunni, sem og kunnátta í trésmíði, bátasmíði, málun og fleim. Því hefur verið rætt um menntunarmál bænda í hinum þverfaglega starfshópi og hafa fulltrúar Hólaskóla og Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri leitt þá umræðu. Rætt hefur verið um nýjar áherslur, bæði í landbúnaði og þjóðminjavörslu á nýrri öld, sem byggi á þekkingu á gömlu handverki, viðgerðum byggingar- sögulegra minja, staðarþekkingu og minjagripagerð. Mikilvægt sé að tekið verði tillit til þeirra þátta í menntun bænda í framtíðinni og þarf þjóðminjavarsl- an að taka þátt i því. Af því verður ómetanlegur gagnkvæmur ávinn- ingur ef vel tekst til. Þegar hafa verið lögð drög að slíku námi í Hólaskóla og í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri. Þannig verði lögð rækt við handverks- kunnáttu, söguleiðsögn og varð- veislu menningarminja í sveitum 10 - FR€VR 12/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.