Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 21

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 21
íslenskt forystufé býr yfir sjaldgæfum og dýrmætum erfðaeiginleika. 4. Að starfa að varðveislu og sjálf- bærri þróun þessarar erfðaauð- lindar. Norræni genbankinn fyrir búfé hefiir það hlutverk stuðla að sjálf- bærri nýtingu erfðalinda búfjár, sem Norðurlöndin eiga nú um stundir. Til þess að það takist þarf að vera fyrir hendi virkt samstarfs- net, milli landa og milli aðila innan stjómkerfísins, rannsóknastofnana og ræktunarfélaga. í þessu sambandi er einnig mikil- vægt að upplýsingum sé miðlað til almennings um nauðsyn þess að varðveita og hagnýta erfðalindir á skynsamlegan hátt í nútíð og framtíð Útgáfa: NGH - NYTT, tvö tölublöð á ári. Fagtímarit fyrir almenning, sam- starfsverkefni um starfsemi í bú- fjárrækt, ræktun nytjajurta og skóg- rækt, eitt tölublað á ári. Hvar Norræni genbankinn fyrir búfé hefur aðsetur hjá Búíjárstofnun- inni við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi. Póstfang: Nordisk Genbank Husdyr Postboks 5020 1432 Ás Norge. Vefsíða: www. nordgen. org Starfsmenn: Framkvæmdastjóri: Erling Fim- land. Netfang:erling.fimland @nordgen.org Upplýsingafulltrúi: Liv Lonne Dille. netfang: liv@nordgen.org Stjórn genbankans skipa: Emma Eyþórsdóttir, formaður, íslandi, Agnete Brasch, Svíþjóð, Frank Vigh-Larsen, Danmörku, Juha Kantanen, Finnlandi, og Odd Vangen, Noregi. 1 Mon Framlög ESB til landbúnaðar á árinu 2002 Fjármálaráðherrar aðildarlanda ESB hafa náð samkomulagi um framlög sambandsins til landbún- aðar árið 2002. Þau verða 44,255 milljarðar evra eða 3980 milljarð- ar króna. (Gengi evrunnar er um 90 ísl. kr.). Þessi ffamlög em 5% lægri en framlögin fyrir árið 2001. Þar mun- ar mestu að framlög vegna gin- og klaufaveiki, að upphæð einn milljarður evra, fellur nú niður og jafnframt lækka framlög til kom- ræktar um 800 milljónir evra vegna minni útflutningsbóta með komi. Af ijárveitingum til landbúnað- ar í ESB fara um tveir þriðju hlut- ar til beinna styrkja, þ.e. styrkir út á ræktarland (sk. hektarastyrkir) og styrkir út á búfé. Framleiðslu- styrkir nema síðan 25% allra styrkja, en það em útflutningsbæt- ur, niðurgreiðslur og styrkir til uppkaupa og geymslu á búvömm. Þá fara um 10% í svonefnda byggðastyrki, en á móti þeim greiðir hvert aðildarland úr eigin sjóðum jafnháa upphæð. Þetta fé er m.a. ætlað til að styrkja at- vinnuuppbyggingu í dreifbýli. Greiðslur í sjóði ESB og útborg- aðir styrkir frá sambandinu em breytilegir milli landa. Þýskaland greiddi lengi hlutfallslega mest til sambandsins en nú hefur Svíþjóð skotist upp í fýrsta sætið. Svíþjóð greiddi árið 2000 1177 milljónir evra til sambandsins, sem er 0,50 af þjóðaframleiðslu landsins, Þýskaland greiddi þá 0,47% eða 9273 milljónir evra. Þar á eftir kemur Holland með 0,44% af þjóðarframleiðslu sinni. Ur landbúnaðarsjóðum ESB þiggur Grikkland hins vegar mest eða 3,61% af þjóðarframleiðslu sinni eða 4374 milljón evrur. Portúgal fær 1,93% af þjóðarfram- leiðslu sinni, írland 1,83 og Spánn 0,86%. (Internationella Perspektiv nr. 35 og 37/2001). FR€VR 12/2001 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.