Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 13
Moli Vo tviðrasamari vetur í Norðvestur-Evrópu Vetur um norðanverða Evrópu hafa orðið votviðrasamari á síðari árum og meðalúrkoma mánuðina október til mars hefúr aukist um 10-20% frá því fyrir 100 árum, jafnvel 35% á sumum svæðum. Þessar upplýsingar koma frá Dönsku veðurstofunni, DMl. Astæða þessarar auknu úrkomu er sú að lægðum sem koma frá Atlandshafinu hefúr fjölgað á vet- uma, jafnframt því að háþrýsti- svæði, sem að jafnaði er yfir Rússlandi á vetuma, hefúr fært sig austar en þau hindmðu áður för lægðanna austur á bóginn. I Danmörku hefúr þetta leitt til þess að úrkoma í vestanverðu landinu hefúr aukist meira en í því austan- verðu. í hæsta lagi helming af þessari auknu úrkomu má skýra sem nátt- úrulegan breytileika, en hinn hlut- ann verður þá að túlka þannig að grundvallar breytingar hafi orðið á veðurfari á þessum slóðunr. (Landsbygdens Folk nr. 48/2001). prófa á hvetju ári, er mjög takmark- aður. Úrval á gmndvelli afkvæma- rannsókna verður þess vegna miklu minna hér á landi en í stærri rækt- unarhópum vegna þess að óumflýj- anlegt er að velja ætíð ákveðinn lágmarksfjölda gripa til framrækt- unar til að aukning skyldleikarækt- ar í stofninum fari ekki úr böndun- um. Vegna takmarkaðs gripafjölda verða afkvæmarannsóknir hér á landi einnig að byggja á færri dætr- um en víðast gerist annars staðar. Það þýðir að valið hér er dæmt til að verða ónákvæmara en þar. Með því að minnka þennan hóp af kvígum með miklum fjölda gripa undan heimanautum er því annað tveggja verið að fækka þeim naut- um sem mögulegt er að afkvæma- rannsaka á hverju ári eða fækka verður enn frekar fjölda dætra að baki rannsóknanna. Hvoru tveggja eru þetta afleitir kostir. Með mikilli notkun heimanauta á kvígumar er verið að minnka hinn virka stofn í ræktunarstarfmu unt- talsvert. Slík minnkun er það sem við megum síst af öllu við í ljósi þess sem að framan er rætt. Hér hafa í stuttu máli verið rædd- ir þeir annmarkar sem heimanauta- notkunin hefúr fyrir árangur hins sameiginlega ræktunarstarfs í land- inu. Ýmsir aðrir ókostir, sem fyrst og fremst bitna á þeim hverjum og einum sem stundar heimanauta- notkun, em einnig vel þekktir. Það hefur margoft verið bent á að umtalsverður munur er á gæðum þeirra gripa sem em undan heima- nautum og þeim kúm sem eiga að feðrum naut, sem notuð hafa verið i sameiginlegu ræktunarstarfi. Ljóst er að erfðaframfarir í íslenska kúastofninum hafa verið að aukast talsvert á síðustu árum. Þess vegna munum við sjá nákvæmlega sömu þróun og er mjög vel þekkt erlendis að munur á milli gripa undan heimanautum og nautunum úr sam- eiginlegu ræktunarstarfi mun fara sívaxandi með hverju ári. Hjá sumum bændum eru færð þau rök fyrir heimanautanotkun að þannig fáist samstæðari kúahópur en ella. í þessu eru ákveðin sann- indi, en hópurinn verður sam- stæðri bæði um kosti og galla. Dæmi eru um gífurlegt tjón bænda sem hafa fengið heila árganga af kvígum undan fullkomlega ónot- hæfum heimanautum. Þetta beinir athygli að öðrum þætti sem er fylgifiskur heimanautanotkunar, en það er aukinn áhætta í ræktun- arstarfínu með því að binda stóran hluta framræktunarinnar einum grip- Þjóðminjasafn... Frh. afbls. 11 Þjóðminjar okkar bera vitni um líf og starf þjóðarinnar á fyrri öld- um, og greina oft milliliðalaust og án undanbragða frá kjörum for- feðra okkar. Frá upphafi landnáms og fram á fyrstu áratugi 20. aldar var íslensk híbýlamenning einstök. í þúsund ár var hún í veigamiklum atriðum frábrugðin því sem algeng- ast var i nágrannalöndum okkar. Saga torfhúsa okkar er einnig saga íslensks landbúnaðar og sambúðar lands og þjóðar í aldanna rás. Til vitnis um þessa merku sögu eigum við fomleifar varðveittar á nánast hverri jörð í landinu. Vemdun þess- Að síðustu má nefna að meðferð hálf- eða fúllvaxinna nauta er ætíð áhættuverk og alvarleg slys í því sambandi em því miður ekki óþekkt hér á landi ffekar en í öðmm löndum. Þau atriði, sem hér em gerð að umtalsvefni, bið ég þá bændur sem hafa verið með mikla notkun á heimanautum á undanfömum árum að hugleiða og meta hvort ekki geti verið ástæða til að huga að breyt- ingum í þeim efnum, væntanlega eigin rekstri og nautgriparækt í landinu til hagsbóta. ara minja og nýting krefst samstarfs sem byggir á virðingu og þekkingu þjóðminjavörslunnar og lands- manna allra. Þjóðminjasafn Islands hefúr með umræðu í þverfaglegum hópi með fulltrúum landbúnaðar og þjóð- minjavörslu vakið athygli á rnikil- vægi þess að taka höndum saman og nýta þau sóknarfæri sem slíkt samráð er Þjóðminjavörslunni og landbúnaði á nýrri öld. Sú umræða er enn i fullum gangi og verður áhugavert að taka þátt i að efla söfn í landinu, verndun þjóðminja í góðu samstarfi við bændur og landsmenn alla. Það er allra hagur. Veffang Þjóðminjasafnsins er www.natmus.is pR€VR 12/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.