Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 33

Freyr - 01.12.2001, Blaðsíða 33
Staða og þróunarhorfur í nautgriparækt á íslandi Nýlega var kynnt skýrsla um „Stöðu og þróunar- horfur í nautgriparækt á íslandi“ sem Rannsókn- arráð ríkisins vann að beiðni Fag- ráðs í nautgriparækt. Skýrsla þessi er afar vönduð og ítarleg, 170 bls. að lengd í stóru broti. Þó að um öll mál sé þar fjallað út frá sjónarmiði nautgriparæktar þá er það jafnframt að finna miklar upplýsingar um ís- lenskan landbúnað almennt. Hluti af skýrslunni, 58. bls. að lengd, er skýrsla sérffæðinga Danska nautgriparæktarráðsins og Danska mjólkurframleiðsluráðsins um mat á tæknilegum og hagrænum þáttum á stöðu íslenskrar nautgriparæktar í alþjóðlegu samhengi o.fl. Samantekt á efni skýrslunnar fer hér á eftir. Samantekt Verðmætasköpun í nautgriparækt var um 8 milljarðar króna á árinu 1999. Hlutur búgreinar- innar er um 47% í íslenskum landbúnaði og er mjólkurfram- leiðsla stunduð á um 1.000 búum á landinu. Velta mjólkur- iðnaðarins á sama ári var um 8,5 milljarðar króna og önnuð- ust 12 vinnslustöðvar úrvinnslu mjólkurinnar. Heildarefna- hagsáhrif nautgriparæktarinnar eru talin hafa numið rúmlega 30 milljörðum króna (1998) og er talið að greinin hafí skapað ígildi nær 4.700 starfa. Árið 1998 fór Fagráð í naut- griparækt þess á leit við Rannsóknarráð íslands að gerð yrði könnun á stöðu og þróun- arhorfum í nautgriparækt hér á landi. Sérstök áhersla yrði lögð á að meta þörf greinarinnar fyr- ir þjónustu á sviði rannsókna, leiðbeininga og fræðslu. Rannsóknarráð skipaði sérstaka úttektamefnd með bréfi dagsettu 16. október 1998 til að hafa umsjón með úttektinni. Nefndina skipuðu þau dr. Einar Matthíasson markaðs- og þróunarstjóri Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, formaður, Anna Margrét Jónsdóttir gæðastjóri Ný- kaupa, Hjörtur Hjartarson bóndi, dr. Jón Viðar Jónmundsson naut- griparæktarráðunautur Bændasam- taka Islands, dr. Júlíus Birgir Krist- insson rannsóknastjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Pétur Diðriksson bóndi og dr. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands. Með nefndinni störfuðu af hálfu Rannsóknarráðs íslands, dr. Kristján Kristjánsson og af hálfu Hagþjónustu landbúnaðarins, Jónas Bjamason MBA. Markaðsleg staða mjólkur er sterk Markaðsleg staða mjólkur og mjólkurafúrða er mjög sterk hér á landi. Heildarmagn mjólkur, nýtt til ffamleiðslu og sölu mjólkurvara, var um 349 lítrar á íbúa á árinu 2000. Þróun í átt til neyslu magurra afurða hefur þó valdið umfram- framleiðslu á fitu. Heildarinnlegg til mjólkursamlaganna nam 104 milljónum lítra á árinu 2000. Und- anfarinn áratug hefúr framleiðsla nautgripakjöts verið að meðaltali nær 3.400 tonn á ári eða um 12,5 kg á íbúa. Hlutfall nautgripakjöts í heildarkjötsölu hefur verið að með- altali um 20% á ári á tímabilinu. Starfsumhverfi greinarinnar heíúr töluvert breyst undanfarin ár og hef- ur þróun verið til fækkunar búa (og stækkunar) á þeim tíma. Á tímabilinu 1991-2000 fækkaði mjólkurinnleggj- endum úr 1.509 í 1.039 eða um 31 %. Þetta hefúr leitt til þess að um 700 sérhæfð kúabú framleiða nú yfír 80% allrar mjólkur í landinu. Meðalinnvigtun á ffamleiðanda hefúr þannig vaxið úr 69.920 lítmm 1991 í 100.120 lítra árið 2000. Á sama tíma hefúr mjólk- ursamlögum fækkað úr 15 í 12. Afkoma kúabænda hefúr batnað á allra síðustu árum, en er þó lítt samkeppnisfær miðað við aðrar atvinnugreinar. Mjólkurframleiðsla er at- vinnugrein sem býr við opinbera framleiðslustýringu og nýtur fjárframlags úr ríkis- sjóði í formi beingreiðslna. Auk ríkisstuðnings eru bændur verndaðir fyrir samkeppni frá innflutningi að öðru leyti en því sem fram kemur í alþjóðlegum skuldbindingum. Við þessar að- stæður hefur framleiðslustýr- ingin náð að tryggja jafnvægi á pR€VR 12/2001 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.