Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 42

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 42
Hvað geta búfraðlnemar lait um hross ð Hvanneyrl? Nokkur orð um nám og kennslu í hrossarækt við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í tilefni að fimmtíu ára afmæli námsins Inngangur í bókinni Bættir eru bænda hættir á bls. 113, sem gefin var út árið 1968, kemst Gunnar Bjarnason kennari og hrossarækt- arráðunautur svo að orði: „Mér varð það strax ljóst í upp- hafi þessarar endurvakningar, að nauðsynlegt var að stofna ein- hvers konar reiðskóla í landinu fyrir nýju kynslóðirnar í sveitum landsins, sem ólust nú upp við störf í sæti dráttarvélar í stað söð- ulsins áður fyrr. Við stofnuðum því vísi að reiðskóla og tamn- ingastöð fyrir nemendur Bænda- skólans á Hvanneyri veturinn 1950-1951, og hefur starfssemin verið óslitin síðan.“ A síðasta ári voru því um fimmtíu ár síðan tekin var upp kennsla í tamningum og hesta- mennsku á Hvanneyri. Það var Gunnar Bjarnason, kennari í bú- fjárrækt, sem var þar frumkvöð- ull, en áður hafði hrossarækt ver- ið kennd sem hluti af búfjárrækt við skólann. Hann sá þörfina, sem var að skapast, fyrir góða tainningamenn, samfara aukinni eftirspurn eftir íslenska reiðhest- inum innanlands og erlendis. Hann var þá þegar farinn að kynna íslenska hestinn erlendis og vinna þar að markaðsmálum með góðum árangri. Hann sýndi í starfi þessu útsjónarsemi, dugn- að og elju og uppskar góðan árangur, þakkir og viðurkenningu samferðamanna sinna. Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru síðan kennsla í hesta- mennsku hófst hefur tjöldi nem- enda stundað nám á Hvanneyri með hrossarækt sem aðal áhuga- svið. Margir af þekktustu tamn- ingamönnum landsins hafa feng- ið þar dýrmæta reynslu og bund- ið tryggð við hinn íslenska gæð- ing. Almenna búnaðarnámið er tveggja ára nám sem skipt er í fjórar námsannir. Þar eru kennd- ar allar grunngreinar búfræðinn- ar, sem eru jafn nauðsynlegur grunnur fyrir hrossaræktar- og tamningamanninn, eins og naut- gripa- og sauðfjárbóndann. I þessari grein ætlum við að víkja aðeins að því hvað nemendum í almennu búnaðamámi við LBH stendur til boða varðandi nám í hestamennsku og hrossarækt. 1. ÖNN Á fyrstu námsönn taka allir nemendur þriggja eininga bók- legan og verklegan áfanga í al- mennri búfjárrækt. Þar er fjallað um gmndvallaratriði í fóðurfræði og helstu fóðurefni og fjallað um meltingarstarfsemi einmaga dýra. Kynntar eru helstu fóðurtegundir. Farið er í undirstöðuatriði fóðr- unar og hirðingar hrossa og helstu hrossasjúkdóma. Þá em eftir Sigtrygg Björnsson kynntir byggingadómar hrossa. Kennsluefnið í þessum áfanga er aðallega bókin Búfjárrækt I, eftir Runólf Sigursveinsson og Sverri Heiðar, en auk þess eru notaðar greinar úr Frey, Eiðfaxa o.fl. 2. ÖNN, NÁMSDVÖL Á KENNSLUBÚI Á vegum LBH em um 80 kennslubú víðsvegar um land, og á nokkuð mörgum þeirra er stunduð hrossarækt. Einstaklingur, sem leggur áherslu á hrossarækt í námi sínu, fer á kennslubú til þriggja mánaða námsdvalar þar sem hrossarækt er umtalsverð og tamningar stundaðar samhliða öðmm bú- | 38-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.