Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 17
Heimsmeistaramót í HESTAÍÞRÓTTUM Hápunktur hestamótahalds var heimsmeistaramótið í hestaíþrótt- um sem var haldið í Stadl Paura í Austurríki. íslendingar sendu öfluga sveit sem stóð undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Fjórum heimsmeistaratitl- um var landað auk annarra verð- launa sem einnig teljast með. Hér er tekinn saman árangur knapa og hesta í helstu keppnis- greinum í forkeppni og úrslitum á stærstu félags- og stórmótunum á Islandi á árinu 2000. Að þessu sinni er sleppt nokkrum kapp- reiðagreinum vegna þess að þátt- taka var ekki nógu almenn til að hægt væri að ná nægum fjölda til samanburðar. Einungis var tekinn með árangur á mótum á Islandi. Ómögulegt er að elta uppi árang- ur íslenskra knapa á erlendri grund. Islenskir knapar fara víða og sífellt heyrast afrekssögur af þeim í útlöndum, en ekki er mögulegt ennþá að taka árangur þeirra með. Sem fyrr er tekið fram frá hvaða félagi gæðingar í A- og B-flokki eru en annars hvert er félag knapans. Til að fá upplýsingar um úrslit móta í sumar var leitað til for- manna stærstu hestamannafélag- anna á Islandi og einstaklinga sem höfðu upplýsingamar undir höndum. Nauðsynlegt reyndist að kanna upplýsingar frá tæplega eitt hundrað hestamótum og komust afrek tuttugu og átta hestamóta á lista. Hross dæmdust mismunandi vel á mótum. Það er eðlilegt að knapar og hross nái góðum árangri á Islandsmóti og öðmm stórmótum. Margir góðir hestar á sama móti auka keppn- ina og knapar og hestar leggja sig fram og árangur batnar. Þannig er það í öðmm íþróttum og hið sama gildir um hestaíþróttir af öllu tagi. Knapi var Páll B. Pálsson. Eink- unnin var 9,28 og dugði þó ekki til sigurs á mótinu því að eink- unnina fékk Sif í forkeppni en í úrslitum náðu Skafl frá Norður- Hvammi og Sigurður Sigurðar- son 9,13 og sigmðu á mótinu. Einkunnin 9,28 er ein hæsta einkunn sem hross hefur fengið í A-flokks keppni. Súla frá Bjarna- stöðum og Hugrún Jóhannsdóttir náðu 9,01 á Murneyri. Súla var keppnishross á Heimsmeistara- mótinu í Austurríki og keppir því ekki oftar á Islandi. Einkunnir A- flokks hesta liggja töluvert hærra en í fyrra. Þá var hestur með tut- tugustu hæstu einkunnina 8,66 en nú 8,79. Frekar er ólíklegt að A- flokks hestar hafi batnað þetta mikið milli ára, en búast má við enn hærri einkunnum á lands- mótsárinu 2002. B-flokkur gæðinga Einkunnir B-flokks hesta vom á svipuðu róli og í fyrra, en hafa hækkað töluvert frá árinu 1998. Stóðhesturinn Kjarkur frá Egils- staðabæ fékk hæstu einkunnina á Kóngur frá Mið-Grund og Sigurbjörn Bárðarson á íslandsmóti 2001. Kjarkur frá Egilsstaðabæ og Sig- urður V. Matthíasson á gæðinga- keppni Fáks 2001. A-flokkur gæðinga Fyrstu verðlauna hryssan Sif frá Flugumýri fékk hæstu eink- unn í A-flokki í sumar á Fáka- flugi 2001 á Vindheimamelum. Freyr 1/2002-13 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.