Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2002, Page 17

Freyr - 01.01.2002, Page 17
Heimsmeistaramót í HESTAÍÞRÓTTUM Hápunktur hestamótahalds var heimsmeistaramótið í hestaíþrótt- um sem var haldið í Stadl Paura í Austurríki. íslendingar sendu öfluga sveit sem stóð undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Fjórum heimsmeistaratitl- um var landað auk annarra verð- launa sem einnig teljast með. Hér er tekinn saman árangur knapa og hesta í helstu keppnis- greinum í forkeppni og úrslitum á stærstu félags- og stórmótunum á Islandi á árinu 2000. Að þessu sinni er sleppt nokkrum kapp- reiðagreinum vegna þess að þátt- taka var ekki nógu almenn til að hægt væri að ná nægum fjölda til samanburðar. Einungis var tekinn með árangur á mótum á Islandi. Ómögulegt er að elta uppi árang- ur íslenskra knapa á erlendri grund. Islenskir knapar fara víða og sífellt heyrast afrekssögur af þeim í útlöndum, en ekki er mögulegt ennþá að taka árangur þeirra með. Sem fyrr er tekið fram frá hvaða félagi gæðingar í A- og B-flokki eru en annars hvert er félag knapans. Til að fá upplýsingar um úrslit móta í sumar var leitað til for- manna stærstu hestamannafélag- anna á Islandi og einstaklinga sem höfðu upplýsingamar undir höndum. Nauðsynlegt reyndist að kanna upplýsingar frá tæplega eitt hundrað hestamótum og komust afrek tuttugu og átta hestamóta á lista. Hross dæmdust mismunandi vel á mótum. Það er eðlilegt að knapar og hross nái góðum árangri á Islandsmóti og öðmm stórmótum. Margir góðir hestar á sama móti auka keppn- ina og knapar og hestar leggja sig fram og árangur batnar. Þannig er það í öðmm íþróttum og hið sama gildir um hestaíþróttir af öllu tagi. Knapi var Páll B. Pálsson. Eink- unnin var 9,28 og dugði þó ekki til sigurs á mótinu því að eink- unnina fékk Sif í forkeppni en í úrslitum náðu Skafl frá Norður- Hvammi og Sigurður Sigurðar- son 9,13 og sigmðu á mótinu. Einkunnin 9,28 er ein hæsta einkunn sem hross hefur fengið í A-flokks keppni. Súla frá Bjarna- stöðum og Hugrún Jóhannsdóttir náðu 9,01 á Murneyri. Súla var keppnishross á Heimsmeistara- mótinu í Austurríki og keppir því ekki oftar á Islandi. Einkunnir A- flokks hesta liggja töluvert hærra en í fyrra. Þá var hestur með tut- tugustu hæstu einkunnina 8,66 en nú 8,79. Frekar er ólíklegt að A- flokks hestar hafi batnað þetta mikið milli ára, en búast má við enn hærri einkunnum á lands- mótsárinu 2002. B-flokkur gæðinga Einkunnir B-flokks hesta vom á svipuðu róli og í fyrra, en hafa hækkað töluvert frá árinu 1998. Stóðhesturinn Kjarkur frá Egils- staðabæ fékk hæstu einkunnina á Kóngur frá Mið-Grund og Sigurbjörn Bárðarson á íslandsmóti 2001. Kjarkur frá Egilsstaðabæ og Sig- urður V. Matthíasson á gæðinga- keppni Fáks 2001. A-flokkur gæðinga Fyrstu verðlauna hryssan Sif frá Flugumýri fékk hæstu eink- unn í A-flokki í sumar á Fáka- flugi 2001 á Vindheimamelum. Freyr 1/2002-13 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.