Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 47

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 47
Pollaflokkurinn á tilraunamóti Átaksverkefnisins, sem haldið var í september á Víðivöllum, vakti mikta lukku og þarna er sá yngsti, aðeins þriggja ára á gæðingnum sínum, Aiexander F. Þórisson úr Mána. (Ljósm. Eirikur Jóns- júní nk. Stefnt er að því að í framtíðinni komi öll kynbó- tahross til dóms og sett mark- mið um að árið 2004 komi 20% úr hverjum árgangi til dóms, en nú skilar sér mun lægra hlutfall þeirra til dóms. Þá er stefnt að því að allt skýrsluhald í hrossarækt verði rafrænt og að alþjóðlegu kyn- bótamati (BLUP) verði komið á út um allan heim. Fagmennska í tamningu og þjálfun. Stefnt er að innleið- ingu á gæðastefnu í tamningu og þjálfun, auk þess sem væntingar standa til þess að fyrstu fimm stig reiðmennsku- náms verði hluti af framhalds- skólakerfi landsmanna. Sam- hliða þessu verður próf fyrir tamningamenn, þjálfara og meistara endurskoðað og það árangursríka tilraunastarf, sem verið hefur í kynningu á ísl- enska hestinum, gert að föst- um lið í starfsemi grunnskóla landsins fyrir árslok 2001. Fagmennska í sölu og kynn- ingu. Væntingar standa til þess að auka útflutningsverð- mæti hrossa um 200 millj. kr. á næstu fjórum árum. Þar spilar innleiðing gæðastefnu stórt hlutverk, ásamt markaðs- áætlun (alls útflutnings) sem ætlað er að ramma inn allt sameiginlegt markaðsstarf við útflutninginn. Stefnan er jafn- framt sett á frekari útbreiðslu á íslenska dómkerfinu og Ver- aldar-Feng sem m.a. eiga, ásamt Eiðfaxa neti ehf., að skapa Islandi afgerandi for- ystuhlutverk í ræktunar- og upplýsingamálum. Imynd ísl- enskra hestamanna meðal al- mennings á Islandi má bæta og í framtíðinni er stefnt að frekari tengingu hennar við útivist, jákvæð uppeldisáhrif á börn og landkynningu. son). * Fagmennska í notkun ís- Ienska hestsins. Opna þarf leið fyrir almenna hestamenn að margvíslegri fræðslu og þjálfun, m.a. með töku stöðu- prófa til að setjast á skólabekk í fræðslukerfi hestamanna. Markmiðið er að bjóða hesta- iðkendum aðgang að formlegu símenntunarkerfi fyrir árslok 2002 þar sem m.a. verður lögð áhersla á hvers kyns fræðslu og þjálfun tengt notkun og umgengni við íslenska hestinn. * Stærð hrossastofnsins m.v. markaðsaðstæður, ræktun- armarkmið og markmið um sjálfbæra nýtingu. Stefnt er að þátttöku um 100 hrossa- ræktenda í gæðastýringu í landnýtingu árið 2004 en árið 2000 tók 21 ræktandi þátt. Mikilvægt er að kynna gæða- stýringuna vel og ná almennri þátttöku í henni. Að auki þarf að leita leiða til að auðvelda hestaeigendum að afsetja hross til slátrunar. * Félagsleg samstaða hrossa- bænda og hestamanna. Skipulag félagskerfisins þarf að stuðla að hagkvæmni og góðu samstarfi og er stefnt að skoðun á núverandi kerfi sem leiði til úrbóta á því á árinu 2002. Skýra þarf verkaskipt- ingu vegna landsmóta og leita þarf tækifæra til að samhæfa og einfalda núverandi móta- kerfi hestamanna. Arðsemi íslenska hestageir- ans. Mikilvægt er að hægt sé að meta arðsemi geirans eða a.m.k. að leiða að því likur hvert virði hans sé fyrir ísl- enskt samfélag og hver árang- ur hans sé á hverjum tíma. Hins vegar fer í dag ekki fram nein markviss opinber söfnun á hagrænum gögnum um geir- ann, auk þess sem vitað er að nokkuð af starfsemi hans er „ekki uppi á yfirborðinu". Þessu þarf að breyta og er stefnt að fyrsta mati á arðsemi geirans árið 2003. Jafnframt þarf að skoða möguleikana á að einfalda skatta- og tollamál, lækka tolla og kjötskatta til út- flutningslanda íslands og Freyr 1/2002-43 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.