Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 18
Valíant frá Heggsstöðum og Hafliði Halldórsson íslandsmóti 2001. opnu gæðingamóti Fáks 9,18 og var knapi Sigurður V. Matthías- son. Þeir félagar kepptu ekki mikið í sumar en búast má við þeim bíspertum á keppnisvöllun- um á landsmótsárinu 2002. Hestar, sem Sigurður Sigurðar- son, sýndi fengu oft góðar einkunnir í sumar. Sigurður var með marga stórgóða gæðinga í klofinu og er með hesta í 2. og 3 sæti yfir þá hæst dæmdu í B- flokki. Fífa frá Brún fékk 9,13 á Fákaflugi 2001 og Númi frá Miðsitju 9,07 á Fákaflugi 2001. Tölt Tölteinkunnir voru töluvert lægri á árinu 2001 en árið 2000. Einkunnir lágu á bilinu 7,88-9,08 fyrir tuttugu hæst dæmdu knap- ana árið 2000 en á bilinu 7,65- 8,28 á árinu 2001. 16 knapar fengu hærri einkunn en 8,00 á ár- inu 2000 en einungis 6 á árinu 2001. Einkennilegt þegar tekið er tillit til þess að einkunnir í fjór- gangi hækkuðu milli ára og eins hitt að B-flokks gæðingar, sem mörgum hverjum er rennt í tölt, halda sínum einkunnum milli ára. Þeir félagar Sigurbjörn Bárðar- son með Kóng frá Mið-Grund og Hafliði Halldórsson með Valíant fengu báðir einkunnina 8,28 á ár- inu. Hafliði var krýndur heims- meistari í tölti á Valíant og sést því ekki oftar á keppnisvöllum á íslandi, en Kóngur er framtíðar- hestur hjá Sigurbirni og mjög lík- legur heimsmeistarakandídat. Slaktaumatölt Slaktaumatölt hefur hægt og sígandi náð vinsældum á íslandi. Einkunnir hækkuðu töluvert milli ára úr 6,37-7,65 fyrir árið 2000 í 6,53-8,03 fyrirárið 2001. Sigurbjörn Bárðarson er með hæstu einkunn ársins á Hirti frá Hjarðarhaga með 8,03 og svo aftur í þriðja sæti með Húna frá Torfunesi með 7,67 en Sveinn Ragnarsson landsliðsknapi fékk 7,90 á Brynjari frá Argerði og er með næst hæstu einkunnina. Fjórgangur Fjórgangurinn skilaði sér vel og hækkuðu einkunnir nokkuð frá árinu á undan. Einkunnir lágu á bilinu 7,03-7,66 á árinu 2000 en 7,14-7,85 á árinu 2001. Hæstu dæmdu hestarnir þrír eru enn á landinu og munu ef- laust koma fram á stórmótum á næstu árum. Berglind Ragnars- dóttir og Bassi frá Möðruvöllum fengu hæstu einkunnina 7,85 á íslandsmótinu í Mosfellsbæ og Bassi frá Möðruvöllum og Berglind Ragnarsdóttir á íslandsmóti 2001. | 14-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.