Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2002, Side 18

Freyr - 01.01.2002, Side 18
Valíant frá Heggsstöðum og Hafliði Halldórsson íslandsmóti 2001. opnu gæðingamóti Fáks 9,18 og var knapi Sigurður V. Matthías- son. Þeir félagar kepptu ekki mikið í sumar en búast má við þeim bíspertum á keppnisvöllun- um á landsmótsárinu 2002. Hestar, sem Sigurður Sigurðar- son, sýndi fengu oft góðar einkunnir í sumar. Sigurður var með marga stórgóða gæðinga í klofinu og er með hesta í 2. og 3 sæti yfir þá hæst dæmdu í B- flokki. Fífa frá Brún fékk 9,13 á Fákaflugi 2001 og Númi frá Miðsitju 9,07 á Fákaflugi 2001. Tölt Tölteinkunnir voru töluvert lægri á árinu 2001 en árið 2000. Einkunnir lágu á bilinu 7,88-9,08 fyrir tuttugu hæst dæmdu knap- ana árið 2000 en á bilinu 7,65- 8,28 á árinu 2001. 16 knapar fengu hærri einkunn en 8,00 á ár- inu 2000 en einungis 6 á árinu 2001. Einkennilegt þegar tekið er tillit til þess að einkunnir í fjór- gangi hækkuðu milli ára og eins hitt að B-flokks gæðingar, sem mörgum hverjum er rennt í tölt, halda sínum einkunnum milli ára. Þeir félagar Sigurbjörn Bárðar- son með Kóng frá Mið-Grund og Hafliði Halldórsson með Valíant fengu báðir einkunnina 8,28 á ár- inu. Hafliði var krýndur heims- meistari í tölti á Valíant og sést því ekki oftar á keppnisvöllum á íslandi, en Kóngur er framtíðar- hestur hjá Sigurbirni og mjög lík- legur heimsmeistarakandídat. Slaktaumatölt Slaktaumatölt hefur hægt og sígandi náð vinsældum á íslandi. Einkunnir hækkuðu töluvert milli ára úr 6,37-7,65 fyrir árið 2000 í 6,53-8,03 fyrirárið 2001. Sigurbjörn Bárðarson er með hæstu einkunn ársins á Hirti frá Hjarðarhaga með 8,03 og svo aftur í þriðja sæti með Húna frá Torfunesi með 7,67 en Sveinn Ragnarsson landsliðsknapi fékk 7,90 á Brynjari frá Argerði og er með næst hæstu einkunnina. Fjórgangur Fjórgangurinn skilaði sér vel og hækkuðu einkunnir nokkuð frá árinu á undan. Einkunnir lágu á bilinu 7,03-7,66 á árinu 2000 en 7,14-7,85 á árinu 2001. Hæstu dæmdu hestarnir þrír eru enn á landinu og munu ef- laust koma fram á stórmótum á næstu árum. Berglind Ragnars- dóttir og Bassi frá Möðruvöllum fengu hæstu einkunnina 7,85 á íslandsmótinu í Mosfellsbæ og Bassi frá Möðruvöllum og Berglind Ragnarsdóttir á íslandsmóti 2001. | 14-Freyr 1/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.