Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 16
Bestf árangur í kapp- ralðum sumarlð 2001 Miðlægur gæðinga- og af- reksknapagagnabankier orðinn að veruleika. Þetta er því sennilega síðasta skiptið sem samantekt mín á afrekum knapa og hesta birtist í Frey. Vonandi segi ég, því að fram- tíðin er auðvitað sú að hesta- menn geti kannað upplýsingar um öll hestamót á Islandi á ein- um stað á Internetinu. Nefnd á vegum Landsambands hestamannafélaga hefur í sam- vinnu við Hestamiðstöð Islands og Bændasamtök Islands látið hanna forrit sem verður í eigu hestamiðstöðvar Islands en unnið af Bændasamtökum Islands. For- ritið verður væntanlega sett á Internetið fyrir ársloka 2001 og geta mótshaldarar sótt það þang- að, notað á sínum mótum og sent upplýsingar úr mótahaldi til Landssambands hestamanna- félaga. Landsþing Landsambands hestamannafélaga samþykkti að þetta kerfi verið hið eina sem má nota ef úrslit móts teljist gild. Knapi og hestur verða grunnskráðir hjá Bændasamtök- um Islands í Feng og þangað verða upplýsingamar sóttar í hvert skipti sem annar hvor ætlar á mót. Það þýðir að upplýsing- arnar verða réttari og einfaldari í notkun. Þetta kerfi er komið til að vera og vonandi sjá menn þá kosti sem það hefur í för með sér og nota það frá byrjun. Eins er nauðsynlegt að skýrsl- um sé skilað fljótt til LH gengum þetta nýja kerfi. Hugsanlega verða mót í útlönd- um tekin með ef samstarf næst við hestamótahaldara í aðaild- arlöndum FEIF, Félags eigenda og vina íslenska hestsins. Mótahald á íslandi breyttist töluvert sumarið 2001. Kappreið- um, utan skeiðs, var nánast út- rýmt. Vissulega er enn keppt í 150 og 250 metra skeiði og 100 metra hraðskeið er að öðlast tölu- verðar vinsældir á íslandi, en stökk og brokk eru smám saman að hverfa, Dómsmál gæðinga- keppninnar breyttist töluvert. Fimm manna dómaragengi fmn- ast varla og hafa-tveggja manna dómaragengi orðið æ vinsælli. Einstaklingar tóku að sér að halda Islandsmót og gekk það mjög vel. Islandsmótahaldi var skipt þannig að ungknapar kepptu á móti í Hafnarfirði, en ungmenni og ful- lorðnir í Mosfellsbæ. A landsþin- gi Landssambands hestaman- nafélaga 2001 var samþykkt að ungmenni kepptu í framtíðinni með öðrum ungknöpum. Mótahaldi lauk með tilraunamóti Ataks í hestamennsku þar sem prófaðar voru ýmsar tillögur, jafnt hörð keppni sem og glenskeppni sem gæti aukið þátttöku al- mennings í hestamótahaldi. Hugs- anlega munu áhorfendur taka meiri þátt í framtíðarhestamótum. Siffrá Flugumýri og Páll B. Pálsson á Vlndheimamelum 2001. (Ljósmyndir tók Eiríkur Jónsson). j 12-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.