Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 58

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 58
um skilyrðum á skráningu, þ.e. skráningu á fyljun, fangi og ör- merkingu. Þannig er með auð- veldum hætti hægt að sjá hvort folöld eru gæðavottuð eða ekki og sjá gögnin sem standa að baki vottuninni. Annar stór þáttur í WorldFeng eru kynbótasýningar. I upphafi ársins 2002 er þeim þætti að mestu lokið. Þannig geta aðildar- lönd FEIF, sem eru áskrifendur að WF, skráð inn kynbótasýning- ar á þessu ári beint í gagnagrunn- inn. Strangar reglur eru um skráningu á hrossum inn í World- Feng og geta t.a.m. erlendir skrá- setjarar ekki skráð folald nema foreldra sé hægt að rekja beint til íslands. Verkefni framundan Á árinu 2002 eru mörg spenn- andi verkefni fyrirhuguð. I upp- hafi ársins verður bætt við mynd- um vegna litaverkefnis sem styrkt var af Stofnverndarsjóði. Það verður unnt að fletta upp myndum samkvæmt litarnúmer- um, þannig að með auðveldum hætti er hægt að átta sig á hvaða litanúmer er rétt fyrir hvert hross. Annað verkefni er vegna rækt- unarnafna en á þessu ári verður opnað fyrir skráningu á ræktunar- nöfnum í Feng. Þá geta hrossa- ræktendur í þéttbýlinu skrásett ræktunarnöfn samkvæmt ákveðn- um reglum þar um. Ræktunar- nöfn má nota í stað uppruna- nafna, þar sem aðeins má nota nafn á lögbýlum fyrir uppruna. Þriðja verkefnið og umfangs- mesta verður vegabréf hrossa, en nú liggur fyrir lagabreyting um að í stað upprunavottorða verði gefin út vegabréf fyrir hross. Þetta er í samræmi við reglur Evrópusambandsins þar um og hafa vegabréf með þessum hætti verið gefin út í allnokkur ár í hel- stu Evrópulöndum. Hrossarækt- endur, sem hafa flutt út hross, hafa fengið upprunavotturð á ís- landi en síðan hafa kaupendur hrossanna þurft að fá vegabréf í því landi sem hrossið var flutt til. Þannig skapast aukakostnaður sem er komið í veg fyrir með þeirri lagabreytingu sem liggur fyrir. Mikill áhugi er á þessu máli hjá aðildarlöndum FEIF en þeir sjá lausn á þessu fyrir sig með því að nýta eitt samræmt tölvuk- erfí, þ.e. WorldFeng til útgáfu þessara vegabréfa sem jafnframt yrði þá miðlæg skráning á vega- bréfum. Annað stórt verkefni er al- þjóðlegt kynbótamat en með WorldFeng hefur verið byggður upp fjölþjóðlegur gagnagrunnur sem er forsenda þess að hægt sé að reikna út slíkt mat. Á þessu ári er ætlunin að breyta litarnúm- erinu úr fjögurra stafa í sex stafa númer en með því að breyta númerinu í kerfinu þarf að flytja gömlu númerin yfir á ný númer. Upplýsingum um afkvæmahrys- sur í áranna rás á einnig eftir að bæta í gagnagrunn WorldFengs. Þá eru uppi hugmyndir um að búa til sérstakan sýningarpakka vegna kynbótasýninga til að geta með auðveldum og skýrum hætti birt niðurstöður kynbótasýninga á mótsstað, á skjávarpa eða á tölvuskjá. Þarna yrðu um sjálf- virkan sýningarpakka að ræða sem væri sjálfvirkt í gangi með- an á sýningu stendur og birti efstu hross í hverjum flokki o.s.frv. Á árinu 2002 er einnig ætlunin að bæta við í gagnagrunninn myndabanka Bændasamtakanna sem nú er að finna í Islandsfeng. Þar er um að ræða rösklega 2000 ljósmyndir af þekktum hrossum. Niðurlag Staða WorldFengs verkefnisins í dag er ágæt. Allir helstu áfan- gar, sem lagt var upp með, hafa náðst og mikilvægir áfangar eru framundan til að reka á smiðs- höggið. Nú þegar hafa níu lönd gerst áskrifendur að kerfinu en það eru Austurríki, Belgía, Bret- land, Finnland, Holland, Luxem- burg, Noregur, Sviss og Svíþjóð. Þarna eru stærstu löndin Svíþjóð, Holland og Noregur. Á næsta ári stefna Danmörk og Þýskaland að því að gerast áskrifendur. Á janúar á þessu ári verður haldinn fundur með Þjóðverjum þar sem rætt verður um mögu- leika á að flytja gögn úr gagna- grunni IPZV inn í WorldFeng og með hvaða hætti megi eiga sam- starf um gagnagrunna þessara ríkja. í upphafi árs 2002 eru um 150 áskrifendur komnir með skoð- andaaðgang að WorldFeng. Meirihlutinn eru íslenskir áskrif- endur, eða rúmlega 100. Vonandi fjölgar áskrifendum verulega þegar gögn hafa verið t.d. lesin inn frá Svíþjóð, en Svíar hafa samið við Bændasamtökin um innlestur á öllum sænska gagna- grunninum en töluverð vinna er í að umnúmera hross í þeim grunni. Með aukinni skráningu aðildarlanda FEIF eykst notagil- di WorldFengs fyrir hrossarækt- endur um allan heim. Hingað til hafa Svisslendingar verið dug- legastir við innskráningu á hrossum en þeir hafa skráð yfir 400 hross í grunninn, en fast á hæla þeim koma Finnar með um 300 hross. Á heildina litið má segja að WorldFengs verkefnið standi vel í upphafi þessa árs. Miklir vax- tarmöguleikar eru fyrir hendi og ljóst að WorldFengur hefur fest sig í sessi sem eini viðurkenndri gagnagrunnur um íslenska hest- inn í heiminum. Það styrkir stöðu Islands sem upprunaland íslenska hestsins. I 54-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.