Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 50

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 50
þegar hafin í Noregi og Austur- ríki, auk þess sem öll hross, sem dæmd voru á Heimsmeistaramót- inu í Austurríki, voru skráð beint inn á gagnagrunninn. Gagna- grunnurinn hefur vakið athygli erlendis og er einstakur í sinni röð fyrir eitt hestakyn. Upprunaland ÍSLENSKA HESTSINS Þótt það virðist liggja í augum uppi að upprunaland íslenska hestsins sé Island er ekki sjálf- gefið að svo sé. Hlutverk upp- runalands er að hafa forystu um ræktunarmál kynsins og önnur mál er snerta hestakynið beint. Unnið hefur verið að því að fá reglugerð þess efnis samda og viðurkennda, fyrst á íslandi og FEIF og þar á eftir í stofnunum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi var undirrituð í ágúst á Islandi og er nú til undirritunar í Molar Heimsmarkaður fyrir JÓLATRÉ FER VAXANDI Heimsmarkaður fyrir jólatré vex um u.þ.b. 1-2% á ári um þessar mundir. Útbreiðsla jóla- trjáa er í stórum dráttum hin sama og kristinnar trúar. Und- antekning er þó Japan og fleiri lönd í Austur-Asíu. Þar eru jóla- tré þó ekki sett upp á heimilum fólks, heldur einkum hjá fyrir- tækjum og á opinberum stöðum. í Japan eru seld um 500 þús- und jólatré árlega og mest af þeim er flutt inn, einkum frá Norður-Ameríku en einnig frá Nýja-Sjálandi, Ástralfu og Dan- mörku. í Danmörku eru um 4 þúsund ræktendur jólatrjáa sem höggva árlega meira en 10 milljón tré og verðmæti þeirra er meira en Brussel. Sem dæmi má nefna er að upprunaland norska fjarða- hestsins er í dag Belgía svo að þarna var mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Eiðfaxi net ehf. Eiðfaxi net var stofnaður á síð- ustu vikum síðasta árs. Átaks- verkefnið á þar 5 milljón króna hlut. Að auki eiga þar hlut Hestamiðstöð Islands og Eiðfaxi ehf. Fyrirtækið er stofnað um rekstur fréttarásar og er ætlað að vera aðalgátt íslenskra hesta- áhugamanna, á Islandi sem og er- lendis. Þeim tilgangi skal ná með því að vera þarna með fjöl- breytt afþreyingarefni, fréttir, fræðslu og fróðleik, auk upplýs- inga um þá sem selja hross og þjónustu þeim tengdum. Eiðfaxi net hefur náð athyglisverðum árangri í heimsóknarfjölda á net- inu og hefur lengst af verið á allra annarra skógarnytja í Dan- mörku. Jólatrjáahefðin er mjög sterk í Norður-Evrópu. í Svíþjóð setja um 75% heimila upp jólatré og í Noregi eru þau enn algengari. Jólatré eru þó hvergi vinsælli en í Póllandi en þar eru jólatré sett upp á 90% heimila, þar af koma 400 þúsund tré frá Danmörku árlega. í Þýskalandi eru jólatré nálægt því jafn vinsæl og á Norðurlönd- unum og þangað fer um helm- ingur allra danskra jólatrjáa. Lifandi jólatré eiga í verulegri samkeppni við plastjólatré, en hlutur þeirra síðarnefndu fer sívaxandi. í Bandaríkjunum og Bretlandi er um helmingur jóla- trjáa úr plasti. (Internationella Perspektiv nr. 39/2001). meðal 10 mest heimsóttu heimasíðna á Islandi. Landsmót ehf. Átaksverkefnið stuðlaði að stofnun Landsmóts ehf. á haust- dögum 2000. Átaksverkefnið lagði fram styrk til starfsemi hins nýja félags í formi vinnufram- lags starfsmanns. Hafði hún um- sjón með gerð heimasíðu Lands- mótsins og gerð bæklings fyrir Landsmótið og var það hugsað þar til starfsmaður hefði verið ráðinn til Landsmótsins. Verk- efnisstjóri var svo ráðinn á haustdögum. Markaðsmál Á verkefnalista Átaksins er einnig að samræma markaðsstarf í Bandaríkjunum til að efla þar einn mest vaxandi markað fyrir íslenska hestinn erlendis. Starfs- maður verkefnisins gerði frum- könnun á möguleikum til aðgerða á þeim vettvangi og átakið réð í framhaldi af því sérfræðing í ímyndar- og markaðsmálum sér til fulltingis. Er nú unnið að stefnumótun fyrir þann málaflokk sérstaklega og og bindur Átaksverkefnið miklar vonir við þetta verkefni og er reynt að flýta því eftir megni. Önnur verkefni Að auki vann átaksverkefnið að ýmsum öðrum smærri verkefnum. Það vann að því að styttadvöl í sóttkví á íslenskum hestum fluttum til Bandaríkjanna. Á því hefur ekki enn fengist alger lausn en skref í þá átt er að nú þarf ekki lengur að taka blóðsýni úr hveijum hesti er til Bandaríkjanna kemur til að leita að sjúkdómum sem eru ekki til á Islandi. Að auki var á stefnuskrá Átaksins að einfalda ferli endurgreiðslu á tollum af kyn- bótahrossum fluttum til Þýskalands og náðist árangur í því á árinu. | 46- Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.