Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 13
Frá Félagl hrossabænda Ársyflrllt 2001 Sameiginlegt skrifstofuhald Sameiginlegt skrifstofuhald í Laugardalnum hefur nú staðið í u.þ.b. eitt ár og verður ekki ann- að séð en að það samstarf gangi vel. Dregið hefur úr ýmsum kost- naði tengdum skrifstofuhaldi, auk þess sem unnt er að komast af með starfsmann í 50% stöðu en starfinu gegnir Sólveig Asgeirs- dóttir. Auk hennar er á skrifstof- unni Sigrún Ögmundsdóttir. Fulltrúar félagsins og LH eru í viðræðum um ennþá meira sam- starf til að auka hagræðingu fé- laganna. Heimasíðasíða félagsins er á slóðinni www.stak.is/fhb og hef- ur hún ávallt verið uppfærð og leiðrétt eins og þurfa þykir. Einnig hafa verið settar inn á hana allar fundargerðir. Nýtt símakerfí var tekið upp í húsinu og jafnframt skipt um þjónustufyrirtæki. Við þessar breytingar var breytt um síma- númer á skrifstofunni og er það nú 514 4030 og myndsendir 514 4031. Netfangið er það sama fhrb@isisport.is. Aðalfundur 2001 Aðalfundur félagsins var hald- inn í íþróttamiðstöðinni í Laugar- dal hinn 6. apríl 2001. Formaður félagins Kristinn Guðnason flutti fyrst skýrslu sína af staifi félags- ins það árið. Hann sagði frá fund- arferð sem farin var í samvinnu við Landssamband hestamanna- félaga, Félagi tamningamanna, Bændasamtök íslands og Átaks- verkefni í hrossarækt. Efni fund- anna var kynning Átaksins og verkefnisstjóra þess, Huldu Gúst- afsdóttur, umræður um ræktunar- mál og fleira sem tengist þessum félagasamtökum. Kristinn ræddi breytt vægi hæfileika(60%) og byggingar(40%) í kynbótadóm- urn og nú fá öll hross að koma í yfirlitssýningu. Lífhrossaútflutn- ingur er nokkuð stöðugur en helst háir okkur sumarexemið. Mesta aukning í útflutningi var til Bandaríkjanna. Margt góðra gesta var á fund- inum og meðal þeirra Vilhjálmur Svansson, dýralæknir, sem sagði frá tilraunum um ætt- ernisgreiningu hrossa með hár- sýni. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir atferlisfræðingur sagði frá rann- sókn sem hún vinnur að ásamt fleirum í sambandi við sumarex- em en ekki hefur enn tekist að fínna lausn á því máli. Anna Guðrún Þórhallsdóttir á Hvanneyri kynnti starfsemi skól- ans og stefnur. Fannar Jónasson sagði frá fyr- irhugaðri hestavörusýningu í Laugardalshöll í september og Hákon Sigurgrímsson fræddi fundarfólk um skyldumerkingu búfjár sem tekur gildi fljótlega. Kjötframleiðendur sögðu frá nýjum samningum en í þeim er kveðið á um betri nýtingu á kjöt- inu. Fundurinn samþykkti nokkrar tillögur, m.a. beinir fundurinn því til landbúnaðarráðherra að gera athugun á áhrifum tæknitekins erfðaefnis á markaðsumhverfið. Fundurinn hvetur Sæðingarstöð- ina í Gunnarsholti til áframhald- andi þróunar á djúpfrystingu sæðis. Hrossabændur eru hvattir til að nýta sér möguleikana á sölu hrossakjöts og tryggja stöðugt framboð af sláturhrossum. I stjórn félagsins urðu engar breytingar en í henni sitja: Krist- inn Guðnason, formaður, Ólafur Einarsson, Ingimar Ingimarsson, Ármann Ólafsson og Helga Thor- oddsen. í varastjóm eru Sigur- björn Björnsson, Elvar Einarsson og Knútur Ármann. Skoðunar- menn reikninga em þau Birna Hauksdóttir og Gunnar Dungal, til vara em þeir Zophonías Jón- mundsson og Jón Finnur Hans- son. Undir liðnum önnur mál kom Ármann Ólafsson með tillögu um að skoða möguleikann á því að öll hrossaræktarsamtök í landinu komi að rekstri sæðingarstöðvar- innar í Gunnarsholti. Um leið og Kristinn þakkaði gestum fundarsetuna þakkaði hann einnig Leopold Jóhannes- syni fyrir það starf sem hann er að vinna að en það er skrásetning sögu félagsins. Formannafundur Formannafundurinn var hald- inn þann 15. október sl. í íþrótta- Freyr 1/2002-9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.