Freyr - 01.01.2002, Síða 13
Frá Félagl hrossabænda
Ársyflrllt 2001
Sameiginlegt skrifstofuhald
Sameiginlegt skrifstofuhald í
Laugardalnum hefur nú staðið í
u.þ.b. eitt ár og verður ekki ann-
að séð en að það samstarf gangi
vel. Dregið hefur úr ýmsum kost-
naði tengdum skrifstofuhaldi, auk
þess sem unnt er að komast af
með starfsmann í 50% stöðu en
starfinu gegnir Sólveig Asgeirs-
dóttir. Auk hennar er á skrifstof-
unni Sigrún Ögmundsdóttir.
Fulltrúar félagsins og LH eru í
viðræðum um ennþá meira sam-
starf til að auka hagræðingu fé-
laganna.
Heimasíðasíða félagsins er á
slóðinni www.stak.is/fhb og hef-
ur hún ávallt verið uppfærð og
leiðrétt eins og þurfa þykir.
Einnig hafa verið settar inn á
hana allar fundargerðir.
Nýtt símakerfí var tekið upp í
húsinu og jafnframt skipt um
þjónustufyrirtæki. Við þessar
breytingar var breytt um síma-
númer á skrifstofunni og er það
nú 514 4030 og myndsendir 514
4031. Netfangið er það sama
fhrb@isisport.is.
Aðalfundur 2001
Aðalfundur félagsins var hald-
inn í íþróttamiðstöðinni í Laugar-
dal hinn 6. apríl 2001. Formaður
félagins Kristinn Guðnason flutti
fyrst skýrslu sína af staifi félags-
ins það árið. Hann sagði frá fund-
arferð sem farin var í samvinnu
við Landssamband hestamanna-
félaga, Félagi tamningamanna,
Bændasamtök íslands og Átaks-
verkefni í hrossarækt. Efni fund-
anna var kynning Átaksins og
verkefnisstjóra þess, Huldu Gúst-
afsdóttur, umræður um ræktunar-
mál og fleira sem tengist þessum
félagasamtökum. Kristinn ræddi
breytt vægi hæfileika(60%) og
byggingar(40%) í kynbótadóm-
urn og nú fá öll hross að koma í
yfirlitssýningu. Lífhrossaútflutn-
ingur er nokkuð stöðugur en helst
háir okkur sumarexemið. Mesta
aukning í útflutningi var til
Bandaríkjanna.
Margt góðra gesta var á fund-
inum og meðal þeirra Vilhjálmur
Svansson, dýralæknir, sem sagði
frá tilraunum um ætt-
ernisgreiningu hrossa með hár-
sýni. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
atferlisfræðingur sagði frá rann-
sókn sem hún vinnur að ásamt
fleirum í sambandi við sumarex-
em en ekki hefur enn tekist að
fínna lausn á því máli.
Anna Guðrún Þórhallsdóttir á
Hvanneyri kynnti starfsemi skól-
ans og stefnur.
Fannar Jónasson sagði frá fyr-
irhugaðri hestavörusýningu í
Laugardalshöll í september og
Hákon Sigurgrímsson fræddi
fundarfólk um skyldumerkingu
búfjár sem tekur gildi fljótlega.
Kjötframleiðendur sögðu frá
nýjum samningum en í þeim er
kveðið á um betri nýtingu á kjöt-
inu.
Fundurinn samþykkti nokkrar
tillögur, m.a. beinir fundurinn því
til landbúnaðarráðherra að gera
athugun á áhrifum tæknitekins
erfðaefnis á markaðsumhverfið.
Fundurinn hvetur Sæðingarstöð-
ina í Gunnarsholti til áframhald-
andi þróunar á djúpfrystingu
sæðis. Hrossabændur eru hvattir
til að nýta sér möguleikana á sölu
hrossakjöts og tryggja stöðugt
framboð af sláturhrossum.
I stjórn félagsins urðu engar
breytingar en í henni sitja: Krist-
inn Guðnason, formaður, Ólafur
Einarsson, Ingimar Ingimarsson,
Ármann Ólafsson og Helga Thor-
oddsen. í varastjóm eru Sigur-
björn Björnsson, Elvar Einarsson
og Knútur Ármann. Skoðunar-
menn reikninga em þau Birna
Hauksdóttir og Gunnar Dungal,
til vara em þeir Zophonías Jón-
mundsson og Jón Finnur Hans-
son.
Undir liðnum önnur mál kom
Ármann Ólafsson með tillögu um
að skoða möguleikann á því að
öll hrossaræktarsamtök í landinu
komi að rekstri sæðingarstöðvar-
innar í Gunnarsholti.
Um leið og Kristinn þakkaði
gestum fundarsetuna þakkaði
hann einnig Leopold Jóhannes-
syni fyrir það starf sem hann er
að vinna að en það er skrásetning
sögu félagsins.
Formannafundur
Formannafundurinn var hald-
inn þann 15. október sl. í íþrótta-
Freyr 1/2002-9