Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 44

Freyr - 01.01.2002, Blaðsíða 44
Hestamlðstfið Islands 2001 Starfsemi Hestamiðstöðvar íslands, (Hmí), árið 2001 var með margbreytilegu sniði. Nokkur langtímaverkefni eru á borði Hmí og er oft á tíðum eins og engin framvinda sé í þeim, en inni í milli koma sem betur fer stutt verkefni sem krydda tilveru starfsmanna. Stóru verkefnin, sem Iagt var upp með í upphafi, hafa tekið sinn tíma og innan skamms förum við að sjá nánar um hvernig til hefur tekist með þau. Fyrst ber að nefna verkefni Hmí og Hólaskóla, undir verk- efnisstjóm Víkings Gunnarsson- ar, í gæðaátaki á hrossaræktarbú- um. Þetta verkefni miðar að því að gera hrossaræktina markviss- ari og jafnframt hagkvæmari fyrir hrossaræktandann. Þar hefur nú verið lokið við fyrstu yfirferð námskeiða og tóku 11 hrossa- ræktarbú þátt í þeirri vinnu og voru menn almennt ánægðir með hvernig til tókst. Verkefnisstjórn- in hefur skilað af sér niðurstöð- um en nú er eftir að ákveða hvort haldið verður áfram með verk- efnið og námskeiðin boðin fleiri aðilum. Sl. sumar var gerð könnun á viðhorfi viðskiptavina hesta- tengdrar ferðaþjónustu. Þessi könnun er hluti af stóru verkefni sem ætlað er að gera aðilum í hestatengdri ferðaþjónustu kleift að aðlaga þjónustu sína betur að þörfum neytandans, en það er fyrsta skrefið í tryggingu gæða á þjónustu. Niðurstöður könnunar- innar verða lagðar fram fyrir jól, en þá hefst vinna við að túlka þær og vinna hugmyndir að bættri þjónustu. Má segja að hér sé verið að búa til verkfæri fram- tíðarinnar í gæðastýringu innan ferðaþjónustunnar. Þetta verkefni er unnið í samvinnu Hólaskóla og Hmí, en til að útfæra fram- kvæmdaþáttinn var ráðinn ný- sköpunamemi sem hlaut styrk til verkefnisins frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS Sögusetur íslenska hestsins var stofnað á árinu, en að því standa Hmí, Hólaskóli og Byggðasafn Skagfirðinga. Starfsemin hefur farið hægt af stað, en setrið verð- ur kynnt með pompi og prakt á ráðstefnu um íslenska hestinn og hlutverk hans í menningu þjóðar hinn 8. febrúar nk. á Hólum í Hjaltadal, en að ráðstefnunni standa Sögusetrið og Hmí. Unn- ið er að því að fá rannsóknar- styrki til setursins, þannig að starfsemin ætti að fara að komast á skrið. Kennsla í reiðmennsku á fram- haldsskólastigi er eitt af þeim verkefnum sem lagt var úr vör með þegar Hmí var stofnuð. Til stóð að hefja kennslu í faginu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta vor á Sauðár- króki, en þegar til átti að taka var ekki til kennsluefni fyrir fag- ið. Sama var uppi á teningnum nú í haust, ásamt því að hestamennskan virðist ekki henta formföstu fjárhagskerfi skólanna, þar sem greiðslur fyrir kennslu miðast við nemenda- fjölda, en það er ekki mögulegt við reiðkennslu. Nýjustu fréttir af þessu máli eru þær að kennsluefnið verður tilbúið við upphaf vorannar 2002, og verið er að finna lausn á launamálum kennara, þannig að kennsla geti hafist í lok janúar. Eitt af þeim verkefnum, sem áttu upphafs- og endapunkt á ár- inu 2001, var námskeið í reið- þjálfun fatlaðra sem Hestamið- stöð íslands vann að í samvinnu við íþróttasamband fatlaðra. Námskeiðið sóttu um 40 manns úr hinum ýmsu starfsgreinum, bæði úr hestamennskunni sem og úr heilbrigðisgeiranum. Fyrirles- ari á námskeiðinu var Ellen Trætteberg, norskur sjúkraþjálfari við Beitostölen Helsesenter í Noregi, en það setur er þekkt fyrir notkun sína á hestum við þjálfun fatlaðra. Vel var látið af námskeiðinu sem endaði með málstofu þar sem tekið var á ýmsu varðandi reiðþjálfun. Mikil umfjöllun hefur verið um nám- skeiðið og vonumst við til að það komi af stað frekari umræðu um hestinn sem hjálpartæki fyrir fatl- aða. I 40-Freyr 1/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.