Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2002, Side 16

Freyr - 01.01.2002, Side 16
Bestf árangur í kapp- ralðum sumarlð 2001 Miðlægur gæðinga- og af- reksknapagagnabankier orðinn að veruleika. Þetta er því sennilega síðasta skiptið sem samantekt mín á afrekum knapa og hesta birtist í Frey. Vonandi segi ég, því að fram- tíðin er auðvitað sú að hesta- menn geti kannað upplýsingar um öll hestamót á Islandi á ein- um stað á Internetinu. Nefnd á vegum Landsambands hestamannafélaga hefur í sam- vinnu við Hestamiðstöð Islands og Bændasamtök Islands látið hanna forrit sem verður í eigu hestamiðstöðvar Islands en unnið af Bændasamtökum Islands. For- ritið verður væntanlega sett á Internetið fyrir ársloka 2001 og geta mótshaldarar sótt það þang- að, notað á sínum mótum og sent upplýsingar úr mótahaldi til Landssambands hestamanna- félaga. Landsþing Landsambands hestamannafélaga samþykkti að þetta kerfi verið hið eina sem má nota ef úrslit móts teljist gild. Knapi og hestur verða grunnskráðir hjá Bændasamtök- um Islands í Feng og þangað verða upplýsingamar sóttar í hvert skipti sem annar hvor ætlar á mót. Það þýðir að upplýsing- arnar verða réttari og einfaldari í notkun. Þetta kerfi er komið til að vera og vonandi sjá menn þá kosti sem það hefur í för með sér og nota það frá byrjun. Eins er nauðsynlegt að skýrsl- um sé skilað fljótt til LH gengum þetta nýja kerfi. Hugsanlega verða mót í útlönd- um tekin með ef samstarf næst við hestamótahaldara í aðaild- arlöndum FEIF, Félags eigenda og vina íslenska hestsins. Mótahald á íslandi breyttist töluvert sumarið 2001. Kappreið- um, utan skeiðs, var nánast út- rýmt. Vissulega er enn keppt í 150 og 250 metra skeiði og 100 metra hraðskeið er að öðlast tölu- verðar vinsældir á íslandi, en stökk og brokk eru smám saman að hverfa, Dómsmál gæðinga- keppninnar breyttist töluvert. Fimm manna dómaragengi fmn- ast varla og hafa-tveggja manna dómaragengi orðið æ vinsælli. Einstaklingar tóku að sér að halda Islandsmót og gekk það mjög vel. Islandsmótahaldi var skipt þannig að ungknapar kepptu á móti í Hafnarfirði, en ungmenni og ful- lorðnir í Mosfellsbæ. A landsþin- gi Landssambands hestaman- nafélaga 2001 var samþykkt að ungmenni kepptu í framtíðinni með öðrum ungknöpum. Mótahaldi lauk með tilraunamóti Ataks í hestamennsku þar sem prófaðar voru ýmsar tillögur, jafnt hörð keppni sem og glenskeppni sem gæti aukið þátttöku al- mennings í hestamótahaldi. Hugs- anlega munu áhorfendur taka meiri þátt í framtíðarhestamótum. Siffrá Flugumýri og Páll B. Pálsson á Vlndheimamelum 2001. (Ljósmyndir tók Eiríkur Jónsson). j 12-Freyr 1/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.