Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 27

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 27
lands (BÍ). Skilyrði sem sett voru fyrir notkun á upplýsingum um frumutölu voru að gerðar hefðu verið a.m.k. tvær mælingar á fyrstu fjórum mánuðunum eftir burð. Upplýsingar um 92 kvígur frá níu búum uppfylltu þessi ski- lyrði. Niðurstödur Selett Virkni GP í sýnum frá báðum árunum reyndist vera á bilinu 6 til 200 einingar, meðaltalið var 53 einingar. Miðgildið var 38 einingar og helmingurinn af gild- unum var á bilinu frá 26 til 65 einingar. Ekki reyndist vera marktækur munur á meðaltali GP-gildanna á milli ára né á milli mánaða. Kvígunum var skipt niður í fimm flokka miðað við GP-gildi og reyndust þá 60% þeirra hafa minna en 50 einingar, 87% minna en 100 einingar og 99% minna en 200 einingar, sjá 1. mynd. Breytileikinn á milli bæja var mikill, allt frá því að engin kvíga væri með lægra GP-gildi en fimmtíu upp í það að allar væru undir þeim mörkum. Júgurbólgusýklar Spenasýni voru tekin úr 150 kvígum í fyrstu viku eftir burð. Hjá 36 þeirra greindust engir sýklar en hjá hinum ein eða fleiri tegundir af sýklum. 23 kvígur reyndust hafa Staphylococcus aureus í einum eða fleiri spenum, 16 kvígur höfðu streptokokka, hjá tveimur greindust E. coli sýk- lar og 103 kóagúlasa neikvæðir stafylokokkar, sjá 2. mynd. Kóagúlasa neikvæðir stafylo- kokkar eru venjulega taldir til eðlilegrar gerlaflóru en eru flokk- aðir hér sem júgurbólgusýklar þar sem þeir geta í sumum tilfell- um valdið júgurbólgu. Júgurbólgusýklar greindust að 1. mynd. Hlutfallslegur fjöldi kvígna í hverjum flokki GP-gilda. meðaltali hjá 76% kvígna á hverjum bæ en hlutfallið var mjög breytilegt eftir bæjum, frá því að engin var með sýkingu upp í aó allar væru sýktar. Væru kóagúlasa neikvæðir stafylo- kokkar ekki taldir með reyndust að meðaltali 27% kvígna á hverjum bæ vera sýktar og breytileikinn á milli bæja var minni, aldrei meira en helmingur kvígnanna sýktur. Samband selens og júgur- bólgusýkla Ekki reyndist vera marktækur munur á meðaltali GP-gilda hjá kvígum sem greindust með júg- urbólgusýkla í fyrstu viku eftir burð og hjá þeim sem ekki greindust með júgurbólgusýkla á sama tima. Sama gilti þegar kóagúlasa neikvæðir stafylokokk- ar voru teknir úr hópi júgur- bólgusýkla. Skoðað var hvort kvígur með minna en 50 einingar GP væru líklegri til að vera smitaðar af júgurbólgusýklum í fyrstu viku efitir burð en kvígur með meira en fimmtíu einingar. Svo reyndist ekki vera. 160 140 120 100 :° 80 ÍZ' 60 40 20 0 <ð £ <</ □ Heildarflöldi kvígna (150) □ Fjöldi kvígna með viðkomandi greiningu Greiningar 2. mynd. Greining sýkla i spenasýnum sem tekin voru i fyrstu viku eftir burð. Fjöldi kvigna með viðkomandi greiningu í einu eða fleiri sýnum. Freyr 9/2002 - 27 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.