Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 27

Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 27
lands (BÍ). Skilyrði sem sett voru fyrir notkun á upplýsingum um frumutölu voru að gerðar hefðu verið a.m.k. tvær mælingar á fyrstu fjórum mánuðunum eftir burð. Upplýsingar um 92 kvígur frá níu búum uppfylltu þessi ski- lyrði. Niðurstödur Selett Virkni GP í sýnum frá báðum árunum reyndist vera á bilinu 6 til 200 einingar, meðaltalið var 53 einingar. Miðgildið var 38 einingar og helmingurinn af gild- unum var á bilinu frá 26 til 65 einingar. Ekki reyndist vera marktækur munur á meðaltali GP-gildanna á milli ára né á milli mánaða. Kvígunum var skipt niður í fimm flokka miðað við GP-gildi og reyndust þá 60% þeirra hafa minna en 50 einingar, 87% minna en 100 einingar og 99% minna en 200 einingar, sjá 1. mynd. Breytileikinn á milli bæja var mikill, allt frá því að engin kvíga væri með lægra GP-gildi en fimmtíu upp í það að allar væru undir þeim mörkum. Júgurbólgusýklar Spenasýni voru tekin úr 150 kvígum í fyrstu viku eftir burð. Hjá 36 þeirra greindust engir sýklar en hjá hinum ein eða fleiri tegundir af sýklum. 23 kvígur reyndust hafa Staphylococcus aureus í einum eða fleiri spenum, 16 kvígur höfðu streptokokka, hjá tveimur greindust E. coli sýk- lar og 103 kóagúlasa neikvæðir stafylokokkar, sjá 2. mynd. Kóagúlasa neikvæðir stafylo- kokkar eru venjulega taldir til eðlilegrar gerlaflóru en eru flokk- aðir hér sem júgurbólgusýklar þar sem þeir geta í sumum tilfell- um valdið júgurbólgu. Júgurbólgusýklar greindust að 1. mynd. Hlutfallslegur fjöldi kvígna í hverjum flokki GP-gilda. meðaltali hjá 76% kvígna á hverjum bæ en hlutfallið var mjög breytilegt eftir bæjum, frá því að engin var með sýkingu upp í aó allar væru sýktar. Væru kóagúlasa neikvæðir stafylo- kokkar ekki taldir með reyndust að meðaltali 27% kvígna á hverjum bæ vera sýktar og breytileikinn á milli bæja var minni, aldrei meira en helmingur kvígnanna sýktur. Samband selens og júgur- bólgusýkla Ekki reyndist vera marktækur munur á meðaltali GP-gilda hjá kvígum sem greindust með júg- urbólgusýkla í fyrstu viku eftir burð og hjá þeim sem ekki greindust með júgurbólgusýkla á sama tima. Sama gilti þegar kóagúlasa neikvæðir stafylokokk- ar voru teknir úr hópi júgur- bólgusýkla. Skoðað var hvort kvígur með minna en 50 einingar GP væru líklegri til að vera smitaðar af júgurbólgusýklum í fyrstu viku efitir burð en kvígur með meira en fimmtíu einingar. Svo reyndist ekki vera. 160 140 120 100 :° 80 ÍZ' 60 40 20 0 <ð £ <</ □ Heildarflöldi kvígna (150) □ Fjöldi kvígna með viðkomandi greiningu Greiningar 2. mynd. Greining sýkla i spenasýnum sem tekin voru i fyrstu viku eftir burð. Fjöldi kvigna með viðkomandi greiningu í einu eða fleiri sýnum. Freyr 9/2002 - 27 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.