Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 6
6
Jólablað Fylkis 1953
En vér þurfum ekki æfinlega að leita einverunnar til þess að
Guð upplýsi augu hjartna vorra. Eftirfarandi orð eru vissulega eft-
irtektarverð í þessu sambandi: Vitringarnir fundu stjörnu vegna
þess að þeir leituðu hennar. En Guð hefir gefið oss margar stjörn-
ur, sem lýsa oss til Jesú. Það er stjarna fegurðarinnar, að sjó
fegurð alls hins skapaða umhverfis oss, sem talar til vor um elsku
Guðs oss til handa. Það er hið bjarta, skínandi Ijós orða Guðs, sem
vér getum öll lesið og læ'rt þar um hann og það er stjarna móður-
elskunnar, sem er aðeins dauft endurskin elskaðs Guðs. Og það er
stjarna Drottins leitandi sjólfsfórnandi kærleika. — Horfið með
augum hjartna yðar og leitið þessara Ijósa, svo að þér þekkið
hann, sem elskar oss og frelsar.
Vér nemum ó þessari hótíð staðar við jötuna og horfum ó barn-
ið. Hið fyrsta ór vors tímabils komu til jötunnar fyrst aðeins hirð-
arnir og vitringarnir, og svo eins og vér gerðum oss Ijóst, ýmsir biðj-
andi menn, sem fyrir sérsfaka nóð höfðu nokkura innsýn inn í hinn
komandi heim kristninnar og þekktu stjörnuna.
En nú hefur viðhorfið breytzt. Því að þetta barn hefur orðið
óhrifaríkasti maður, sem fæðst hefur ó jörðu. — Og allur krist-
inn heimur kemur nú í anda að jötunni. Vér sjóum nú menn
krjúpa við fyrstu hvilu frelsarans hér ó jörð, þar krjúpa konungar
og förumenn hlið við hlið, ríkir og fótækir, voldugir og vesælir.
En þeir eru allir sameinaðir, því að konungurinn hefur lagt kórónu
sína fró sér við jötuna, förumaðurinn staf sinn, lögreglustjórinn
einkenninsbúning sinn, trúarleiðtoginn einkennisföt sín. Eg sé allan
kristinn heim krjúpa við jötuna, þeir hafa allir lagt fró sér það,
sem aðskilur þó, það er ein hjörð og einn hirðir.
Eg vil minna ó mólverk af guðsþjónustu í Landakirkju, er kom
mér fyrir sjónir fyrir nokkuð löngu, og lík mólverk gefur að líta
af hverri kristinni kirkju, því að jatan er nú hvarvetna þar, sem
kristnir menn koma saman til þess að tilbiðja.
Á mólverkinu er hver og einn klæddur blóum möttli og kirkjan
er full af blóu Ijósi. Því er þessi blær yfir musteri Drottins? spyr ég.
Því að augu hjartans sjó alla hluti í hinu blóa Ijósi. —Trúin opnar
augu hjartnanna, svo að vér sjóum Guð koma til vor. Það eru marg-
ar dökkar blaðsíður í sögu kirkjunnar eins og hún er skróð að ver-
aldlegum hætti. En ef vér tölum um sögu Krists ó jörðunni þessar
nær tuttugu aldir, um óhrif hans ó mannshugina, hversu hann
hefur mildað hjörtu mannanna, veitt þeim frið, gefið þeim göfgi
og fórnandi kærleikslund, hversu hann hefur ó þessum öldum
tekið hvern, sem hefur leitað hans í faðm sér, þó er þetta ekki
aðeins falleg saga, það er hin eina alfagra saga, sem mannkynið
ó til. En enginn fær séð Krisf, nema augu hjartans. Að vísu hefur
hann oft birzt sýn, og stundum svo að líkamleg augu höndluðu.
— En þegar við dvöl hans hér ó jörðunni sóu hann raunverulega
sem Krist aðeins þeir, sem í blóu Ijósi augna sinna eignuðust þó
innri sýn, sem er æðri allri jarðneskri skynjun. —Og þannig kemur
Kristur í raun og veru æfinlega.
Hjartanlega pakka ég öllum þeim mörgu, sem sýndu
mér vináttu og hlýhug á jimmtugsafmœli minu.
EINAR GUTTORMSSON.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem á einn eða
annan hátt sýndu mér hlýhug á sextugsajmæli mínu hinn
6. þ.m. — Guð gefi ykkur öllum Glcdileg jól og hamingju-
ríkt nýtt ár. ^
ÁRNl FINNBOGASON
Hvammi.
Ö1 & gosdrykkir
Muniö að panta:
Pilsner,
Maltöl,
Bjór,
Hvítöl,
Appelsín,
Spur,
Sódavatn.
H.f. ölgerðin
EGILL SKALLAGRÍMSSON
umboðið í Vestmannaeyjum.
KARL KRISTMANNS.
Frá Hollandi
Eins og kunnugt er urðu
Hollcndingar fyrir stórkostlegu
tjóni af völdum sjóflóða, sem
brutust inn yfir landið í fyrra.
Myndin sýnir eitt af þorþ-
unum, sem er að risa uþp eftir
þœr miklu hörmungar^ sem
flóðin ollu.