Fylkir


Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 10

Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 10
10 Jólablað Fylkis 1953 J)cgar Elín og Tiiall viliusí a aðfangadag. JÓLASAGA BARNANNA J;eja, nú ratið þið áreiðan- lega til Maríu frænku, á Græna ási, kæru börn. Pálína húsmóðirin í Austur- garði liafði lagt í innkaupa- töskuna allskonar góðgæti. Nú áttu þau Njáll og F.lín að fara með þetta til Maríu frænku. Snjókoma hafði verið dag- ana í vikunni fyrir jólin. Var því jólalegt úm að litast. Skóg- urinn stóð þétt í nálægð Austur garðs, helgiblær hvíldi orðið yfir öllu, því fáar stundir voru til sjállra jólanna. Elín og Njáll \oru nú loks tilbúin, að fara af stað. Nú áttu þau að fara ein. Þau höfðu olt áður farið þessa leið, en þá á- vallt í fylgd með mömmu. Nú hafði mamma svo mikið að gera, vegna jólanna, að hún gat ekki farið með. En seinna ætlaði hún að heimsækja Maríu gömlu á Grænaási. Þegar þetta gerðist, var Elín orðin 10 ára gömul, en Njáll S ára. Þau gátu svo sem vel létt þessum snúning af mör?mu. Það var áreiðanlega allt í lagi að Jtau færu bara ein. Elín ætl- aði að bera innkaupatöskunna lyrst, svo gat Njáll borið hana eitthvað, að minnsta kosti hjálp- að e'itthvað til. Vegurinn lá í gegnum skóg- inn. Hann var gamall troðning- ur, er einungis menn og hestar lögðu leið sína um og þá í er- indum upp að Grænaási, litlum bæ, einangruðum.María frænka hafði oft átt kost á því að fara úr litla bænum sínum og eiga heimili í kaupstaðnum. En henni fanst svo friðsælt Jrarna og þarna hafði hún unnað sér í svo mörg ár. Nágrannarnir niðri í byggðinni voru líka svo hjálplegir. Páll sonur hennar var einnig svo fjarskar góður, en nú var hann svo langt í burtu og gat því lítið hjálpað. Eins og áður er sagt, lá snjór- inn yfir öllu. Enginn hafði far- iðað Grænaási, síðustu daganna, spor sáust því engin. F.lín og Njáll héldu þó, að þau þekktu veginn, þau héldu því áfram, Jdó svo að tíminn væri löngu kominn að þau ættu að vera kominn til Maríu frænku. F.líin staðnæmdist við stórt grenitré, sem hún gat ómögulega Jrekkt. Hvar voru Jrau eigin- lega? Höfðu Jiau villst af skóg- argötunni? Eg veit ekki livar við erum Njáll, sagði hún angistarfull, ég held við höfum tapað af rétta veginum. Nú, sagði Njáll, við eigum að ganga þessa leið. Þau héldu í Jrá átt, sem Njáll áleit vera rét,ta, en þá komu þau að hvammi, sem leit svo óbyggi- lega út. Ekki var þetta í áttina að Grænaási, nei j)að var ekki hingað, sem við eigum að fara sagði Elín við Njál. Skjálfandi og hrædd, héldu þau nú í þ\eröfuga átt, en það var erfitt að linna véginn, sem Jjau höfðu áður gengið. Hvað áttu þau að gera? Það var byrj- að að dimma og sjálft aðfanga- dagskvöld var að koma. Áttu þau að fá að vera hér í skógin- um? Þá gætu Jrau ekki séð jóla- tréð eða fengið jólagjafitnar sem biðu þeirra heirna í Austur- garði. Elín fann grát í kverkum sínum, en hún barðist við að láta litla bróður heyra. Nú voru Jrau orðin svo þreytt, þau kont ust ekki lengra. Þau settust undir háu grenitré. Ó, að við gætum komist heim og séð jóla- tréð, sagði Elín. — Eru nokkrir úlfar í skóginum? spurði Njáll. Nei, en Jrú skilur það að ekki er gaman, að ganga hér og vera út í skógi í alla nótt, sagði Elín við bróðir sinn. Jú, víst skyldi hann Jrað, en hann liafði verið mest hræddur við úlfanna, þegar ltatm hugsaði um skóginn. Að villast ltafði hann aldrei liugsað um. Eins og öll góð börn, þá ltafði Elín gengið í Sunnudagsskóla. Þar hafði hún lært. að biðja til Jesú, sem er vinur og frelsari barnanna. Nú bað hún Jrannig. Kæri Jesú, hjálpaðu okkur að finna rétta veginn, gefðu að við verðum ekki hér í skóginum í allt kvöld, hjálpaðu okkur kæri Jesú. Amen. liörnin sátu róleg nokkra Stund, það var eins og })au biðu eftir því að Jesú sendi hjálp. Allt í einu ntundi Njáll eftir nokkru. Heldurðu ekki að við getum séð Betlehemstjörnurta? Spurði hann systir sína. Hún á víst að koma einmitt núna, Jrað var hún, sem sýndi vitring- unum veginn til Betlehem. Elín svaraði ekki strax, hún vissi reyndar svo vel, að Betle- hemsstjarnan skein ekki nú eins og áður. Njáll var ekki enn orð- in svo þroskaður, svo rétt var að lofa honum að vera barna- legum. — Sjáðu, hrópaðj Njáll, Jrarna fyrir ofan trjátoppana er stjarna, það hlýtur að vera Betlehemsstjarnan, Elín ef við göngum Jrangað, þá komumst við kanske til Betlehem og út úr skóginum. Æ, hvað Njáll gat verið barna legur, hugsaði Elín með sér, en Njáll gaf sig ekki hann áleit ákveðið, að ef þau fylgdu eftir í átt til stjörnunnar, þá kæmust Jjau út úr skóginum og kanske alla leið til Betleliem. Frekar en að sitja kyrr, var þó betra að gangá þangað, sem stjarnan er, sagði Elín. Þau héldu nú áfram yfir ása og hæð- ir gegnum skóginni Allt í einu koma Jrau að litlum bæ. Hvað var þetta voru þau komin að Grænási? Eftir nokkur augnablik knúðu þau á dyr. Kont inn, sagði hás rödd. Börnin gengu nú inn í herbergi, sem var við hliðina á litlu eldhúsi, Jrar í svefnsófa lá gamall maður. Það var dimmt í þessu herbergi og ekkert minnti þar á jólin. Mikið hittist vel á, að Jrið skylduð koma til mín, sagði gamli maðurinn. Ég hefi verið að biðja Guð um að senda ein- hvern til mín.— Hvar erum við og hvernig eigum við að kom- ast heim, spurði Elín. Nú, hú, kæru börn; vilust þið í skóg- inum? Kannist Jrið ekki við ykkur, þið eruð í Holti og ég er Árni gamli. Nú rann ljós upp fyrir börn- unum, víst Jtekktu Jrau hann Árna gamla, þó svo Jrau hefðu ekki séð hann svo oft, árið sem var að líða. Hann hafði farið á Flliheimilið, þá var Holt í eyði. — Ég hélt að J>að yrði svo skemmtilegt að halda jólin hér í gamla bænum sínum, en eftir að ég kom liingað í dag, Jrá varð ég svo slappur og nú hefi ég engann þrótt í mér að fara inn í kaupstaðinn aftur. — Mikið þakka ég Guði fyrjr, að Hann skyldi senda ykkur til mín. kanske pabbi ykkar vilji flytja mig inn í kaupstað, strax í kvöld? Elín og Árni flýttu sér nú heim. Vegurinn var þeim aug- Ijós. Innkaupstöskunna skyldu Jrau eftir, hjá Árna gamla. Jrarna niðri lá þá vegurinn. En að þau skyklu ekki sjá Jtað fyrr. Elín, heldurðu ekki að Jrað hafi verið Betlehemsstjarnan, sem sýndi okkur veginn heim til Árna gamla, spurði Njáll á leið- inni heim. Elín vildi ekki segja nci, henni fannst samt sem áð- ur spurningin vera barnaleg. . Hún skvldi að Guð hafði hjálp- að þeim, j>ví hann heyrir bænir. ----Það var Guð sam hjálpaði okkur og leiddi, sagði hún við bróður sinn. Stundu síðar voru þau komin heim að Austurgarði. í eldhús- inu sögðu Jrau loreldrum sínum. sem voru orðin óttaslegin, frá ferðum sínum. Pabbi jsagði strax að best væri að ná í Blesa, fara til Martu frænku, að Holti og svo á Elliheimilið. Njáll fékk loforð' um að fylgjast með í hestasleðanum. Frænka María varð svo glöð, hún var heldur ekki ein í litla húsinu sínu, Páll hafði komið heim þá um daginn, gátu þau því haldið jólin saman. Þegar komið var að Holti, varð Árni gamli mjög glaður. Hann var nú vafinn hlýjum teppum og pabbi Njáls bar hann út á sleðann, sem var hið besta farartæki. Var nú Jrotið af stað til Elli- heimilisins, þar mættu Árna hlýja og ilur, slappleiki hans hvarf, er liann sá upplýstar stof- ur og fagurlega skreytt jólatré. Forstöðukonan var orðin há-lf óróleg vegna Árna gamla, sem einmitt á aðfangadagskvöld vildi fára- til gamla bæjarins. Sá óróleiki hvarf, er hún sá Árna vera kominn heim að nýju. Blesi' þaut nú af stað, þá fór vel um Njál og pabba hans á sleðanum. — Það var Betle- hemsstjarnan, sem lýsti okkur heim að Holti til Árna gamla, Jtegar við vorum að villast í skóginum, sagði Njáll við pabba sinn á leiðinni heim. Jahá, sagði pabbi hans hugs- andi. Guð á áreiðanlega ennþá stjörnur sínar, fyrir þá, sem vilja ganga í ljóma þeirra. Njáll! ef J>ú lætur Betlehemsstjörnuna lýsa upp veginn þinn, J>á muntu mörgum sinnum sjá að þú stefn- ir í rétta átt. (Lauslega þýtt fyrir ),Fylkir”) Einar J. Gislason. Þegar bónda nokkrum í Banda ríkjunum var sagt fró því, að Andrew Carnegie hefði átt 25 sent, þegar hann kom til lands- ins, en 250.000.000 dollara er hann dó, þá var allt og sumt sem bóndinn sagði:. — Hann hlýtur að hafa átt sparsama konu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.