Fylkir


Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 15
Jólablað Fylkis 1953. 15 EINAR J. GÍSLASON.: J ólahugleiðing. „Þér munuö finna ungbarn reijað og liggjandi i jötu”. Og j)eir fóru með skyndi og fundu brcði Mariu og Jósef og ungbarnio liggjandi i jötunni. Lúk. 2. ij. 16. Ennþá á skammdegisdögum á því Herrans ári 1953, minnast menn ’um kristin heim, fæðingar Jesú Guðs Sonar. Hvar, sem borið er niður meðal manna, á hein')'lum, skólum, sjúkrahús- um, verksmiðjum og vinnústöðv um, verður hið sama fyrir. Daga- munur er gjörður, á öllum sviðum, sem til góðs má verða. Þeir, sem annars yfirleitt hugsa lítið um Jesú, boðskap Hans og líf, verða nú að fylgj- ast með. A. m. k. því að tíma mót renna nú upp og allir verða að taka tillit til þess, að tíma- talið er miðað við fæðingu Krists. Þannig „finna” menn jólin ár eftir ár. Straumur tímans ber okkur þangað alltaf einu sinni á ári.— Flest eigum við einnig persónulegar minningar frá liðn um árum, kannske hel/.t bernsku dögunum, hvernig við þá „fundum” jólin á sérstakan hátt. Slíkt hefir gefið vonar og ljösgeisla er lýst hafa upp dimma og dapra daga, er allir menn mæta fyrr eða síðar á lífsleið- inni. Texti þessarar hugleiðingar talar um fjárhirðana, er fyrstir allra manna tóku þátt í hinni fvrstu jólahátíð. Þeim var sagl af engli Drottins, að þeir skyldu „finna ungbarnið” — „og cr þeir fóru með skyndi. fundu þeir“. Þannig einkennast ávallt hin sönnu jól og jólagleði. Þ. e. að finna Hann, sem er sjálfur tilefni jólanna. Margur mun um þessi jól leggja á sig erfiði, fyrirhöfn og vökur, vegna hátíðarinnar. Þreyttir og andvarpandi munu menn einnig líta til baka, eftir hátíðar og Spyrja til hvers er öll þessi fyrirhöfn og amstur vegna þessara daga. Sumir eru jafnvel fegnir að hverfa inn í gráan hversdagsleikann að nýju. Sjálfur höfundur jólanna gleðst naumast .yfir,. að. við sem eigum að vera börn Hans, förum á mis við þá blessun og gleði, sem heilög jól eiga að veita okkur. Hversvegna er jólahátíðin þannig hjá Svo alltof mörgum? Hversvegna álíta svo margir að jólin séu einungis fyrir börnin og sé hátíð þeirra eingöngu, en naumast fyrir fullorðið fólk? Getur jVað ekki verið vegna jress, að menn hafa ekki ,fundið’ eins og fjárhirðarnir forðum? Hver skal leita svars í eigin barmi. En getum við fundið Jesúm og glaðst yfir Honum á sama hátt og fjárhirðarnir forðurn? Ekki getum við séð Hann með eigin augum, sem þeir. \ktrla heyrum við englasöng, cða sjáum dýrð himinsins birtast á sama hátt og Jrá. Á eirtum stað í Nýjatesta- mentinu standa þessi orð: „Þér hafið ekki séð Hann, en elskið Hann þó þér hafið Hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á Hann.„ Þannig lyftir trúin okkur yfir mannlega ann- marka, svo við getum elskað og trúað. Þannig FINNUM við syndugir menn Jesú, Sem er höfundur jóla- friðar og jóla- gleði. Þetta að -finna Jesúm, skýrist ef til vill betur með eftirfarandi frásögn; sem er sannur atburð- ur,— Það var í styrjöldinni. Lítið heimili í Bandaríkjunum varð fyrir þeirri sorg að annar fjölskyldumeðlimurinn, var kvaddur til vígvallanna. Þau höfðu búið þar tvö, ekkjan og einkasonur hennar. Mæðgin voru mjög samrýmd. í meira en ár skrifaði hann til mó.ður sinn- ar reglulega. í hverri viku. Snögg lega duttu skriftirnar niður Tími óvissu og angistar skall nú yl’ir ekkjuna. Löngu seinna kom símskeyti frá herstjórninni: — Sonur yðar er týndur — Heilt ár líður, þá kemur annað skeyti. Efni þess er á þá leið, ef hún vilji sjá son sinn, þá geti hún það á nafngreindu sjúkrahúsi í vissri borg. Á ákveðnum degi og stundu átti hún að mæta og leggja fram nafnskírteini sitt. Auðvitað fór lnin full eftir- væntingar.— Hún var leidd í stóra sjúkrastofu livítmálaða. Ekki kom hún auga á neitt venjulegt rúm. Var þetta mis- skilningur? Hún snýr sér að hjúkrunarkonunni, er var að fara út úr dyrunum og segist ekki skilja þetta. Hjúkrunar- konan bendir á eitt hornið, þar stóð karfa ílöng. Segir henni jafnframt að ganga þangað. Er hún kemur að körfunni, sér hún spjald fyrir ofan hana og, á því stóð til athugunar fyrir hjúkrunarfólkið. Sjónlaus, heyrn arlaus, en getur talað. Nú blas- ir við augum konunnar sú hryl 1 ilegastavhryggðarmynd, sem hægt er að hugsa sér. — Manns- líkami, fótalaus handarlaus, bæði éyrun horfin og mikið af nefinu. Er blessuð konan sér þessi ósköp segir hún við hjúkr- unarkonuna: „Getur þetta verið — — — er þetta ekki misskiln- ingur.” — Nei þetta er sonur þinn.— Nokkur augnablik líða, nróð- irin horfir á son sinn, Jrannig útleikinn. Hún fellir tárum. Svo snýr hún sér frá buguð af sorg. Hún snýr sér til dyra og ætlár út, en Jrá er kallað: „Mamma, mammal þetta hlýtur að vera þú mamma, það, hefur engin fellt tár mín vegna nema þú. Mammal mamma! korndu hing- að og til merkis um það að það sért Jrú, þá kySstu mig tvisvar á kinnina”. Án þess að vita, höfðu móðurtárin fallið á andlit unga mannsins, Jrar töluðu þau sínu þögla máli, því pilturinn FANN þau. Móðirin- kom og kyssti hann tvisvar á kinnina, þar með hóf- ust sérstæðir og sérstakir fagn- aðar fundir. í heilar tvær klukku stundir voru mæðgin Jiarna Saman. Pilturinn talaði við móð- ur sína, en gerði hvorki að heyra liana né sjá. En hann vissi nálægð hennar og FANN hana. Pilturinn var þarna í svipaðri afstöðu og menn eru gagnvart. Guði. Með mannlegum augum og eyrum sjáum við hvorki né heyrurn Hann. En við getum talað við Guð í bæn. Hann bæði lieyrir okkur og sér okkur. Auk Jress serh við getum talað við Hann, þá getum við fundið Hann. Við finnum fyrst og fremst kærleika Guðs í Kristi Jesú. því Jesú lét blóð sitt renna okkar vegna. Hann gaf sig allan frá jötunni til krossins á Gol- gata. Mátt friðþægingar Hans getum við syndugir menu lundið í iðrun og trú. Þegar það hefir skeð, leyna kristilegir ávextir sér ekki í lífi mannsins. Drykkjumaðurinn og nautna- menn verða bindindissamir, ýnigar lestir og Syndir, er ó- fegrað hafa líf einstaklinganna hverfa. Hvers vegna? Jú rnenn hafa fundið það sem vegur gegn því sem hélt manni við hið gamla áður. Náð Guðs sem ríægir til hjálpræðis og lífs fyrir hvern mann. Mættum við öll á Jressum jólum, í höll og hreysi, yngri og eldri , eiga gleðileg jól, sem grundvallast á Horíumj sem er orsök jólanna, Jesú Kristi Frels- ara vorum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.