Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 25
Jólablað Fylkis 1953.
25
JÓLASAGA
Það var aðfangadagur jóla.
Gamli vitavörðurinn og drcng-
urinn hans vissu það báðir af
því að það stóð í almanakinu,
og svo höfðu þeir það líka í til-
finningunni, jafnvel þótt enginn
jólaundirbúningur hefði farið
fram annar en alger ræsting á
húsinu eftir því sem föng voru
á. Vitaskipið hafði átt að vera
þar daginn fyrir Þorláksmessu
með jólavarningiiin og vistár-
forða lil t\ eggja mánaða, en það
var ekki komið enn. í þessu
veðri var engu skipi fært um
sjóinn, vonandi hafði skipið
komizt í örugga liöfn. Norðan-
stormur með slydduhríð hafði
geisað í þrjá sólarhringa Svo
særokið dreif nær látlaust yfir
litlu eyna og vitann.
Vitavarðarhúsið nötraði und-
an átökum stormsins, slyddan
hlóðst á gluggana, svo að rokkið
var inni. En eldurinn logaði
glatt á eldstónni^ svo það var
hlýtt og notalegt í stofunni.
Gamli vitavörðurinn reis upp
við dogg í rúminu sínu og
hrópaði:
„Erlendur, hvar ertu drengur
minn?” Erlendur kont hlaup-
andi inn. Hann var fimmtán
ára að aldri. Ljós á hár, hraust-
legur og stteltur. Hann settist
á rúmstokkinn hjá gamla mann-
inum og lagði hann mjúklega
útaf um leið og hann Sagði:
„Það er betra fyrir þig að
liggja kyrr afi minn, því þá er
þér ekki eins þungt fyrir brjóst-
inu.” Hann strauk hvíta hár-
lokkana á afa sínum og hélt
áfram:
, Nú er ég að brasa handa
okkur jólamatinn, því klukkan
er að verða fimm. Við látum það
ekki á okkur fá, þótt vitaskipið
hafi ekki komið til okkar í
tæká tíð með jólavörurnar, við
skulum ltara vona, að ekkert
slys hafi hent það“.
Vitavörðurinn klappaði dreng
num á vangann og svaraði:
„Þetta verða seinustu jólin hér,
Erlendur minn( ég hefi sagt
starfinu lausu um áramótin. Eg
er nú orðin heilsutæpur, já,
meira að segja kominn í rúmið.
Svo ert þú nú búinn að hírast
hér hjá mér í eynni í nær átta
ár, eða síðan foreldrar þínir
drukknuðu, og þú þarft að fara
að komast í land, ganga í ein-
hvern skóla og kynnast fleiru
og betra fólki, heldur en göml-
um karlfauski eins og mér."
Erlendur greip fram í fyrir
gamla manninum:
„Segðu þetta ekki, afi minn^
mig hefur aldrei langað í Iand,
og það veizt þú sjálfur, að þú
trt búinn að kenna mér marg-
falt fleirra, lieldur en nokkur
jafnaldri minn í landi kann,
bæði í bóklegu og verldegu.
En hitt er svo annað mál, að
þar sem þú ert orðin svo heilsu-
tæpur, þá er ég því Samþykkur
að við förum héðan,— og afi,
þegar ég fer í sjómannaskólann,
þá skal ég sýna þeim hvað ég
kann, sýna þeim, hvað þú hef-
ir kennt mér.”— Og Erlendur
liorfði dreymandi augum langt,
langt inn í framtíðina, og and-
litið ljómaði af ti! hugsununni
einni saman.
>,Ég hugsa, afi, að það hafi
ekki margir komið betur undir-
búnir inn í skólann heldur en
ég, og það veit Guð, að mig
langar til að verða gamla vita-
verðinum og skipstjóranum í
Kletta ey til sóma, því hann á
ekki annað skilið af mér,” o<>-
Erlendur þrýsti sér að brjósti
afasíns.
Gleðitár glitruðu í augunr
gamla mannsins.
„Við skulum vona hið bezta,
drengur minn^ að öllu óbreyttu
geturðu aldrei orðið mér annað
aldrei meðan þú treystir Guði.
Nú ættirðu, Erlendur nrinn, að
brjótast út í vitann og þurka
vandlegaf af öllunr rúðunurn,
þá verðurðu kominn aftur áður
en hátíðin byrjar.”
>,Já, það er satt, afi, það er
bezt að ég fari snöggvast út og
Ijúki því af, svo höldunr við
jólakvöldið hátíðlegt og ég les
fyrir þig boðskapinn.” Erlend-
ur kyssti afa sinn á ennið og
gekk hröðum skrefum fram.
Vitavörðurinn liorfði stoltur á
hinar þrekvöxnu herðar drengs-
itrs( svo lokaði hann augunum
og varirnar bærðust.
Veðurhæðin óx stöðugt, byl-
urinn buldi ónotalega á and-
liti Erlendar, hann nrátti lrafa
sig allan við, að berja á nróti
veðrinu. Eyrr nrátti nú vera
ofsinn! En það tókst nú sanrt.
Það var satnrarlega ekki van-
Jrörf á Jj\í að hreinsa glerin(
blautur snjórinn hafði hlaðist
á jrau, Svo að ekki komst skínra
út. Það var lögulegt ,eða hitt
þó heldur, að hafa vitaljósið
innibirgt! Hverjum kom það að
gagni?
Erlendur hafði lokið við verk
sitt eftir hálftínra, en þá var
hann líka ánægður. Allar rúður
orðnar hreinar og glærar og
ljósið þrengdi sér út í myrkrið
og hríðina, ýmist rautt, græant
eða h\'ítt á litirrn. Erlendur
atlrugaði blossann á lampanum
og reyndist hann vera eðillegur
og í ágætu lagi. Vonandi þyrfti
hann ekki að lrreinsa glerin
aftur fyrr en einhverntíma seint
í kvöld.
Erlendur var að því kominn
að fara rriður stigann, Jregar
hann allt í einu tók undir sig
stökk út að einni rúðunni.
„Hvað var þetta?” — Nei
Jrað hlaut að vera missýning.
Snjódrífu dreif fyrir ' gluggann,
eftir svolitla stund rofaði aftur
til. Neistakúla flaug upp frá
sjónum og breyttist síðan í
skínandi fagurlega litaða stjörn-
ur.
„Neiðarmerki, Guð komi til,
neiðarnrerki!” Önnur J/iðja,
fjórða neistakúlan. Merkin
komu frá Svörtudröngum, en
þeir voru útverðir mikils og
hættulegs skerjaklasa, sem lá
suður af eyjunni.
„Strandað skip!” Erlendur
stirnaði upp og starði skelfdunr
augum í áttina að Svörtudröng-
um. Flugeldunum var skotið
látlaust. Loksins áttaði Erlend-
ur sig. Hann setti vitaflautuna
í samband við ljósavélina og
stuttu síðar barst sterkur hljóm-
ur út frá vitanum. Erlendur
opnaði gluggaog hlustaði. Hann
lreyrði veikt eimpípuhljóð. —
Hann hlustaði eftir lrinunr
stuttu og löngu hljóðum:
„Skip mitt stendur á skeri —
ég þarfnast hjálpar strax,” las
hann. Hann svaraði með vita-
flautunni og gaf til kynna, að
hann hefði heyrt til þeirra og
gefið merkið. Því næst greip
hanrr lröndum fyrir andlitið og
þungt bænarandvarp steig upp
frá brjósti hans.
Aðeins augnablik stóð Erlend
ur eins og lamaður, en svo
hrökk hanu við og flaug niður
lrina bröttu stiga. Hann lokaði
dyrununr vel og vandlega á eftir
sér og þaut svo heim að íbúðar-
húsinu í einunr spretti undan
vindinum. Þegar lrann konr inn
í stofuna stóð afi hans á gólfinu
og studdist við rúmbríkina.
Hann skalf og titraði eins og
hrísla í vindi.
(,Af liverju varstu að flauta,
drengur?” hrópaði hann. „Er-
lendur ætlaði að svara, en konr
engu orði upp og skelfingin
skein út úr andliti hans.
„Hvað er að? Svaraðu nrér
drengur,” hrópaði gamli mað-
urinn aftur titrandi röddu.
„Það er strandað skip við
Svörtudranga,” stundi Erlendur
upp.
^Strandað skip? Strandað
skip! ? endurtók vitavörðurinn.
„Það er auðvitað vitaskipið.”
Og hann hefði fallið á gólfið,
ef Erlendur hefði ekki hlaupið
til og lagt hann í rúnrið. Hann