Fylkir


Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 18

Fylkir - 23.12.1953, Blaðsíða 18
18 Jólablað Fylkis 1953 Af stað burt i fjarlœgö. Þá var gott að vera til. Í júnímónuði síðastliðnum efndi Félag ungra Sjólfs'.æðis- manna til einnar af sínum vin- sælu kynnis- og skemmtiferðum til meginlandsins. Farið var með tveim vélbát- undir leiðsögn Sigurjóns Ingvars sonar, skipstjóra. Hópferð þessi mun sú fjölmennasta, sem farin hefur verið frá Eyjum, en þátt- takendur voru milli 90 og 100. Landtaka var höfð á Stokks- eyri, og þar biðu 3 fólksflutn- ingabílar, sem ferðast átti með um Árnesþing. Það var glaumur og gleði, sem einkenndi framkomu Eyjaskeggj anna ungu, allir voru í sólskins- skapi, þegar stigið var á land. Sjóveikin gleymdist fljó'.t, ekki sízt, þegar margí ber fyrir augu. Næsti áfangastaður var Sel- foss, en þar skyldi snæða kvöld- verð. Tómir magar nutu þess hve Selfyssingar eru natnir við matargerð og var ekki staðið upp frá borðum fyrr en allir höfðu fengið nægju sína og vel það. Til þess að enginn tími færi til spillis á stuttri dvöl okkar, settumst við í bílana og báðum um ökuferð til Lau"a,'vatns. Þess má geta, að einn af bílum okkar var nefndur „svefnvagn- inn'' fyrir þá sök, að hann ekur mest um nætur milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þeim ágætu mönnum, sem útveguðu okkur bílakostinn hefur fatazt hrapa- lega, ef þeir hafa haldið, að við værum komnir úr Eyjum til þess að sofa. En svo gott er að sitja í þessum margnefnda bíl, að til vand.æða horfði á tímabili, því auðvitað vildu allir vera í „hrotunni". En þetta er nú út úr dúr. Ferðin til Laugarvatns var hin skemmtilegasta, mikill söng ur og fjör og tilhlökkun fyrir því sem hið ókunna bæri í skauti sínu. Skoðað var það helzta á Laug arvatni og drukkið þar kvöld- kaffi áður en við lögðum af stað til Selfoss á ný, en það var okk- ar næíurstaður þessa einu nótt, sem við ætluðum að eyða á meg inlandinu í þetta sinn. Aðalbækistöð á Selfossi var iðnskólinn, en auk þess var ferðafólkið dreift um allt þorpið „bæði hérna megin og hinum meqin við ána". í Selfoss-bíó Kátt var í kvennáhóprium.- kynntumst við því, hvernig fólk- ið þarna skemmtir sér á böllum og mátti víst komoast þar I tæri við „nothýru volgra sviða", eins og blessaður skólastjó. inn kemsí að orði....... Um morguninn eftir var risið hæfilega snemma úr rekkju, því víða átti að fara og margt átti að sjá meðan tími entist. Og til að byrja með var farið í þá víðkunnu stofnun Mjólkur bú Flóamanna, er ekki grun- laust, að þáttíaker.dur muni enn eftir því þegar gengið var úr „ostasalnum" og inn í skyr- og mysudeildina. í Hverageiði voru okkur sýnd stærstu gróð- urhús staðarins, er unaðslegt að sjá, hve vel hafði tekizt rneð þrautseigju og dugnaði að rækta hinar ótrúlegustu jurtir og blóm. Andrúmsloftið var einn b!óma- ilmur og umhverfið eitt rósahaf. í Hveragerði er eitt mikið undur, sem íbúarnir eru stoltir af, er það borhola, sem nefnd hefur verið „Litli Geysir" en holunni fylgir sú náttúra, að með því að gefa henni hæfilega inntöku Má'gagn SjálfstceÖisflokksins Útg.'fandi: Sjálístœ; isféí. Vestmannaeyja Ritstjóri og aþyrgðarmaður! j óhr. n n Friðfi i msson l’nntsmiðjan EVítÚN lif. hans cg útvarpsiyrirlcstrum. Frá Hveraegrði var haidið sem leið iiggur út fyrir Ingó.lfsfjall cg ekki numið staðar fyrr en við r.ýju Sogsvirkjunina, sem þá var langt á veg komin. Mikilrengleikur framkvæmd- anna, sem þar er búið að vinna verður mörgum torskiiinn veru- leiki, hin geysilega tækni manns hugans birtist í áþreifanlegri mynd. Er þess að vænta, að ekki líði langur tími, þar til við hér fáum að njóta ávaxtanna af f* : m fj f BeÖið eftir lyklavoröi „járntjaldshtiðsins í Hveragerði. af karbfd, þá blæs hún frá sér þessu líka feiknar gosi a. m. k. 25 til 30 m .á hæð. Borhola þessi er innan „járntjaldsins" en svo er nefnt hverasvæðið, sem er innan við járnvarnargirð ingu mikla, sem se't hefur verið upp umhverfis það. Er svæði þetta harðlæst og sýnir meðfylgj andi mynd „járntjaldshliðið". Hvergerðingar eru manna gest risnastir og vorum við Eyja- skeggjar boðnir í samsæti, sem þarna var haldið, en þar voru ungir Sjóifstæðismenn úr Reykja vík einnig okkur til samlætis. í hófi þessu voru nokkrar ræður fluttar, m. a. flutti hinn víð- frægi rithöfundur Kristmann Guðmundsson, sem þarna á heima, mjög skörulega ræðu. Var kærkcmið að sjá mann þennán í eigin persónu, því margir þekktu hann af bókum hinu stórkostlega starfi, sem þarna hefur verið unnið. Því raf magnið er sá aflgjafi, sem gefur glæstar vonir um framtíð lands- ins okkar er býr yfir svo miklum vatns og fossakrafti. Einn mesti helgidómur íslands Þingvöllur varð næst á vegi okk- ar. Við námum ekki staðar fýrr en við höfuum farið yfir veliina og upp Almannagjá. Ó- víst er hvort „Öxar við ána" hafi nckkurnt'ma verið sungið af meiri krafti cg dug, en var í Eyjabílunum þrem í þetta skipti. Helztu sögustaðir Þingvalla voru skoðaðir og rifjaðist þá upp margt, sem tengir alla svo mjög við þennan helga reit, sem nú er nefndur þjóðgarður ís- lendinga... . . .. ... Ti! gamans m.á geta þess -að „útgerðarmanninum", þ. e.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.