Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1947, Síða 10

Skátablaðið - 01.04.1947, Síða 10
undirbúning hátíðahalda í sambandi við 25 ára afmælið. í nefndinni eru: Frú Hrefna ’Fynes, frú Áslaug Friðriksdóttir, Borghildur Strange, Sigríður Guðmunds- dóttir og Soffía Stefánsdóttir. Nefndin hef- ir ekki endanlega ákveðið, á hvern hátt afmælisins verður minnst, en i ráði er að <tefa út vandað afmælisrit, sem í verði frá- sagnir allra helztu kvenskátaforingja á land- inu af skátastarfi þeirra, svo og annað, er við kemur þróun og sögu skátahreyfingar- innar á íslandi. Auka aðalfundur B.Í.S. verður haldinn 4. og 5. júlí. Er það mjög heppilegt fyrir Kvenskátafélag Reykjavíkur, að fá þannig tækifæri til að bjóða foringjum, sem koma utan af landi, á afntælisfagnað þann, er það ætlar að halda laugardagskvöldið 5- júlí í Skátaheimilinu við Hringbraut. Skátablaðið mun nánar geta þessa afmæl- is síðar. Framhald af bls. 29: Reyndu að afla þér upplýsinga urn þau örnefni, sern þar finnast, og kynntu þér sögu þeirra. Þessar sögur eru heill heimur lífs, og flestar táknrœnar fyrir þjóðlíf okkar. Lærðu að þekkja þær jurtir, sem verða á vegi þinum. Þær eru lifandi verur, sem heyja lifsbaráttu sina eins og við, þótt á annan hátt sé. Kynntu þér þau dýr, fugla o. fl., sem þú sérð á ferðalagi þínu. Og mundu, að steinar og jarðlög tala sínu þögla máli um sögu og myndun lajidsins sins. Það eru til þeir menn, sem muna lítið efni. bókar, þótt þeir hafi lesið hana. Þá menn skortir bæði skilning og athygli. Aðrir eru þeir, sern skilja vel og muna það, sem þeir lesa. Landið okkar að sumarlagi er stór, falleg og fjölskrúðug bók með ótærnandi lesefni. Reyndu, skáti, að líkjast þeim, sem sér og skilur. Þvi miður eru allt of margir ferðamenn ólæsir á náttúrunnar bók. Vertu ekki einn af þeim. Lestu af kappi í bók landsins þins. Eftir því, sem þú Jest meird, langar þig til að lesa meira, þxn að lesturinn veitir þér fræðslu um lífið sjálft og eykur ást þína á föðurlandi þínu. JÓNAS B. JÓNSSON. Kvenskátahreyfingin á fsiandi 25 ára Kvenskátafélag Reykjavíkur verður 25 ára í sumar, stofnað 7. júlí 1922. Tildrög að stofnun félagsins voru þau, að hér var stödd dönsk K.F.U.K.-skátastúlka, ungfrú Gertrud Hansen, nú frú Friðriksson skáta- foringi á Húsavík. Hún ásamt ungfrú Jakobínu Magnúsdóttur, sem hafði starfað nteð kvenskátum erlendis, stofnuðu félagið og hét það fyrst Kvenskátaíélag K.F.U.K. og var innan vébanda þess. Þetta var fyrsta kvenskátafélagið á íslandi, en 1925 var stofnað kvenskátafélag í Hafnarfirði og svo koll af kolli víðs vegar um landið. Nú eru alls starfandi kvenskátar á tuttugu stöðum á landinu. Á aðalfundi Kvenskátafélags Reykjavík- ur í haust, var kosin nefnd til að annast 30 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.