Skátablaðið - 01.04.1947, Side 25
Góðar undirtektir. — Enn um búningavandamálið. — Fciurn við
íslenzka búninga? — Verður landsmót 1948? — 35 ára afmœli
skátahreyfingarinnar á íslandi. — Merkilegt mál. — Vaknið, skát-
ar! — Betra Skátablað. — Taflskátar. — Skátasöngbókin nýja. —
Velkomið, sumar!
gezt er að byrja á því að þakka fyrir öll þau
mörgu og ágætu bréf, sem ég hefi fengið
síðan Skátablaðið kom út seinast. Það fór sem
mig grunaði, að margir mundu verða til þess
að senda mér línur. Eg þakka öll bréfin. Anægja
sú, sem látin er í ljósi með þennan nýja þátt
blaðsins, ber vott um að skátar hafa skilið og
skilja tilgang þáttarins. Samt er ég ekki alls
kostar ánægður. Mikill vill meira. Bréfin eru
aðeins úr Hafnarfirði og Reykjavík. En ég vildi
svo gjarnan fá bréf að vestan, norðan og austan
líka. Hvernig er það með ykkur þarna á ísa-
firði, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar? Haf-
ið þið ekki eitthvað að segja líka? Ef til vill
eru bréfin frá ykkur á leiðinni? Góðum póst-
samgöngum er nú ekki fyrir að fara á voru
landi. Og svo eru það kvenskátarnir yfirleitt.
Ekki eitt bréf frá þeim. Trúið þið því? Kannske
hafa þeir tekið sér málhvíld? Einhvern veginn
á ég bágt með að trúa því. Með öðrum orðum:
Þættinum væri kærkomið að fá bréf lir öllum
áttum.
Hér er bréf um búningavandamálið:
„ÞAR SEM ÉG SÉ, að í nýjasta tbl. Skáta-
blaðsins er kominn nýr þáttur, „Við tjaldskör-
ina“, langar mig til þess að skrifa nokkrar línur.
Ég er einn af þessum tilvonandi Jamboree-
förum og hefi mikinn áhuga á ferðinni. En ég
ei mjög áhyggjufullur vegna skátabúningsins.
Hvenær koma búningarnir og hvernig verða
þeir? Verða þeir komnir áður en við förum?
Verða þeir eins og ensku búningarnir? Eiga ís-
lenzkir skátar að fara í enskum skátabúningum
SKÁTABLAÐIÐ
til Erakklands í sumar? Ég vona ekki. Ég vona
að við getum farið í íslenzkum búningum og
þó að þeir verði saumaðir í Englandi, að þeir
verði með íslenzku sniði.
Hefir nokkuð verið reynt að fá íslenzkt efni
í skátabúninga? Mundi það ekki vera þjóðlegra
og henta betur íslenzkum skátum? Og þótt
skátabúningur úr íslenzku efni yrði mun dýrari,
mundi hann ekki verða endingarbetri og hlýrri?
Skátabúningar þeir, sem við höfum notazt við
að undanförnu, eru jiunnir og þola ekki að
blotna. Ég hefi blotnað nokkrum sinnum í bún-
ingnum mínum, svo að nú er hann allur grænn
á bakinu eftir klútinn. Og þegar ég hefi farið
á skíði, hefi ég aldrei farið í búningnum, því
að hann er svo kaldur og þolir ekki að blotna.
Nú legg ég til, að þeir, sem með þessi mál
hafa að gera, athugi nú þegar hvort ekki er
unnt að fá íslenzka skátabúninga."
ÉG ER ALVEG SAMMÁLA bréíritaranum.
Ef ókleyft reynist að útvega búninga erlendis
frá, ber að gera gangskör að því að útvega bún-
inga úr íslenzku efni. Fáist gott og fallegt efni,
hygg ég að skátar mundu ekki horfa í það, þótt
það kunni að verða eitthvað dýrara. Það verður
að fara að gera einhverjar róttækar ráðstafanir
í búningamálunum, ef það á ekki bókstaflega
að leggja alla skátabúninga alveg niður. Býst ég
ekki við því, að menn verði sammála um það.
En ástandið er óþolandi. Það vita allir. Ósköp
hafa annars íslenzkir skátar verið eitthvað sein-
heppnir í þessum búningamálum. Alls konar
skran hefir verið flutt inn í landið, en skáta-
45