Skátablaðið - 01.04.1947, Side 33
Erindreki B.Í.S.
Eins og getið var um í síðasta blaði, þá
réði B.l.S. síðastliðið haust til sín fastan
starfsmann, Aðalstein Júlíusson frá Akur-
eyri.
Hefir hann þegar heimsótt fjölcia mörg
félög víðs vegar um landið og stofnað mörg
ný félög. Erindrekinn er nú staddur á Aust-
fjörðum til aðstoðar við stofnun skátafélaga
þar. Væntanlega getur Skátablaðið bráð-
iega birt frásögn hans af skátastarfinu í
landinu, en það er mjög mikilsvert fyrir
skáta að heyra, hvað sá maður segir um
það, sem einna bezta aðstöðu hefir haft til
þess að kynna sér það. Aðaisteinn hefir
viðast livar, sem liann hefir komið, haldið
foringjanámskeið, og er auðséð, hve nauð-
synlegt það er, að B.Í.S. hafi mann í þjón-
ustu sinni, sem getur haldið slík námskeið,
þegar félögunum bezt hentar.
Foringjaskólar.
Nú hafa foringjaskólarnir verið ákveðnir
í ár. Verður skipulag þeirra þannig:
1. Sveitarforingjanámskeið, í skála Skáta-
félags Akureyrar, Glaumbæ, um mánaðar-
mótin mai og júni. Skátafélögin á Akureyri
sjá um námskeiðið, en fastir kennarar ann-
ars staðar að verða að öllu óbreyttu erind-
reki B.Í.S., Aðalsteinn Júlíusson, og Páll
Gíslason innanlandsritari. — Þátttökutil-
kynningar sendist Brynju Hlíðar eða
Tryggva Þorsteinssyni, Brekkug. 43, Akur-
eyri fyrir 10. maí. Þátttökugjald er ráðgert
kr. 25,00 á dag.
2. Sveitarforingjanámskeið á Úlfljóts-
vatni, 13. til 21. sept., og
3. Flokksforingjanámskeið á Úlfljóts-
vatni sömu daga. Þátttökutilkynningar fyrir
bæði námskeiðin ásamt tryggingargjaldi,
kr. 50,00, hafi borizt Foringjaskóla B.Í.S.,
pósthólf 831, Reykjavík, fyrir 25. ágúst.
Þátttökugjald er kr. 100,00 auk tryggingar-
gjalds. Fyrirkomulag þessara námskeiða er
enn ekki fyllilega ákveðið, en þau verða
með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Fjögur ný skátafélög.
Enn hafa bæzt ný skátafélög í B.Í.S. og
er það gleðilegt, að ekki skuli nú koma út
Skátablað nerna með slíkum tíðindum.
Eftirtalin skátafélög hafa gengið í B.Í.S.:
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Siglufirði,
Kvenskátafélagið Ásynjur, Sauðárkróki,
Skátafélagið Afram, Ytri-Njarðvik, og
Skátafélagið Nesbúar, Neskaupstað.
SKÁTABLAÐEÐ óskar hinum nýju fé-
lögum langra lífdaga og að þau megi verða
æskulýðnum, livert á sínum stað, til gagns.
og gleði.
Auk þess munu vera nýstofnuð félög á
Raufarhöfn, Eskifirði og Hrísey.
SKÁTABLAÐIÐ
53