Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 20
Imlalapanzi slcriiar um .Eitthvað nýtt i skátastarfið A hverju hausti skipuleggjum við starfið fyrir veturinn eða að minnsta kosti byrjun hans. Við leggjum niður fyrir okkur, að hverju starf okkar á að rniða, og hvað við viljum fá fram. Síðan skrifum við hjá okk- ur, hvaða tæki við höfum til að ná þessu. Á veturna verður flest starfsemi okkar að fara fram inni, þó að við reynum að færa starfið út eftir því sem hægt er. Við þurfum því að reyna að skapa það andrúmsloft í húsakynnum okkar, að skátarnir finni, að þeir séu í skátaherbergi. Þar andar maðúr að sér lofti, sem er þrungið af hvatningu til nýrra og betri átaka til aukins skátastarfs. Við skulum því byrja á því að búa fundaherbergi okkar þannig, að ekki sé um að villast að hér búa skátar. I ílolíltsherbergið. 1. Fyrst er það að utan. Það er sjálfsagður hlutur fyrir hvert skátafélag að auð- kenna húsakynni sín t. d. með skátalilju eða á annan liátt. Þetta virðist vera sjálf- sagt, en samt er þetta mjög óvíða gert hér á landi. 2. Þá er það inni. Fyrsta skilyrðið er, að það sé hlýtt, notalegt og þrifalegt í hús- næðinu. Skiptist því á, að koma nokkru áður og undirbúa fundinn. Þá er það flokksherbregið. Þar á helzt að vera allt til alls, en þó staður fyrir hvern hlut. Skrifið nú upp hvað þið mynduð þurfa í herbergið ykkar og berið svo listan sarnan við það, sem þið hafið. Minn listi rnyndi líta út eitthvað á þessa leið. a. A ueggjunum: 1. Shátalögin, Skátaheitið eða Eink- unnarorðin teiknuð á spjald eða skinn. 2. íslenkur fáni. 3. Einkennismerkin á spjaldi. 4. Myndir úr skátalífinu og af flokknum. 5. Flokksdýrið (mynd). 6. Mynd af B.-P. eða Olave Baden Powell. 7. Gott að hafa: Hnútaspjald, Atta■ vitaspjald, Landabréf, Flaggastaf- rófið eða Morse á spjaldi o. s. frv. 94 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.