Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 23
SOFFÍA STEFÁNSDÓTTIR: Kvenskátamótíð í Hmdsgavl í Daeinörku Nýlega eru komnir heim 10 kvenskátar, sem tóku þátt í kvenskátamóti, er haldið var í Hindsgavl við Middelfart í Danmörku, dagana 23. júlí til 1. ágúst. Þetta var stærsta kvenskátamót, sem haldið hefir verið í Danmörku til þessa og stóðu K. F. U. K. skátar fyrir því. Þátttakendur í mótinu voru alls um 7200 og voru þeir frá 13 þjóðum auk Danmerkur: Frá íslandi, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Englandi, Belgíu, Frakklandi, Tékkó-Sló- vakíu, Luxemburg, Póllandi, Sviss, Skot- landi og U. S. A. Við vorum 12 íslenzku kvenskátarnir; 3 frá Akureyri: Sigríður Skaftadóttir, Sól- veig Björgvinsdóttir og Hulda Þórarins- dóttir, 2 frá Hafnarfirði: Sigríður Árnadótt- ir og Kristín Þorvarðardóttir og 7 úr Reykjavík: Soffía Haralds, Gússy Berg, Unnur Arngrímsdóttir, Lilly Gísladóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Soffóa Stefáns- dóttir og Thordís Davíðson. Ferðin tók okkur alls sex vikur. Fórum við með Drottningunni 5. júlí og komum aftur með henni 18. ágúst. Mótið var haldið á mjög fallegum stað, skóglendi var þar á alla vegu, dásamlegt útsýni yfir Litla-Belti og hina tignarlegu brú þess. Þarna var og góð baðströnd og fórum við þangað í smáhópum 30—40 sam- an og böðuðum okkur í vatninu. Veðrið var yndislegt alla dagana utan einn, en þá ringdi dálítið. En nokkuð fannst okkur hitinn mikill (30—40), enda í allt of heit- um búningum. Flestar voru í léreftsbún- inguni en það eru slíkir búningar sem okkur vantar sem útilegubúninga. Við höfðum með okkur stuttar buxur og hvíta skyrtu (en það er okkar útilegubúningur), og eftir mikið „þras“ fengum við undanþágu til þess að nota hann um miðjan daginn, þegar hitinn ætlaði alveg að gera út af við okkur. Tjaldsvæðinu var skipt niður í 20 borgir og báru þær nöfn frægra danskra kvenna. Hét sú borg, sem við bjuggum í (ásamt 4 hópum frá Danmörku) „Estridsborg." Fyrir hverri borg réði borgarstjóri og prest- ur. Hafði hann með okkur biblíutíma á hverjum rnorgni. Á mótinu voru ýmiss þægindi t. d. banki, pósthús, sími, spítali, vöggustofa, barna- garður, lögregla, verzlanir, veitingatjöld og fjöldinn allur af skrifstofum. Mótsblað var gefið út og hét það „Brovagten". Öll þessi störf liöfðu kvenskátarnir sjálfir með höndurn. Dagskrá mótsins var frjáls, góður tími gefinn til heimsókna til annarra þjóða, skoða þeirra tjaldbúðir og tala við fulltrúa þeirra. Við fengum ósköpin öll af heimsókn- um. Hvítu gærurnar vöktu geysi athygli svo og hliðið, sem var lang sterklegasta og myndarlegasta hliðið á mótihu. Öll hin hliðin voru úr kalviði eða einhvers konar trjáviði og var lítið til þeirra vandað. Þó voru þar nokkur með líkönum af kirkju- SKÁTABLAÐIÐ 97

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.