Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 28
fullir skeflingu. „Jenni litli er ennþá uppi!
Hann brennur inni?“
Augnabliks þögn. Aðeins snarkið í eld-
inum.
„Sækjum hjálp! Brunalið!“ hrópaði Jens
og hentist upp á hjólið sitt. Nokkrir eltu
hann. Aðrir hlupu ráðlausir burtu, lík-
lega heim til sín. Fjórir, fimm stóðu eftir
og störðu vonlausir á logana. Sjálfur hafði
ég helzt löngun til þess að hlaupa heim eins
og hinir. Ég var skíthræddur. Fæturnir
skulfu. En í þetta sinn náði óttinn ekki
yfirtökunum. Það var Jenni litli, sem ég
var að hugsa um. Ég þorði ekki að láta hann
brenna inni, án þess að gera einhverja til-
raun til þess að bjarga honum. Og þó —
þorði ég ekki að bjarga honum. Það veit
liamingjan. En svo kom ég auga á vatns-
balann. Það var stór trébali. Við höfðum
fyllt hann daginn áður af vatni, og siglt
bátunum okkar í honum. í einu vetfangi
stökk ég ofan í balann. Líklega hefi ég gert
það óaðvitandi eða kannske að ég hafi fyllst
einhverjum innra krafti. Ég get ekki skýrt
það.
Holdvotur með rennvott handklæði fyrir
andlitinu hentist ég upp stigann og hvarf
í reykjarsvæluna. Ég heyrði félaga mína
æpa eitthvað á eftir mér. Ég var lafhræddur
— en ég gat ekki snúið við.
Hitinn var ofsalegur og reykjarmökkur-
inn svo mikill að mér lá við köfnun. Eld-
urinn magnaðist sí og æ. Ég skimaði í allar
áttir. Loks kom ég auga á einhverja þúst
á gólfinu. Það var Jenni litli. Ég lyfti hon-
um upp og dró hann á eítir mér. Mig
logsveið í augun og lungun. Hvað eftir
annað lá mér við falli. Og logandi þak-
sperra féll niður á herðar mínar. — Loks-
ins náði ég þó hlöðugatinu.
Hvernig ég kom niður stigann, veit
ég ekki. Mér er heldur ekki ljóst hvað gerð-
ist eftir það og þangað til að ég vaknaði
102
heima í rúminu mínu, margreifaður og
rígbundinn eftir öllum kúnstarinnar regl-
um.
Til allra hamingju höfðum við Jenni ekki
brennzt alvarlega. Ég er meira að segja á
fótum í dag. Og til mín hefir verið sífelld-
ur straumur af fólki. Allir segja að ég sé
hetja. En ég held að það hljóti að vera
mikill misskilningur, því að ég hef alltaf
verið óttaleg skræfa. — Um það sannfær-
ist ég bezt sjálfur, þegar ég hugsa um það,
hve hræddur ég var í gær, þrátt fyrir það
þótt mér tækist nú að bjarga Jenna litla.
Já, það er ef til vill skrýtið, en ég er viss
um að ég þyrði ekki að leika það aftur, ef
hið sama endurtæki sig.
Svo að annaðhvort hlýt ég að vera hug-
prúður heigull eða huglaus hetja. Hvað
haldið þið? Hvað segið þið nú um þetta?
Hvar er húseigandinn?
SKÁTABLAÐIÐ