Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 15
vera harður á svipinn. „Lotta er líka svo leið yfir þessu, skaltu vita.“ „Þér rnegið ekki halda, að mig langi ekki til þess, en það er svo erfitt, þegar búið er að ráðstafa öllu. Vibsen fer í minn stað og fær lánaðan allan rninn útbúnað.“ „Það er sjálfsagt einhver í flokknum, sem á gamlan svefnpoka og gamlan skátabún- ing, sem hún getur lánað Vibsen.“ „Mamma er líka búin að segja frú Kéld- sen að ég fari ekki í skátabúðirnar, og ég á að vera allt fríið hjá frænda og frænku Bodilar. Héðan af verður þessu ekki breytt, „Geturn við ekki reynt að fá Bodil með?“ „Bodil?“ hrópaði Sysser með skelfingar- svip. „Já, væri það eiginlega svo vitlaust?" „Bodil er illa við allt, sem kemur skát- um við.“ „Nú, það væri nú kannske hægt að yfir- vinna þá óbeit.“ „Það held ég að yður takist ekki. Hún er óþolandi." „Ætli hún sé nokkuð verri en unglings- stúlkur gerast; en nú er orðið framorðið, svo að ég verð að kveðja. Geturðu ekki hringt til mín einhvern tíma á morgun, ég þarf að tala betur við þig, en hefi ekki tíma í dag. Vertu sæl, Sysser, við sjáumst aftur.“ Sjáumst aftur, hugsaði hún með sér, hvað meinti hann með því. „Já, finnst yður það ekki, frú Kéldsen? ----Það er leiðinlegt hennar vegna. — — Já, senda hana til mín — — já, það væri ágætt, ef þér gætuð það. Ég skal telja um fyrir telpunni. — — Þakka yður fyrir, frú Kéldsen, þakka yður fyrir skilninginn. Áhugamál barnanna eru líka okkar eigin áhugamál, alveg rétt, frú Kéldsen — —. Verið þér sælar, verið þér sælar og þakka yður fyrir.“ Berg skrifstofustjóri lagði símann á og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Hann neri á sér liökuna, eins og hann var vanur að gera, þegar hann var þungt hugsandi. Þetta varð að takast. Það var bankað á hurðina. Tóta litla tindilfætt á nætttrvakt. SKATABLAÐIÐ 89

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.