Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 34
erindi sín. Utanáskrift er Skrifstofa B. í. S.
skátaheimilinu við Hringbraut, pósthólf 831,
Reykjavík. Þá eru allir skátar utan af landi, sem
eru á ferð í Reykjavík, sérstaklega beðnir að
koma við á skrifstofunni.
ERINDREKI B. í. S.
Aðalsteinn Júlíusson, sem að undanförnu
hefir verið erindreki B. I. S. hefir horfið að
verkfræðinámi við Háskóla íslands. Hætti hann
því störfum fyrir B. í. S. um mánaðarmótin
sept.—okt. s. 1. Skátar um land allt þakka Aðal-
steini unnin störf í þágu hreyfingarinnar og
óska honum góðs frama á námsbrautinni.
LANDSMÓTIÐ.
Bandalag íslenzkra skáta ákvað í sumar að
fara þess á leit við eftirtalin fimm skátafélög
að standa fyrir og sjá um landsmót að Þing-
völlum næsta sumar:
Skátafélag Reykjavíkur, Kvenskátafélag
Reykjavíkur, Skátafélagið Völsungar, Skátafé-
lagið Heiðabúar og Skátafélagið Hraunbúar.
Félögin hafa nú tilnefnt sinn fulltrúann
hvert í nefnd, sem á að starfa að undirbúningi
mótsins. Landsmótsnefndin er þannig skipuð:
Aðalsteinn Júlíusson frá B. í. S.
Sigurður Agústsson frá B. I. S.
Pétur Maack Jónsson frá Skátafélagi Reykja-
víkur.
Soffa Stefánsdóttir frá Kvenskátafélagi
Reykjavíkur.
Hallgrimur Sigurðsson frá Völsungum.
Helgi S. Jónsson frá Heiðabúum, Keflavík.
Þorvaldur Þorvaldsson frá Hraunbúum,
Hafnarfirði.
Auk áðurnefndra er framkvæmastjóri B. í.
S., Vilbergur Júlíusson, einnig í nefndinni og
sér um ýmsar framkvæmdir fyrir hana.
Landsmótsnefndin heldur fundi vikulega.
Hún hefir þegar haldið nokkra fundi og mun
bráðlega skila áliti til stjórnar B. í. S. um
stund, stað, fyrirkomulag og framkvæmd
mótsins.
ENNÞÁ NÝ SKÁTAFÉLÖG.
Síðan fréttir voru seinast birtar í Skátablað-
inu hafa enn bættst þrjú félög í B. í. S.
Þau eru:
Skátafélag Raufarhafnar, Raufarhöfn,
Skátaflag Eskifjarðar, Eskifirði og
Kvenskátafélagið Valkyrja, ísafirði.
Félögin á Raufarhöfn og Eskifirði eru bæði
nýstofnuð samfélög drengja og stúlkna. A báð-
um stöðum virðist vera rikjandi áhugi fyrir
skátamálum. Aðalhvatamaður stofnunar félags-
ins á Raufarhöfn og núverandi félagsforingi
þar er Leifur Eiríksson, kennari. Einn drengur
þaðan sótti sveitarforingjaskólann í Glaumbæ
í sumar. Stofnendurnir voru eingöngu drengir,
en svo var ráð fyrir gert, að stúlkur yrðu teknar
mjög bráðlega inn í félagið.
A Eskifirði gengust þeir séra Þorgeir Jónsson,
sóknarprestur og Skúli Þorsteinsson, skólastjóri
fyrir stofnun félagsins. Þeir eru og félagsfor-
ingjar. Félagið starfar enn aðeins i tveimur
flokkum öðrum drengja en hinum stúlkna. Hug-
myndin er að ala fyrst upp nokkurn hóp flokks-
foringja áður en nýjir meðlimir væru teknir inn.
Skátastúlkur hafa starfað um fjölda ára á
Isafirði þótt ekki hafi þær fyrr verið teknar í
Bandalagið. Um það leiti, er kvenskátasam-
bandið var lagt niður, gengu flest hinna starf-
andi kvenskátafélaga í landinu í B. í. S. Þá
sendu þær og umsókn, en hún glataðist ein-
liverra orsaka vegna og kom ekki i leitirnar
fyrr en nú fyrir skömmu síðan. Félagsforingi
kvenskátanna á ísafirði er María Gunnars-
dóttir, kennari.
JAMBOREE!
Við aðalbraut: íslandssýningin auglýst.
108
SKATABLAÐIÐ