Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 16
„Já.“
„Það er lítil stúlka hér frammi, sem vill
tala við skrifsto£ustjórann,“ sagði ein skrif-
stofustúlkan. „Á ég að segja, að þér séuð
í önnum?"
„Nei, vissulega ekki. Ég held þér séuð
ekki nteð öllum mjalla. Nú hefi ég farið
hamförum til þess að ná tali af þessari litlu
stúlku, og svo komið Jtér og ætlið að eyði-
leggja allt ævintýrið fyrir mér. Komið nú
bara strax með hana hingað,“ sagði Berg
hlæjandi.
Þegar Bodil svo kom inn, létt og snör í
hreyfingum, varð skrifstofustjóranum að
hugsa: Snotur, eiginlega blátt áfram falleg
stúlka með brún augu, sem bæði geta verið
blíðleg og líka full af mótþróa.
„Frk. Bodil Kéldsen, geri ég ráð fyrir, ég
er Berg skrifstofustjóri,“ sagði herra Berg
vingjarnlega og bauð henni sæti í indælum,
mjúkum hægindastól. „Sysser hefir sagt mér
—, þið eruð vinkonur, er ekki svo?“ bætti
hann við og deplaði augunum hálflirekkja-
lega.
Það var sem augu Bodilar fylltust mót-
þróa. Hvað átti þetta að þýða? Það var víst
bezt að gæta sín.
„Ef við erum ekki vinkonur, þá er það
að minnsta kosti ekki mér að kenna, ég
vildi gjarnan vera vinkona Sysser, en hún
velur sér ekki vini utan skátafélagsins.“
Berg átti erfitt með að vera alvarlegur.
„En hvernig væri Jrað þá að verða skáti,
eitthvað verður maður að leggja á sig, vílji
maður eignast vin.“
„Puh, ha, nei, ég Jjakka, haldið þér —
eða skrifstofustjórinn.“
„Þú skalt ekki kæra Jng um nein hátíðleg
ávörp, kallaðu mig bara Berg pabba, eins
og Sysser gerir.“
„Haldið þér að ég ætli að fara að iðka
einhverjar dyggðir? Maður má ekkert, þeg-
ar maður er skáti.“
„Ég mundi nú heldur orða það svona:
Maður fær að gera svo margt, sem aðrar
telpur fá ekki.“
„Það eru alls konar lög, sem þarf að
hakla.“
„Lögin sín búa skátarnir sjálfir til, og
lofa af frjálsum vilja að hlýða þeim. Hugs-
aðu svo bara um það dásamlega útilíf, sem
þeir lifa. Það liggur satt að segja við að ég
öfundi Lottu af því að eiga að fara í skáta-
búðir. Sjálfur gæti ég vel hugsað mér að
fleygja frá mér síðu buxunum og íklæðast
stuttbuxum og háum sokkum, setja föggur
mínar í bakpoka og fara með, en Jjví mið-
ur er |>aö ekki hægt. Ég verð að gæta virð-
ingar minnar,“ og Berg hló góðlátlega.
Bodil komst blátt áfram í gott skap við
að heyra, hvað Berg gat hlegið innilega.
Óbeitin, sem hún hafði haft á því að fara
í þessa heimsókn var alveg horfin. Hugsa
sér, hvað hann gat verið notalegur að tala
við, og svo skildi hann að einhverju leyti
hvað hrifið gat huga ungra stúlkna.
Hana langaði mest til að stökkva upp
um hálsinn á þessum ókunna manni, en sat
þó á sér. Ungar, vel upp aldar stúlkur hög-
uðu sér ekki þannig.
Síminn hringdi.
„Halló, já, gætirðu hringt svolítið seinna.
— — Nei, nei, ekki rétt í bili.“
Bodil hafði nú fengið tíma til að hugsa
um, hverju hún ætti að svara málaleitan
Bergs. Það var ekki hægt að neita því, að
það var góð hugmynd að verða skáti, ef hún
gat með því móti áunnið sér vináttu Sysser,
eða ef það gæti orðið til þess að Sysser færi
að þykja ofurlítið vænt um hana.
Sysser gat svo sem verið merkileg með
sig og yppt öxlum, þegar Bodil gekk eftir
henni. Sysser átti nóga félaga, en Bodil ekki
einn einasta.
I raun réttri var hún ekkert á móti skáta-
félagsskapnum; hún játaði fyrir sjálfri sér
90
SKATABLAÐIÐ