Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 30

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 30
Ég hefi eiginlega ekki tekið eftir því fyrr en núna um daginn er ég dvaldi þar fáeina daga. Og því minnist ég á þetta liér, að mér finnst að við skátar ættum að sýna þessurn skemmti- lega stað sérstaka rækt. Hugsa um liann og láta okkur annt um hann. Vatnið, sundin, eyjarnar, landslagið. Þetta var allt svo heillandi fagurt þarna í kvöldsólinni um daginn, að ég fór að hugsa um það hvað íslenzkir skátar hafa verið heppnir að hreppa þennan fagra stað. Og þakk- látir megum við vera þeirn öllum. sem lagt hafa af höndum vinnu og fé til þess að við íslenzkir skátar getum notið alls þess er jörðin hefir upp á að bjóða. En það er margt, sem miður fer um okkar kæra Ulfljótsvatn, þótt fleira sé vel um Jrann stað. Eg fékk bréf frá einum skáta, sem lætur sér annt um Úlfljótsvatn og ræðir hann um ann- marka og galla búskaparins austur þar.- Honum þykir vænt um „Vatnið“ og ég held að það sé brot af búfræðingi í drengnum. Bréf Kára hljóðar svo: „ÉG HEFI í SUMAR dvalið að Úlfljótsvatni, á Skátaskólanum þar og fylgst því vel með bú- rekstrinum þar. Hann olli mér sárra vonbrigða. Jörðin Úlfljótsvatn er nú, eftir því sem ég bezt veit í umsjá Bandalags íslenzkra skáta og skepn- ur og áhöld munu vera í eigu Jiess. En sorglegt er til Jiess að vita, að skátahreyfingin skuli ekki geta rekið svo stóra og að mörgu leyti ágæta jörð, með meiri rausnarbrag en raun ber vitni. Oll merki sýna að jörðin er i mikilli niður- níðslu, fjósið komið að falli, túnin ekki í góðri rækt, illa slétt og sumt kargþýft og svo eru girðingar allar úr sér gengnar. Mörg dæmi mætti nefna um það, hvernig búið hefir verið rekið ■og vitna þau flest um fádæma amlóðahátt, sem tnjög er eðlilegt þar eð á jörðinni hefir setið sinn maðurinn á hverjum tíma og þess vegna ekki hagað búrekstrinum eins og sá er jörðina ætti sjálfur. í VOR VAR t. d. tekið stykki til ræktunar og herfað mjög vel með góðum traktor. Svo kom til kasta bóndans að bera í stykkið og sá í það. Allur áburðurinn sem þetta nýræktar- stykki hlaut, voru fáeinir pokar af erlendum áburði, sem var vart meira en fremur lítill áburður á vel ræktað tún. En þetta var auðvitað því undarlegra, sem vitað er að mikill haugur húsdýraáburðar er rétt við fjósdyrnar og gerir ekkert annað en að torvelda inngöngu í það merkilega hús. Hefði nú þessi áburður verið látinn í flagið, hefði uppskeran orðið meiri en hún varð vægast sagt fyrir neðan allar hellur. Fleiri dæmi mætti nefna en það mun vart bæta mikið. EITT LANGAR MIG til að vita. Eru þeir menn, sem hafa með þessi mál að gera, að hugsa um að reka búið með eilífu tapi og meiri og meiri niðurníðslu? Er það satt, að þessir aðilar banni f járrækt á jörðinni? Það tel ég að sé mjög illa ráðið, Jrar eð jörðin er af öllum talin langt- um betri fjárjörð en kúajörð. Menn hafa sagt mér dæmi, sem sanna þetta, og ég dreg þá álykt- un af, að álitlegur kindahópur, geti gefið af sér mikinn arð, sem sannarlega veitti ekki af til þess að bæta upp tapið á kúnum. Mér hefir verið sagt, að féð gæti auðveldlega farið í skóg- rækt, sem á að vera einhvers staðar þarna í nánd. En mætti ég spyrja: Er ekki sama hvort kindurnar frá Króki. Hlíð og fleiri bæjum fara í skógræktina eða kindur frá Úlfljótsvatni? Ef um það væri að ræða að rækta skóg t. d. á jörð- inni, held ég að betra væri að girða af spildu JAMBOREE! íslendingar, búsettir og staddir i París koma í heimsókn. A myndinni sjást m. a. Halldór Þor- steinsson frá Akureyri, Þorbergur ÞórÖarson, rihöfundur og frú, Hörður Agústson, listamað- ur, Guðbrandur Jónsson, prófessor, og frú, Kristján Albertsson, sendiherra, Davið Olafs- son, fiskifraðingur ó. fl. 104 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.