Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 32
K VENSKÁ TASKÓLINN.
Þann 22. ágúst s. 1. lauk sumarskóla kvenskáa
að Úlfljótsvatni. Dvöldu þar um 40 skátar og
ljósálfar í lengri eða skemmri tíma. Voru það
aðallega stúlkur fr'á Revkjavík að tveim undan-
skyldum. Má segja að starfið hafi gengið vel,
þó útistarfsemi og ferðalög hafi ekki orðið sem
skyldi siikum óhagstæðrar veðráttu. Varð því
að haga seglum eftir vindi og binda sig aðallega
við innanhússstarfsemi og æfa undir ýmis próf
og var það gert af kappi, enda varð árangurinn
góður, þar sem flestir nemendur sýndu einstak-
ann áhuga. Árangur í prófunum varð sem hér
segir:
Af 35 skátum tóku 6 nýliðapróf, 13 luku 2. fl.
prófi, 90 sérpróf voru tekin, þar á meðal „Hjálp
í viðlögum“, „heimahjúkrun", „matreiðsla";
„útilega", „vinnukona" o. fl. 7 skátar fóru í
50 km göngu, 7 gengu 60 km og 8 70 km. 10
skátastúlkur urðu skjaldmeyjar. Ljósálfar voru
9. Þar tóku 2 ljósálfapróf, 8 tóku 1. stjörnu, 3
2. stjörnu og 22 sérpróf voru tekin.
Einn ljósálfur (Helga Haraldsdóttir, 10 ára)
gekk 70 km með skátunum og tók sundpróf
skáta.
Eins og áður er sagt var óhagstæð veðrátta
allann timann, að undanskilinni einni viku,
það var þó farið í eina smáútilegu og eins fóru
skátastúlkurnar og 1 ljósálfur gangandi yfir í
Hveragerði ásamt drengjunum og tóku nokkrar
stúlkur sérpróf í sundi í lauginni þar.
DRENG JASKÓLINN.
Drcngjadeild skátaskólans á Úlfljótsvatni tók
til starfa 8. júní í sumar. Drengir á skólanum
voru þá 24, 6 skátar og 18 ylfingar. Flestir urðu
drengirnir 27 en fæstir 23. Var þeim skipt í
fjóra flokka, þrjá fyrir ylfinga og einn fyrir
skáta. Drengirnir sváfu í fjórum stórum tjöld-
um, einn flokkur í hverju. Skólastjóri var stud.
teol. Björgvin Magnússon, deildarforingi í skáta-
félaginu Völsungar, en kennarar voru þeir Þor-
valdur Þorvaldsson úr skátafél. Hraunbúar og
Ragnar Jón Einarsson úr skátafélagi Reykjavík-
ur. Ráðskonur voru Sigmunda Elannesdóttir og
Margrét Kristjánsdóttir úr Kvenskátafélagi
Reykjavikur. Á skólanum tóku fjórir skátar 2. fl.
próf, einn varð skjaldsveinn, en alls tóku skát-
arnir 20 sérpróf.
Þrír ylfingar tóku sárfætlingspróf, fjórir fyrstu
stjörnu, en alls voru um 80 ylfingasérpróf tek-
in. — Heilsufarið var sæmilegt, nokkur mislinga-
tilfelli fyrst framan af. Veðráttan hamlaði nokk-
uð starfseminni og olli því, að ýmis áform fórust
fyrir, en þó gekk starfsemin sæmilega. Helztu
framkvæmdir má telja þær, að smíðaður var
pallur við suðurenda skálans, til mikils prýðis
fyrir skólahúsið. Veiði í vatninu var óvenjulega
treg. Þann 21. ágúst var skólanum slitið og
verðlaun afhent. Flokkaverðlaun hlaut Máfa-
flokkurinn, einn af ylfingaflokkunum, og fékk
liver maður í flokknum skrautritað skjal. Ein-
staklingsverðlaun hlaut Valgeir Gestsson, vand-
aðan vökvaáttavita. Einnig var öllum flokksfor-
ingjunum afhent skjal. Daginn eftir, þann 22.
ágúst, fóru svo allir heim til sín.
FORING JASKÓLINN.
Dagana 14.—21. september s. 1. voru haldin
sveitar- og flokksforingjanámskeið að Úlfljóts-
vatni. Námskeið þessi sóttu 30 skátar frá þess-
um stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, ísafirði,
Sauðárkrók, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Nes-
kaupstað og Eskifirði.
Tólf nemendur voru á sveitarforingjanám-
106
SKATABLAÐIÐ