Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 9
um
o
Mínnináajt’oi'ð
PÉTUR EGGERTSSON
Pétur Eggertsson var fæddur í Reykjavík
11. apríl 1927. Hann var sonur hjónanna
Halldóru Jónsdóttur og Eggerts Jóhannes-
sonar, járnsmiðs.
Á unga aldri gekk hann í skátahreyfing-
una og upp frá jrví helgaði hann skátahng-
sjóninni krafta sína. Hann var í blóðgjaf-
arsveit skáta; hann tók þátt í dauðaleitum
með skátum og hann varði frístundum sin-
um til að þjálfa sig til að geta veitt sam-
borgurum sínum aðstoð, ef á þyrfti að
halda. Hann var einn í hópi þeirra ungu
manna í þessu þjóðfélagi, sem hafa strengt
þess heit að vera ávallt viðbúinir.
Okkur félögum hans var tilkynnt sú
hryggilcga staðreynd að kvöldi mánudags-
ins 15. þ. m., að Pétur hefði látizt af slys-
förum. Okkur setti hljóða; við áttum bágt
með að skilja, hvers vegna hann Pétur
skykli vera kallaður burt úr vinahópnum
í blóma lífsins, aðeins tuttugu ára að aldri.
En, hann Pétur Eggertsson er farinn
heim. Nú syngur hann ekki oftar með okk-
ur við varðeldana. Nú vekur hann okkur
ekki lengur á morgnana í útilegunum með
lúðurhljómi. Nú eigum við ekki lengur kost
á viðkynningunni við þennan hægláta, glað-
væra og trausta vin. Já, sannarlega höfum
við félagarnir hans misst mikið.
Þess vegna skiljum við svo vel söknuð
móður hans og systkina. Og við sendum
móðir hans, frú Halldóru Jónsdóttur, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur, þar sem
hún á fáum árum hefur orðið að sjá að
baki eiginmanni sínum, dóttur sinni, og nú
þessum hugljúfa syni.
En minningarnar eru okkur öllum hugg-
un á skilnaðarstundinni. Á meðan okkur
endist líf, munum við geyma hinar björtu
minningar frá samverustundunum því allar
þær minningar, sem við hann eru tengdar,
eru aðeins minningar um birtu og yl, þar
sem skuggi fellur hvergi á.
Kæri vinur, við göngum með þér sein-
asta spölinn. Við munum reyna eftir
fremsta megni að vera hughraust og bera
höfuðið hátt, því slík voru síðustu skila-
boð jrín til móður Jrinnar. Þú hefur nú
farið á undan okkur til bjartari landa, og
við vitum, að þegar á okkur verður kallað,
þá munt ])ú verða þar fyrir og taka á móti
okkur með þínu bjarta brosi og hlýja hand-
taki.
Vertu sæll. Guð blessi minningu ])ína.
P. H. P.
SKATABLAÐIÐ
83