Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 36

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 36
1948 Mödd úr hópnxim í gærkvöldi var ég á fundi í Skátaheimil- inu. inu. Af tilviljun sá ég próförk af Skátablaðinu, og rakst þar á grein Tryggva Þorsteinssonar um jrátttöku kvenskáta í landsmótinu næsta sumar. Ritstjóri Skáta- blaðsins leylði mér góðfúslega að lesa grein- ina og hét mér jafnframt nokkru rúmi í blaðinu, ef ég vildi ræða málið frá öðru sjónarmiði en jrar kemur fram. Á aðalfundi B.Í.S., sem haldinn var á landsmótinu á Þingvöllum 1944, var sam- þykkt að veita jteim kvenskátafélögum, sem þess óskuðu, inngöngu í B.Í.S., og yrðu þau þar fullgildir aðilar eins og drengja- skátafélögin. Strax á því sama sumri gengu allmörg kvenskátafélög í B.Í.S., og eru þau nú flest eða öll innan vébanda bandalags- ins. Nú sem stendur eiga kvenskátar 2 full- trúa af 7 í bandalagsstjórninni, og geri ég ráð fyrir, að þær hafi lagt á einhver ráð 110 um þetta væntanlega sameiginlega mót. Ennfremur hljóta kvenskátar að starfa með að öilum undirbúningi, og að stjórn móts- ins, þegar þar að kernur. Hvað snertir skipulag mótsins, þá er ég T. Þ. sammála um það atriði, að skipta beri tjaldbúðasvæðinu þannig, að stúlkurn- ar verði sér og piltarnir sér, en þó sérstak- lega að hvert félag verði sem mest út af iyrir sig, eftir því sem staðhættir leyfa. Aftur á móti finnst mér fjarlægðin milli tjaldbúðarhverfanna ekki skipta verulegu máli. Ég geri ráð fyrir því, að 1—3 kíló- metra vegalengd verði ekki mikill farar- tálmi fyrir þá, sem telja sig eiga brýnt erindi á milli staðanna. Eins finnst mér j>að geti verið nokkuð vafasamur ávinn- ingur, að loka eða hindra aðgang að öðrum hvorum tjaldbúðunum allan daginn, nema um opinber heimboð sé að ræða, því að eins og við öll vitum, verður hið forboðna oft eftirsóknarverðara en efni standa til. Eins og að líkum lætur, mun hvert félag vinna sín tjaldbúðastörf út af fyrir sig, en enga ástæðu sé ég til annars en að gefa öílum þátttakendum mótsins tækifæri til þess að taka þátt í ferðum, leikjum og varð- SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.