Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 14
þá um landsins gagn og nauðsynjar, því að þeir töluðu ekkert nema frönskuna sína. Það mál er bæði talað með höndum og and- liti. Þeir eru þá til að sjá eins og íslenzkur rauðmagi, sem er að gefa upp andann í hjól- börum grásleppukóngsins. Eftir þessa tveggja daga dvöl í París, var okkur ráðlagt að yfirgefa borgina, því að þar ríktu nú aftur verkföll og alls kyns óár- an. Þessar ráðleggingar tókum við til greina og ókuni því til Briissel í Belgíu aðfara- nótt 13. ágúst. Sú ferð tók rúmlega sjö klst. og var hin skemmtilegasta, að mér fannst, því að ég svaf mest alla leiðina. Bif- reiðin skilaði okkur á járnbrautarstöðina í Brússel. Það er mikil bygging og fögur, byggð eftir síðustu styrjöld. Þarna stigum við af um kl. 6, stöðin var opnuð skömmu seinna, og komum við þá farangri okkar í geymslu og röltum síðan af stað út í borg- ina. Um þetta leyti voru torgsalarnir að koma sér fyrir með vörur sínar, og voru þar allmörg, og sum frumleg, ökutæki sam- an komin. Er þeir hafa komið sér fyrir, taka þeir til að auglýsa vörur sínar háum rómi, og minna því marglit sölutorgin allmikið á fuglabjörg. Er líða tók á morguninn, fór- um við að leita okkur að dvalarstað. I þeim tilgangi fórum við inn í ferða- og upp- lýsingaskrifstofu. Þar var okkur vísað á stað einn ágætan, sem vera mundi einhvers stað- ar út í borginni. Þangað komumst við brátt, eftir tilvísan góðra manna. Staður þessi reyndist vera gamalt munkaklaustur. Þar var okkur tekið tveim höndum, sem værum við væntanlegir meðlimir stofnunarinnar. Akveðið hafði verið, áður en lagt var af stað í þessa ferð, að belgískur skátaforingi tæki á móti okkur í Brússel, en vegna verk- fallanna í Frakklandi, gátum við ekki gert honum boð á undan okkur. Annan dag okkar í borginni birtist sá belgíski okkur. Tók hann strax að sýna okkur borgina. Einna merkilegast í þeirri ferð var náttúrugripasafnið. Þar gaf að líta, rneðal annars, beinagrindur af mammút og risaeðlu, auk margs annars, sem okkur var sýnt þar. Síðla þennan dag héldum við til Gent, en það er borg þar skammt frá. Ferð þessi var farin nteð lest, og höfðum við allan okkar farangur meðferðis, sem að vanda var mikill fyrirferðar. Var okkur sagt, að við fengjum aðeins þrjár mínútur til að koma okkur og dótinu af lestinni, er til Gent kæmi. Þessar þrjár mínútur liefðu ekki mátt vera miklu styttri. Þegar er farangur- inn og helmingurinn af hópnum var kom- inn út, var liurðum lokað, og lestin rann rólga af stað, en til að komast hjá frekara ferðalagi að sinni, stukkum við hinir út um glugggana. Gent er gömul borg með miklum og fornum kastala, og þremur stórum kirkj- urn. Auk þess eru þarna gömul verzlunar- liús, sem álitið er, að Islendingar hafi komið í á verzlunarferðum sínum til Niðurlanda. Á milli þessara og annarra bygginga kvíslast síkin, en þau eru lielztu einkenni gamalla belgískra borga. Við eitt þessara síkja stendur afgamalt hús með jafngömlum kjallara. í þessum kjallara var fyrir mörg- um árum brauðgerðarhús með öllu tilheyr- andi. Nú eiga skátarnir í Gent staðinn og hafa þar heimili sitt. Þarna dvöldumst við hjá þeim í góðu yfirlæti, sváfum þar á gólf- inu um nætur, en á daginn voru þaðan gerð- ir út könnunarleiðangrar um borgina. Skoðuðum við kastalann og kirkjurnar auk margs annars. Þarna komum við í turn einn stórann og heldur sá uppi klukku mikilli, og spilar sú lag á klukkustundar fresti, en það skeður með þeim hætti, að lnin slær á 49 klukkur og framkalla þær síðan lagið. Næsta morgunn var ferðinni haldið áfram til Brúgge, en það er gömul verzlunarborg með síkjum og tilheyrandi. 30 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.