Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 33
sonar. Þangað var boðið öllum kven- og drengjaskátum frá Ulfljótsvatni. Enn frem- ur var varðeldurinn opinn fyrir almenning. Að varðeldinum loknum buðu kvenskátarn- ir nokkrum gestum mótsins til kókódrykkju í skólanum. Næsta morgun var komið hið versta veður, ofsarok og rigning. Tvö eða þrjú tjöld höfðu fokið niður og önnur voru á góðri leið með að fara sömu leið. Ollum prímusum var safnað saman í skyndi og ,,flóttamannastöð“ sett á stofn í stóru her- tjaldi. Þar var hitað kókó, brauð smurt, og Frönsku skátarnir á mótinu i Borgarvík. Ljósm.: B. J. þangað flykktust menn, jafnóðum og þeir fóru á fætur. Er á daginn leið, batnaði veðrið að mun, og var þá unnt að vera úti við. Samt sem áður raskaðist öll dagskrá- in og voru fánar ekki dregnir að hún sök- um roks. Um kl. 4 söfnuðust skátarnir sam- an umhverfis íánastöngina og var mótinu slitið þar og mótsfáninn dreginn niður, en hann var við hún meðan mótið stóð yfir. Farangurinn var síðan tekinn saman og haldið að Úlfljótsvatni og bílanna beðið þar. Mót þetta hefði að öllum líkindum aldrei orðið nema hugmynd ein, ef mótstjórn- in hefði ekki notið hjálpar fjölmargra vel- viljaðra manna. Má þá fyrst og fremst j MÓTSSÖN GIIR j j Bor^arvíkurmótsms ) 1953 j ( (Lag: Julía, Júlía, Júlía.) ( ( Við höldum skínandi skátamót j ) í skógarlautu við Úlfljótsfljót, ) ( skátaandann við eflum þar, ( ) ánægjan ríkir og alls staðar. ) ( Á ferðalagi um fjöllin há ( ) í fögru dalverpi tjaldi hjá, ) ) á seiðandi hásumarkveldi ( ( hjá snarkandi skátaeldi j ) syngjum við lítil skátaljóð ) ( logandi af fjöri og æskuglóð, j ) þá skilur hinn syngjandi skáti ) ( skylduna á herðum sér. ( j H. Þ. H. j þakka frú Hrefnu Tynes, skólastjóra kven- skátaskólans, Björgvin Magnússyni, skóla- stjóra drengjaskátaskólans, og starfsfólki hans þá miklu aðstoð, sem þau létu í té. K. S. Ú. lánaði m. a. þrjú stór tjöld, og drengjaskólinn lánaði ýmsa muni, sá um matarinnkaup og bauð öllum mótsgestum upp á brauð og mjólk, þegar þeir komu á laugardag. Áður hefur verið minnzt á boð kvenskátanna. Hr. Östergaard, yfirverkfræð- ingur hjá Fosskraft, gaf heilt bílhlass af eldivið, og Guðni Guðbjartsson, stöðvar- stjóri að Ljósafossi, lánaði stóran „trukk“ til flutninga eitt kvöldið. Tómas G. Ólason S. F. R. flutti allan farangur frá Reykja- vík og annaðist alla flutninga meðan á mót- inu stóð. Allir þessir aðilar og fjölmargir aðrir eiga beztu þakkir skilið. SKÁTABLAÐIÐ 49

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.