Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15
Þar er hægt að fara á báti víða um borgina, og gerðum við það. í bátnum var leiðsögu- maður, og skýrði hann frá öllu, sem fyrir augu bar. Var þar margt að sjá, bæði fang- elsi, gömul markaðshús o. fl. Síðari hluta þessa sarna dags héldum við svo til Ostende. Þar er baðstaður mikill, og þaðan ganga skip til Dover í Englandi. Við heimsóttum baðströndina og strípluðumst þar um stund við mikla og almenna ánægju. Um kvöldið kvöddum við svo okkar belgíska vin og leið- sögumann og stigum um borð í skip það, er flutti okkur til Englands. Skip þetta virtist taka ótakmarkaðan fjölda farþega, enda var þröngin svo mikil, að menn máttu sig vart hræra. Sigling þessi tekur röska þrjá tíma, og eru það þeir lengstu, sem ég hefi lifað. Alls staðar, þar sem afdrep var á skipinu, gat að líta sofandi menn, skjálf- andi af kulda, og þjappaði fólkið sér saman til að hafa hita hvert af öðru, og vaknaði þá gjarnan rammíslenzkur drengur með liöfuðið á öxl enskrar ungfrúr, en slíkt skeður eingöngu í svefni og kukla. Strax og komið var til Dover, stigum við í lest, sem flutti okkur til London. A þeirri leið sváf- um við flestir, svo að hafi eitthvað gerzt merkilegt, hefur það algjörlega farið fram hjá okkur. Samastaður okkar í I.ondon var í skátagarði nyrst í borginni. Þar var ágætt að vera, í rólegu umhverfi. Við dvöldumst í London í 6 daga og notuðum þá alla hvern öðrum betur til könnunarferða um borgina. í London var svo margt að sjá, að það yrði alveg nóg efni í aðra sögu, og skulum við því geyma það að mestu. Annað kvöldið, sem við vorum þarna, kom til okkar enskur skátaforingi og bauð okkur til fundar í félagsheimili þeirra Jjar skammt frá. Heim- ilið er langur skáli, skipt í tvö minni her- bergi, en bak við skálann er stór grasflöt, sem þeir nota til útileikja. Englending- arnir tóku vel á móti okkur. Fórum við fyrst í „rugby“ á flötinni bak við húsið, og unnum við þann leik eftir frækilega vörn. A eftir snerum við okkur svo að inni- leikjum, borðtennis og ýmsu fleiru, en enduðum kvöldið með sameiginlegri te- drykkju. Fjórða daginn okkar þarna kornu í garðinn til dvalar, franskir skátar, sem buðu góðan dag á íslenzka vísu. Sögðust þeir vera að koma frá íslandi og létu vel af dvöl sinni þar. Þeir hefðu sjálfsagt viljað segja okkur mikið frá ferð sinni, en þeir töluðu flestir, því miður, svo líkt og landar Jieirra í París, en ég hef þegar sagt, hvernig okkur gekk að skilja þá. Að liðnum þessum 6 dögum í London, tókum við okkur far með bifreið- um til Edinborgar. Sú ferð tekur 15. klst., en við fórum þetta að nóttu til og nutum því ekki ferðarinnar sem skyldi. Við stóðum ekkert við í Edinborg en héldum strax nið- ur til Leith. Þar beið Gullfoss okkar, albú- inn til íslandsferðar, en það vorum við líka og urðum því samferða heimleiðis, Er hér var komið, var ferð okkar eiginlega lokið og þá auðvitað ferðasögunni líka. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úri er ævintýri. SKÁTABLAÐIÐ 31

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.