Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 36

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 36
Skátafélagið Væringjar í Reykjavík starfaði um 25 ára skeið. Félagið var stofnað á sumar- daginn fyrsta árið 1913, og starfaði sem eitt af öndvegis skátafélögum landsins til haustsins 1938. Þótt Væringjafélagið sé ekki lengur til, sem sjálfstætt félag, hefur starfsemi þess samt aldrei lagst niður, frá stofndegi. Eins og kunnugt er sameinuðust skátafélögin Ernir og Væringjar í eitt félag árið 1938, og mynduðu Skátafélag Reykjavíkur, það sem nú er starfandi, og voru Væringjar þá bæði hinn eldri og stærri bróðir. Ef Væringjar hefðu starfað áfram sem sér- stakt félag, þá hefðu þeir átt 40 ára afmæli s. 1. vor, á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni mun Skátablaðið vegna rúm- leysis ekki flytja ýtarlega grein um starfsemi Væringja, sem þó eiga merkilega sögu, sem öndvegis félag á sínum tíma, en blaðið vísar til 25 ára afmælisrits Væringja, sem gefið var út ár- ið 1938, svo og til greinar eftir Carl H. Sveins í vikublaðinu „Fálkinn", sem birtist 23. apríl s.h þar sem hann greinir ýtarlega frá fyrstu árum Væringja. Gamlir Væringjar bera hlýjan hug til síns gamla félags, og forystu manna þess. Við það félag eru bundnar margar bjartar og fagrar minningar. ★ SMÆLKI ★ Móðir: Tommi, þú mátt ekki fara með hon- nm Pétri að veiða, hann er nýstaðinn upp úr mislingum. Tommi: En mamma, þú veizt að ég fæ aldrei neitt, þegar ég fer að veiða. ★ Kennarinn: Hvar er Dauðahafið? Nonni: Ee — ég vissi ekki að neitt af þeim hafði verið veikt. Svör við þrautum á bls. 46—47. 1. Bjössi og Henry voru saraan og Berg- ur og Jói. Þeir voru þá í þessari röð talið réttsælis. Bjössi, Bergur, Henry og Jói. 2. Teningarnir voru tíu. 3. Þetta voru hjón. 4. Röðin var þannig: C — A — D — B. 52 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.