Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 16
WM. PETERSEN: STÖÐVIÐ LESTINA Hjartarflokkurinn lagði af stað á hjól- um í skógarferðina. Veðrið var eins og bezt var á kosið og ekki var skapið síðra hjá Hjörtunum. í skóginum átti að fara fram keppni innan deildarinnar og það voru ekki nema örfáar vikur þangað til. Það var keppnis- hugur í drengjunum og þeir voru ákveðnir í því að láta ekki sitt eftir liggja. Dreng- irnir ræddu í ákafa um það, hversu mikill- ar kunnáttu í skátaíþróttum myndi verða krafist af þeim í leiknum. En var aðeins vitað að þetta myndi verða flokkakeppni og aðeins bezti flokkur hverrar sveitar fékk að keppa. „Eitt er þó alltaf víst,“ fullyrti Eiríkur, flokksforingi Hjartanna, duglegur drengur á sexánda ári.“ Kunnátta okkar í hjálp í viðlögum og meðferð landabréfs keniur okk- ur að góðum notum.“ „Einnig kunnátta okkar í merkjasending- um,“ bætti Bjössi við. Hann var aðstoðar- flokksforingi flokksins og meðan hann sagði þetta, gerði hann gælur við stóran sjónauka, sem hann bar í ól yfir herðarnar. „Við ættum nú ekki að þurfa að óttast hjálp í viðlögum,“ sagði fón, þar sem hann hjólaði við hliðina á Bjössa. „Við höfum þó allir krækt í sérprófsmerki þar, og Karl og Jónas vantar aðeins herzlumuninn, svo að hægt sé að segja það sama um merkið fyrir orðsendingar." „Ergo,“ sagði Bjössi, sent var upp með sér af latínukunnáttu sinni, þótt hún væri ekki sérlega burðug. „Eftir daginn í dag verðurn við sérfræðingar í öllu er varðar merkjasendingar.“ Síðan hóf hann upp rödd sína og byrjaði: „Þegar sólin og vor- ið ...“ og hinir tóku þegar undir. Er þeir höfðu hjólað þannig áfram allgóða stund, háværir og glaðværir, urðu þeir ásáttir um að hvíla sig í fimm eða sex mínútur og taka síðan því betri endasprett. Bjössi, sem var mesti matgoggur, notaði óðara tækifærið og fékk sér bita af nestinu sínu. Það var rifjasteik og hjá henni hafði hugur hans dvalið alltaf öðru hverju, allt frá því að lagt var af stað. „Þar sem Bjössi er með sjónaukann hans frænda síns og ég pabba sjónauka þá get- um við æft dálítið merkjasendingar í langri fjarlægð, eins og við vorum að tala um á flokksfundinum á miðvikudaginn," sagði Eiríkur. „Það er að vísu ágætt að æfa merkjasendingar með því að hafa 100 metra á milli okkar ...“ „Já, og hlaupa svo fram og aftur og spyrja hvað sent liafi verið,“ greip Jón fram í og 32 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.