Skátablaðið - 01.07.1962, Side 18
1928 2 landsmót skáta haldið í Laugardal. — Rover skátar hefja starf 23.
nóvember. — Merkjasala í fyrsta sinn og árlega síðan. — Skátafélagið
Einherjar, ísafirði, stofnað 29. febrúar. — Kvenskátafélag Akraness
stofnað 25. marz. — Kvenskátafélagið Vafkyrjan, Isafirði, stofnað 17.
maí. — Ernir hefja útgáfu blaðsins „Skátinn". — Skátafélagið Smári
starfar á Siglufirði. — Fyrsta hjálp í viðlögum námskeið fyrir skáta
á ísafirði, haldið af Davíð Sch. Thorsteinssyni.
1929 ? aðalfundur R.Í.S. — Kvenskátafélagið Valkyrjur, Siglufirði, stofn-
að 2. júní. — Sigurður Ágústsson fer í kennslu- og eftirlitsferð til
félaganna á Vestur- og Norðurlandi. — Tekinn upp sami búningur
fyrir öll drengjafélög landsins. — íslenzkir skátar taka þátt í Jamboree
í Englandi. — Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki, stofnað 22. marz.
— Einherjar, ísafirði, reisa útileguskála sinn, Valhöll, í Tungudal. —
Skátafjöldi 429 (drengir).
1930 3 landsmót skáta haldið á Þingvöllum. — Skátar veita mikilsverða
aðstoð við framkvæmd Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum. — B.Í.S.
fær 500 kr. styrk frá Alþingi samkvæmt umsókn. — B.Í.S. gefur út
Skátabókina. — Einherjar gefa út blaðið „Varðeldar“. — Valkyrjur,
Isafirði, hefja byggingu útileguskála síns, Dyngju.
1931 3. aðalfundur B.Í.S. — Skátaheimili reist á Akranesi. — Islenzkir skát-
ar sækja mót að Kullen í Svíþjóð. — Skátafélög stofnuð á Seyðisfirði
og Norðfirði. — Elendrik Thorarensen sækir alþjóðaráðstefnu i Vínar-
borg.
1932 Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, endurreist 20. júní. — Ríkis-
styrkurinn til B.I.S. lækkaður í 400 kr. vegna kreppu í landinu. —
Skipunarbréf gefin út í fyrsta sinn. — íslenzkir skátar sækja mót að
Mandal í Noregi. — Rekkasveitin Fálkar stofnuð á Akureyri 17. marz
og reisir útileguskála, Fálkafell.
1933 4 aðalfundur B.Í.S. — 22 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Ungverja-
landi. — Enskur skátaforingi, Mr. Reynolds, kemur til íslands og
kennir undir Gilwell próf. — Skátafélagið Völsungar, Sandi, stofnað.
— Skátafélagið Samherjar, Eskit'irði, stofnað 31. október.
1934 Aukaaðalfundur B.l.S. um ný lög. 5. aðalfundur B.Í.S. haldinn strax á
eftir. — íslenzkir skátar sækja mót að Vermalandi í Svíþjóð. — Kven-
skátafélagið Liljan, Hafnarfirði, stofnað. — Skátafélagið Valur, Borg-
arnesi, stofnað 18. marz. — Skátafélagið Fálkar, Akureyri, stofnað 21.
maí. — B.Í.S. efnir til samkeppni skáta í stundvísi. Verðlaun kr. 50.00,
44
SKÁTABLAÐIÐ